Fréttatíminn - 20.10.2016, Blaðsíða 14
Þegar þingið hlustar ekki á þjóðina
Heimasíður flokkanna fyrir komandi kosningar eru mis-
jafnlega orðmargar og skýrar þegar kemur að afstöðu
til stjórnarskrárbreytinga og tillagna Stjórnlagaráðs
að frumvarpi til stjórnskipunarlaga sem þjóðin tók
afstöðu til í þjóðaratkvæðagreiðslu 2012. Flokkarnir
eru samt mis heitir fyrir því að ný stjórnarskrá verði
sett eftir hugmyndunum frá 2011. Alþýðufylkingin og
Húmanistaflokkurinn hafa talað um að virða beri úrslit
þjóðaratkvæðagreiðslunnar en telja tillögurnar frá 2011
ganga of skammt í lýðræðisátt.
14 | FRÉTTATÍMINN | Fimmtudagur 20. október 2016
Afstaða
flokkanna
Vilja lögfestingu
Stjórnarskrár frá 2011:
Píratar
Flokkur fólksins
Vilja virða
þjóðaratkvæða-
greiðslu en telja
nýja stjórnar-
skrá ganga of
skammt:
Húmanistaflokkurinn
Alþýðufylkingin
Vilja nýja stjórnarskrá byggða
á tillögum Stjórnlagaráðs:
Vinstri græn
Björt framtíð
Dögun
Samfylkingin
Vilja endurskoðun samkvæmt
vinnu stjórnarskrárnefndar
Alþingis:
Framsóknarflokkur
Vilja fara varlega í
heildarendurskoðun:
Viðreisn
Sjálfstæðisflokkur
Íslenska þjóðfylkingin
Nineteen Seventy-Six
Konfúsíusarstofnunin Norðurljós kynnir
fyrirlestur Ragnars Baldurssonar við Háskóla
Íslands í Háskólatorgi 104, á morgun
fimmtudaginn 20. október, kl. 12:00-13:10.
Ragnar Baldursson kynnir bók sína
Nineteen Seventy-Six og fjallar um endur-
reisn kínverska heimsveldisins í kjölfar
eld-dreka ársins 1976, eftir mikil umskipti í
Kína. Ragnar er einn helsti sérfræðingur
Vesturlanda í málefnum Kína og hefur
þýtt á íslensku úr kínversku tvö af helstu
öndvegisritum kínverskrar heimspeki.
Nánar um erindið á konfusius.is
Fimm punktar um
nýja stjórnarskrá
arskrá yrði ákvæði um að tiltekið
hlutfall kosningarbærra manna geti
krafist þess að mál fari í þjóðarat-
kvæðagreiðslu. 66 prósent vildu að
í nýrri stjórnarskrá yrði ákvæði um
að atkvæði kjósenda alls staðar að
af landinu vegi jafnt. Og 57 prósent
vildu að í nýrri stjórnarskrá yrði
ákvæði um þjóðkirkju á Íslandi?
Þetta síðasta var eina ákvæðið
sem ekki var í tillögum Stjórnlaga-
ráðs. Þar var lagður til aðskilnaður
ríkis og kirkju. Vilji meirihlutans í
hinum álitamálunum fór saman við
tillögur Stjórnlagaráðs. Enda sam-
þykkti meirihlutinn, 67 prósent
gildra atkvæða, að tillögur Stjórn-
lagaráðs yrðu lagðar til grundvallar
frumvarpi að nýrri stjórnarskrá.
Niðurstaðan var sem sé skýr.
Málið var lagt fyrir þjóðina og hún
kom með niðurstöðu.
Málið þæft og kæft
Stjórnmálaflokkunum og alþingis-
mönnum mistókst hins vegar
að fara eftir þessum tilmælum
þjóðarinnar. Sumir gerðu það
viljandi, voru á móti málinu þótt
niðurstaðan úr atkvæðagreiðsl-
unni væri skýr. Það á bæði við um
forystumenn Sjálfstæðisflokks og
Framsóknarflokks á síðasta kjör-
tímabili og því sem nú er að líða.
Mikil átök voru innan Samfylk-
ingar í lok síðasta kjörtímabils.
Jóhanna Sigurðardóttir og fleiri
vildu leggja fram frumvarp byggt
á drögum Stjórnlagaráðs en
aðrir þingmenn, undir forystu
Árna Páls Árnasonar, vildu gera
samkomulag við þá þingmenn,
sem vildi ekki fara eftir niðurstöð-
um þjóðaratkvæðagreiðslunnar.
Með öðrum orðum að búa til mála-
miðlun milli skýrs vilja þjóðarinn-
ar og þeirra stjórnmálamanna sem
vildu ekki hlíta niðurstöðu þjóðar-
atkvæðagreiðslunnar.
Slíkt samkomulag fór í gegn fyr-
ir þinglok 2013. Það átti að verða
forsenda áframhaldandi vinnu á
síðasta kjörtímabili. Hún leiddi til
tillagna stjórnlaganefndar þings-
ins, sem bauð upp á takmarkaðar
og útvatnaðar breytingar miðað
við niðurstöðu þjóðaratkvæðisins
og tillögur Stjórnlagaráðs.
Þegar þær birtust síðan á
þinginu í formi þingmannafrum-
Framtíðin
Sjálfbærnihugsunin er fyrirferðarmikil
í nýrri stjórnarskrá en kemur ekki fyrir
í þeirri gömlu. Samkvæmt þeirri nýju
höfum við sem búum hér í dag ekki leyfi
til þess að ganga um landið og gert það
sem okkur sýnist. Tekið er fram að nýt-
ingu náttúrugæða skuli haga þannig að
þau skerðist sem minnst til langframa
og réttur náttúrunnar og komandi kynslóða sé virtur. Komandi kynslóðir fá
ekkert pláss í gömlu stjórnarskránni en í þeirri nýju er talað um rétt komandi
kynslóða og tekið er á réttindum barna með mun meira afgerandi hætti.
Heilbrigðiskerfið
Allir eiga rétt á að njóta andlegrar og
líkamlegrar heilsu að hæsta marki sem
unnt er, segir í nýrri stjórnarskrá og er
sú setning tekin beint upp úr alþjóð-
legum sáttmála sem Ísland hefur þegar
undirgengist. Auk þess segir að öllum
verði að vera tryggður með lögum
réttur til aðgengilegrar, viðeigandi og
fullnægjandi heilbrigðisþjónustu. Viðeigandi gæti hér átt við allt frá vinnutíma
starfsfólks sjúkrahúsanna og til þess hvort sjúklingar þurfi að sofa á göngum,
en þetta yrði útfært nánar í almennum lögum. Í gömlu stjórnarskránni segir
að öllum þeim, sem þess þurfi, skuli tryggður í lögum réttur til aðstoðar vegna
sjúkleika, örorku, elli, atvinnuleysis, örbirgðar og sambærilegra atvika. Setn-
ingin „þeim sem þess þurfi“ gefur svigrúm til túlkunar sem ekki er til staðar í
þeirri nýju.
Kosningakerfið
Í nýrri stjórnarskrá er gerð tilraun til að
færa valdið í auknum mæli til fólksins.
Þar er til að mynda opnað á persón-
ukjör og að hægt verði að greiða at-
kvæði þvert á flokka. Þar er líka tryggt
að öll atkvæði vegi jafnt. Það má líka
sjá tillögur um að setja á stjórnar-
skrárvarin réttindi fólks til að taka þátt
í eigin ákvörðunum. Ein tillagan snýr að því að 10% kjósenda geti krafist þess
að umdeild löggjöf verði send í þjóðaratkvæðagreiðslu. Eins geta 10% lagt fram
frumvarp á Alþingi sem Alþingi getur þá annaðhvort samþykkt eða komið fram
með gagntillögu og þá er valið í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Sem kunnugt er samþykkti
meirihluti þeirra sem skiluðu
gildum atkvæðum í þjóðarat-
kvæðagreiðslunni fimm af sex
spurningum sem lagðar voru fyrir
kjósendur. 83 prósent vildu að í
nýrri stjórnarskrá yrðu náttúru-
auðlindir, sem ekki eru í einka-
eigu, lýstar þjóðareign. 78 prósent
vildu að í nýrri stjórnarskrá yrði
persónukjör í kosningum til Alþing-
is heimilað í meira mæli en nú er.
73 prósent vildu að í nýrri stjórn-
Ómar Ragnarsson tjáir sig í Stjórnlagaráði. Formenn ráðsins, Ari Teitsson vara-
formaður og Salvör Nordal formaður, hlýða á.
Í dag eru fjögur síðan þjóðaratkvæðagreiðsla
um stjórnarskrá fór fram. Þar samþykkti
meirihlutinn, tveir þriðju hlutar gildra
atkvæða, að tillögur Stjórnlagaráðs yrðu lagðar
til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá.
Á þessum fjórum árum hefur stjórnvöldum
og Alþingi mistekist, viljandi eða óviljandi, að
fara að þessum skýra vilja þjóðarinnar. Þessi
staða er einstök í hinum vestræna heimi.
Það er fordæmalaust að ríkisstjórn og þing
hunsi vilja þjóðarinnar eins og hann birtist í
þjóðaratkvæðagreiðslu.
Gunnar Smári Egilsson
gunnarsmari@frettatiminn.is