Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 20.10.2016, Blaðsíða 15

Fréttatíminn - 20.10.2016, Blaðsíða 15
Þegar þingið hlustar ekki á þjóðina | 15FRÉTTATÍMINN | Fimmtudagur 20. október 2016 Norræna húsið Sturlugata 5, 101 Reykjavík, +354 551 7090, www.nordichouse.is Norræna húsið í haustfríinu. Við kynnum sýninguna Öld barnsins, nýuppgert barna- bókasafn og ljúffengar veitingar á Aalto Bistro. Sýningin er opin alla daga frá kl 11–17. NORRÆN HÖNNUN FYRIR BÖRN FRÁ 1900 TIL DAGSINS Í DAG ÖLD BARNSINS varps Sigurðar Inga Jóhannesson- ar forsætisráðherra kom í ljós að enginn hafði áhuga á málinu. Þeir þingmenn sem vildu hlýða þjóð- inni sáu að þessar tillögur voru varla skref í þá átt. Þeir sem engu vildu breyta sáu enga ástæðu til að beita sér fyrir breytingum. Niðurstaðan varð sú að eftir fjögur ár hafði Alþingi ekki enn tekist að setja saman frumvarp samkvæmt vilja þjóðarinnar, eins og hann birtist í niðurstöðu þjóðaratkvæðisins. Þingið hlustar ekki Það er sláandi fyrir íslenska kjós- endur að fylgjast með viðbrögð- um breskra stjórnmálamanna við niðurstöðum þjóðaratkvæðis um veru Bretlands í Evrópusam- bandinu. Þrátt fyrir að meirihluti þingheims og meirihluti ríkis- stjórnarinnar hafi barist fyrir áframhaldandi veru landsins í ESB beygðu allir sig undir niðurstöð- una. Þjóðin hafði talað og þá bar stjórnmálamönnum að hlusta. Engum í Bretlandi datt í hug að ef- ast um það. Það var ekki vegna þess að í lýð- ræðið í Bretlandi sé í grundvallar atriðum ólíkt því sem er á Íslandi. Bæði lönd eru lýðræðisríki þar sem fullveldið liggur hjá þjóðinni, ekki þeim fulltrúum sem hún kýs. Breskir stjórnmálamenn mátu það algjörlega ómögulegt annað en að hlýða þegar niðurstaða þjóðarat- kvæðagreiðslunnar lá fyrir. Allt annað var talið jaðra við valdarán. Í ljósi þess sést hversu alvarlega staða er uppi á Íslandi. Hér hefur verið sú staða uppi í fjögur ár í dag, að Alþingi og stjórnvöld fara ekki eftir skýrum vilja þjóðarinnar. Nýr meirihluti Eins og fram kemur í Fréttatíman- um í dag hafa fjórir flokkar undir- ritað yfirlýsingu um að fara eftir þjóðaratkvæðagreiðslunni á næsta kjörtímabili og leggja fram frum- varp sem byggir á drögum Stjórn- lagaráðs að stjórnarskrá. Þetta eru stjórnarandstöðuflokkarnir Pírat- ar, Vinstri græn, Samfylking og Björt framtíð. Dögun hefur einnig fallist á þessa stefnu. Sjálfstæð- isflokkurinn og Alþýðufylkingin hafa hafnað henni en svör hafa ekki borist frá Framsóknarflokkn- um og Viðreisn. Flokkarnir sem hafa skuld- bundið sig að koma í gegn stjórn- arskrárbreytingum eftir tillögu Stjórnlagaráðs hafa nálægt helm- ings fylgi, samkvæmt skoðana- könnunum, meira í sumum en minna í öðrum. Þar sem nokkuð af atkvæðum falla dauð, þar sem allir flokkar í framboði ná ekki á þing, má ætla að staðan í skoðana- könnunum nú bendi til að þessir fjórir flokkar nái meirihluta á þingi. Það er því líklegt að meirihluti sé að myndast á þingi fyrir að fara að vilja þjóðarinnar. Hann er reyndar naumur, eins og ótrú- legt og það hljómar. En að öllum líkindum ætti hann að duga til að koma nýrri stjórnarskrá í gegn. Það sem gæti hindrað það væri ef einn eða fleiri af þessum flokkum færi í ríkisstjórn og fórnaði þessu máli þrátt fyrir skuldbindandi yfir- lýsingu nú. Auðlindir Í nýrri stjórnarskrá er tekið skýrt fram að auðlindir Íslands, s.s. fiskimiðin og nýtingarréttur þeirra, séu sameig- inleg og ævarandi eign þjóðarinnar. Vinna Stjórnlagaráðs við auðlinda- ákvæðið fólst fyrst og fremst í að tryggja það að þjóðin fengi sann- gjarnan arð af auðlindum og að þeim væri úthlutað til hóflegs tíma í senn til að koma í veg fyrir ofnýtingu. Sjálfbærnihugtakið var leiðarstef þeirrar vinnu. Í gömlu stjórnarskránni er ekkert minnst á hver eigi auðlind- irnar og hvernig sé best að nýta þær. Stjórnkerfið Í nýrri stjórnarskrá er lögð áhersla á að auka valddreifingu og auka gegn- sæi og ábyrgð ráðamanna. Þar er til dæmis tekið fyrir að ráðherrar sitji á þingi og þannig skerpt á þrígreiningu ríkisvalds. Sannleiksskylda er auk þess lögð á ráðherra og þingmenn og gerð er krafa um að þingmenn gefi upp öll sín hagsmunatengsl. Wintr- is-málið hefði væntanlega þróast á annan veg hefði verið stjórnarskrár- bundin skylda á herðum Sigmundar Davíðs um að gefa öll sín skattamál upp.

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.