Morgunblaðið - 23.12.2016, Blaðsíða 38
38 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. DESEMBER 2016
Áforlagi Crymogea er kom-in út stórbók sem geymirrómaðar stækkanir JónsKaldal ljósmyndara sem
upphaflega voru sýndar á fyrstu
einkasýningu hans í kjallara ný-
byggingar Menntaskólans í Reykja-
vík, Casa Nova, 1966.
Helsti hvatamaðurinn að sýning-
unni var Guðrún, eiginkona Jóns og
samstarfsmaður
á ljósmyndastofu
Kaldals á Lauga-
vegi 11 og síðar
22. Guðrún gekk
frá myndunum á
sýningunni, túss-
aði myndirnar og
redúseraði eftir
þörfum, eigin
smekk og óskum
ljósmyndarans. Verkin á sýningunni
1966 voru þannig þeirra beggja,
þótt heiðurinn hafi fallið Jóni einum
í skaut.
Hver er í kassanum?
Jón rak ljósmyndastofu á fjölfarn-
asta stað í Reykjavík frá 1925 og
valdar stækkanir á myndum hans
voru þar til sýnis í kassa til marks
um fjölbreytileika viðfangsefnanna.
Þar var þekkt fólk í bland við ókunn
andlit, börn og fullorðnir, aldnir
menn og ungar stúlkur: „Hafði mað-
ur veika von um að komast í kass-
ann með þessu fólki,“ spurði ungur
drengur sem átti að fermast.
Viðfangsefni Kaldals voru fyrst
og fremst andlitsmyndir, þótt fjöl-
mörg dæmi séu kunn frá ferli hans
af myndatökum úti eða á vettvangi
fyrirtækja. Hann tók mest portrett.
Og nú eru þau hluti af arfleifðinni –
kanónu menningar Íslendinga.
Einkum þær myndir sem voru á
sýningunni 1966 og fylla nú bók frá
Crymogeu, rétt eins og þær fylltu
að stærstum hluta bók 1996 sem
kom út á aldarafmæli Jóns, og bók
sem Sverrir Kristinsson gaf út á
forlagi sínu 1982. Sömu myndir eru
nú uppistaða í sýningu í sölum Þjóð-
minjasafnsins sem er opin til ára-
móta.
Tók Kaldal ekki aðrar myndir?
Í ritgerð Maríu Karenar Sigurð-
ardóttur, Að koma fortíð til fram-
tíðar, sem birtist í Árbók Fornleifa-
félagsins 1996, fjallar hún um
varðveisluvanda safns Ljósmynda-
stofu Kaldals, ekki bara sökum ald-
urs elstu myndanna á gleri og papp-
ír, heldur líka í ljósi þess að
Laugavegur 11 brann 1963 og
skemmdust gögn stofunnar af vatni,
hita og sóti. Í ritgerðinni, sem er hin
fróðlegasta úttekt um gamlar ljós-
myndir og varðveislu þeirra, er
greint frá varðveittum myndum
stofunnar: á ljósmyndadeild Þjóð-
minjasafns eru varðveittar 33.035
númeraðar visit- og cabinet-
negatívur, 17.148 polyfoto-
negatívur. 3.000 ónúmeraðar (um
það bil). Á Ljósmyndasafni Reykja-
víkurborgar: 35.735 númeraðar
negatívur. 5.000 ónúmeraðar (um
það bil). Samtals um 100.000 nega-
tívur. Á sýningunni 1966 og í útgáfu
Crymogeu eru 73 ljósmyndir, auk
þriggja mynda að auki.
Dálæti
Val á myndum á sýninguna 1966 og
æ síðan var Jóns og raunar leiðir
skoðun á prentuðum myndum hans í
blöðum fyrir 1966 í ljós að margar
myndir í úrvalinu hefur hann birt
oft: Arnór í Hvammi þegar 1939 á
forsíðu Vikunnar, valdar myndir í
Samvinnunni 1958 og eftir 1966
birtast nánast engar myndir eftir
hann í viðtölum eða annarri umfjöll-
un nema úr úrvalinu.
Athyglisvert er að skoða t.d.
mynd af Ástu Sigurðardóttur frá 51-
52 í TMM 1986 frá sama degi og hin
fræga mynd hennar sem birt er í
bókinni, nú eða mynd af Halldóri
Laxness frá 1950 í TMM, Kjarval á
forsíðu Fálkans 1955 eða Sigfús
Daðason ungan í Andvara 2001,
magnaða mynd af Jónasi Jónssyni
frá Hriflu sem birt er í Samvinnunni
1985 á bls. 9. Allar þessar myndir
sýna að utan úrvalsins fyrirfundust
merkilegar myndir í hundrað þús-
unda safni Kaldals þótt þær hafi
ekki ratað í þessa bók, þá þriðju
sama efnis á rétt þrjátíu árum.
Úrvalið
Í útgáfunni 1996 var leitað út fyrir
hinn þrönga ramma og þar sést, rétt
eins og á myndum Kaldals í Sarp-
ur.is að um flest er Kaldal á pari við
flesta íslenska ljósmyndara, mynd-
irnar í Sarpi eru sviplausar margar
og öðlast fyrst líf þegar viðfangs-
efnið er kunnugt. Aðstandendur
hafa fundið fyrir þessum vankönt-
um og látið draga saman æviferil
þeirra sem myndir birtast af í út-
gáfu Crymogeu. Hætt er við að
gleymskan kæfi myndefnin:
„…þessar „týpur“ fáum við aldrei
aftur… þessa karla með skegg og
fleiri“, segir Jón í tilefni af sýning-
unni 1966.
Nú var á fyrstu áratugum síðustu
aldar mikið tekið af myndum af
skeggjuðum körlum, skoðið til
dæmis ljósmyndasafn Skagafjarðar,
alla fúlskeggjuðu karlana þar frá
síðustu áratugum nítjándu aldrar og
fyrstu áratugum þeirrar tuttugustu.
Flettið fyrstu árum Óðins þar sem
myndbirting var helsta nýjungin.
Nóg er þar af skeggjuðum körlum.
Jón var ekki fyrstur til þess þótt
hann skráði á snilldarlegan hátt
mynd öldunga á borð við séra Arn-
ór, Pál Torfason og fleiri.
Rautt rými framköllunar
En hvers vegna greip hann til
bragðs stöku sinnum að leggjast í
tilraunir í myrkvaherberginu við
framkallanir og stækkanir svo hvert
portrett varð sérstakt? Hvaða
brögðum beitti hann?
Portrettið hafði um langan aldur
verið viðtekið form í myndlist og
ljósmyndun. Einn sérstæðasti port-
rettmeistari okkar var Kjarval, sem
leitaði til Jóns þegar hann þurfti að
mynda verk sín fyrir prentmiðla.
Svarthvítar skissur hans komu út
1938 og 1939. Kaldal hefur verið
þeim kunnugur, jafnvel fyrr, því Jó-
hannes var stamgestur á stofunni.
Ef litið er á ártal myndanna sem
birt er í útgáfunni frá 1996 (því mið-
ur ekki í þessari útgáfu) má sjá að
þær dreifast yfir mjög langt tímabil,
nær 40 ár. Rekja má í þeim nokkur
vinnslustig, jafnvel ólíka stíla. Sum-
ar hafa verið unnar upphaflega í
blátón eða rauðtón sem ekki er nýtt
í þessari útgáfu eða þeim fyrri, sem
er synd. Gerði hann það oft eða
sjaldan? Tíðkaði hann oft eða sjald-
an að herða skerpu ljóss og skugga
svo mjög sem hann gerir til dæmis í
öldungaportrettum sínum?
Svör við þessum spurningum
finnur lesandi ekki í nýútkomnu úr-
vali mynda Jóns Kaldal.
Stærsta útgáfan
Þessi þriðja útgáfa úrvals ljós-
mynda Kaldals frá 1966 er í stóru
broti, 28,2x37,6 cm. Hún er prentuð
á vandaðan pappír hjá ótilgreindum
aðila í Belgíu, fallega brotin þótt
blaðsíðutal liggi full nærri kili, með
stuttum inngangi og æviágripi. Þótt
að öllu leyti sé vandað til útgáf-
unnar verður að segja að hér fórst
fyrir tækifæri til að skýra betur
stöðu Jóns Kaldal í sögu ljósmynd-
unar, reyna að marka betur sér-
stöðu hans og hvernig ferill hans
greinist í tímabil. Það bíður nýrra
kynslóða.
Ný útgáfa á gömlum myndum
Málarinn Portettmynd af Finni Jónssyni listmálara, ein myndanna í bókinni
„sem geymir rómaðar stækkanir Jóns Kaldal ljósmyndara“.
Ljósmyndabók
Kaldal – Svart og hvítt bbbnn
Ljósmyndir eftir Jón Kaldal.
Crymogea 2016. 184 síður.
PÁLL BALDVIN
BALDVINSSON
BÆKUR
Guðrún Ingibjörg Þorgeirsdóttir
gith@mbl.is
„Það er næstum jafnerfitt að finna
titil á plötu eins og það er að finna
nafn á hljómsveit,“ segir tónlistar-
maðurinn Sváfnir Sigurðarson,
sem sendi fyrr í desember frá sér
fyrstu sólóplötu sína, en eftir tals-
verða umhugsun hlaut platan titil-
inn Loforð um nýjan dag, sam-
nefnt einu af níu lögum plötunnar.
„Ég hef verið að velkjast í tón-
list í áratugi, þótt hún sé ekki aðal-
starf mitt, og bæði verið í hljóm-
sveitum og gefið út plötur, fyrst
með hljómsveitinni Kol árið 1994.
En það blundaði alltaf í mér að
gera plötu þar sem ég fengi að
ráða málunum sjálfur og hafa
þetta eftir mínu höfði,“ segir
Sváfnir kíminn. „Ég lýsti því síðan
yfir í áramótaveislu fyrir ári að ég
ætlaði ekki að láta árið 2016 líða
án þess að koma út einni sólóplötu.
Og það tókst, þótt tæpt hafi verið
– platan kom út 15. desember.“
„Miðaldra melódramatík“
Algengt er að menn safni saman
bæði eldri og nýrri verkum þegar
gefin er út plata en það leist
Sváfni ekki á. „Ég á vissulega
nokkur koffort af gömlum lögum
en ég tók ákvörðun um að á plöt-
una færu einungis ný lög. Þetta
eru því allt verk sem eru frá árinu
2016,“ segir Sváfnir.
Málið vandast þegar Sváfnir er
beðinn um að draga sjálfan sig og
tónlist sína á bás. „Þetta er ein-
hvers konar popprokk. Ég hugsa
að þessu sé best lýst sem miðaldra
melódramatík,“ segir Sváfnir og
hlær. „Ætli ég flokkist svo ekki
sem „singer-songwriter“. Ég sem
sjálfur bæði texta og lög, syng,
spila á gítar og grip í mandólín og
munnhörpu.“
Sum lögin nánast lifandi
Því fer þó fjarri að Sváfnir sé
einn síns liðs á plötunni því með
honum er hljómsveit sem sér-
staklega var sett saman til að
vinna að gerð plötunnar. Sveitin
hlaut nafnið Drengirnir af upp-
tökuheimilinu, en hana skipa Eð-
varð Lárusson gítarleikari, Krist-
ján Freyr Halldórsson
trommuleikari, Pálmi Sigur-
hjartarson píanóleikari og Tómas
M. Tómasson bassaleikari. Platan
var hljóðrituð í Stúdíó Hljómi og
Hjálmur Ragnarsson stýrði upp-
tökum, Skapti Þóroddsson sá um
hljóðblöndun og Sigurdór Guð-
mundsson sá um masteringu.
„Ég hef sérlega gaman af að
segja frá því að allir sem ég kom
að máli við voru jákvæðir og til í
þetta. Við byrjuðum að æfa þetta
síðsumars og svo tókum við þetta
upp núna í október, í rauninni á
einungis tveimur dögum,“ segir
Sváfnir og bætir því við að sum
lögin á plötunni séu nánast alveg
lifandi, meira að segja söngurinn.
„Sumt af þessu er bara ein taka
og lítið sem ekkert pússað til. Ég
vildi leyfa þessu að standa sem
mest sem einhvers konar minn-
ingu um það hvernig lögin hljóm-
uðu á akkúrat þessum augnablik-
um.“
Sváfnir segir ferlið er liggur að
baki hverju lagi vera misjafnt.
„Ég á auðvelt með að semja lög
en mér blæðir fyrir hvern texta.“
Innblástur sækir Sváfnir sér
m.a. í eigið líf.
„Þegar Skapti Þóroddsson, sem
sá um hljóðblöndun, hafði setið
einn inni í herbergi yfir plötunni í
fjóra eða fimm daga sagði hann
mér að honum fyndist hann allt í
einu þekkja mig miklu betur eftir
að hafa hlustað á textana og lögin.
Ég hef kannski opinberað eitthvað
um sjálfan mig, alveg óvart, enda
eru þarna nokkrir sjálfsævisögu-
legir textar,“ segir Sváfnir og tek-
ur sem dæmi lagið „Malbiksvísur“
sem þegar er komið í spilun.
„Textinn fjallar um það hvernig
19 ára piltur finnur frelsið uppi á
malbikunarvél í sumarvinnu. Þeir
sem hafa komið nálægt slíkri vinnu
þekkja þessa tilfinningu vel. Það
er fátt fallegra en að sjá svart mal-
bikið liðast út úr vélinni á fallegum
sumardegi.“
Störf útgefenda strembin
Þrátt fyrir að hafa starfað í og
kringum tónlistarbransann lengi
segist Sváfnir hafa kynnst nýrri
hlið á bransanum síðustu daga.
„Ég ber núna nýja virðingu fyrir
störfum útgefenda. Það er ekki
bara vinna að semja og flytja tón-
list, heldur er það full vinna líka að
koma tónlistinni á framfæri í
verslunum og á vefsíðum,“ segir
tónlistarmaðurinn, en platan er til
sölu í versluninni 12 tónum á
Skólavörðustíg og vefsíðunni
svafnir.bandcamp.com.
Fann frelsið uppi á malbikunarvélinni
Sváfnir Sigurðarson semur, spilar
og syngur á fyrstu sólóplötu sinni
Ljósmynd/Arnar Halldórsson
Við æfingar Tónlistarmennirnir Eðvarð Lárusson, Tómas M. Tómasson,
Kristján Freyr Halldórsson, Sváfnir Sigurðarson og Pálmi Sigurhjartarson.