Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 20.10.2016, Blaðsíða 32

Fréttatíminn - 20.10.2016, Blaðsíða 32
Ódýrt Það er tilvalið að ann- að hvort elda eða kaupa tilbúinn grjónagraut ef þú vilt eyða litlum peningum í kvöldmáltíðina. Einn bolli af vatni og grjónum, teskeið af salti og einn lítri af mjólk. Málið leyst. Síðan geturðu líka bara skellt þér út í búð og keypt Heimilis Grjónagraut á fínu verði. Grænmetis eða vegan Ef þú ert leið/ur á pasta eða lasagna er sniðugt að fá sér græn- metispítu. Það þarf ekki meira en pítubrauð, grænmeti, buff og góða sósu. Ef þú hefur tíma er líka gott að gera heimagerðan hummus. Mmm... Árstíðabundið Þegar úti kólnar og daginn fer að stytta er fátt betra en heit súpa í kvöldmat. Hvernig væri að hafa íslenska kjötsúpu í matinn í kvöld? Skella kjöti, rófum, gulrótum og lauk í pott og láta malla. Knúsa fjöl- skylduna í lok máltíðar. GOTT Í KVÖLDMAT Með eða á móti… …Ora grænar baunir Júlíanna Ósk Hafberg Ora grænar baunir eru fyrir mér fallegar barnæskuminn- ingar um ömmu. Ég get ekki haldið jólin án þeirra og hef flutt þær á milli landa í ferðatöskum fyrir hátíðarhöld, ásamt appelsíni. Sigríður Hulda Sigurðardóttir Ora baunir eru daprar, fölar og ljótar, áferðin einkennileg og bragðið eftir því. Mér finnst svo dapurlegt að borða dapurlegan mat. Hver vill daprar baunir þegar hægt er að borða bjartar baunir? Hrafn Jónsson Stokkhólms-heilkenni er það eina sem útskýrir tilvist ofsoðinna Ora bauna á 21. öldinni. Þær eyðilögðu nánast baunir fyrir mér í æsku. Það var ekki fyrr en ég smakkaði frosnar baunir sem ég fattaði að þær væru ætar.

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.