Morgunblaðið - 23.12.2016, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. DESEMBER 2016
Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is
Þú finnur bílinn á bilo.is Skráðu bílinn á bilo.is
Við óskum viðskiptavinum okkar
og landsmönnum öllum
gleðilegra jóla
Kæli- og frystibúnaður
í allar gerðir sendi- og flutningabíla
Funahöfða 7, 110 Reykjavík, s. 577 6666
TOPPUR ehf
Bifreiðaverkstæði
TOPPUR er viðurkennt
þjónustuverkstæði fyrir
Skemmuvegi 34 • Kópavogi • Sími 557 9711 • toppur@toppur.is
an í jólum og nýársdag. Afgreiðslu-
tíminn er líka langur – það er frá því
í rauðabítið og fram undir kvöldmat
– en lengra fram á kvöldið til dæmis
ef eitthvað er að færð. Viðvera vert-
anna er því mikil og frídagarnir ekki
margir.
„Auðvitað er þetta okkar val. Við
vissum vel að þessu hlutverki fylgdi
mikil vinna og það nánast alla daga.
Annars kemur traffíkin svolítið í
gusum. Það er talsverður gesta-
gangur snemma á mognana og í há-
deginu – en hitt er lausatraffík. Síð-
degis dettur þetta svo niður. Hér
erum við með heimilismat í hádeginu
en eftir áramót ætlum við að bjóða
upp á rétti af matseðli og athuga
með lengri opnunartíma. Fyrir nýtt
fólk tekur alltaf svolítinn tíma að
ávinna sér fastakúnna en við erum
afar bjartsýn á framhaldið hér,“ seg-
ir Katrín að síðustu.
hér oft, snjóruðningskarlarnir koma
í kaffi eldsnemma á morgnana og
kjötsúpu í hádeginu og fólk að aust-
an sem sækir vinnu til Reykjavíkur
eða öfugt tekur hér kaffibollann – og
jafnvel ábót í pappamáli. Og það sem
gefur þessu öllu gildi eru samskiptin
við alls konar fólk; fjölbreyttan hóp.“
Traffíkin í gusum
Sem mikilvægur viðkomustaður
er Litla kaffistofan opin 362 daga á
ári; aðeins er lokað á jóladag og ann-
„Ætli gróðurhúsaáhrifin séu ekki farin að segja til sín,“
segir Stefán Þormar Guðmundsson, sem var 24 ár í Litlu
kaffistofunni en lét af störfum sl. vor. „Á þessum langa
tíma komu yfirleitt nokkrir slæmir veðurdagar. Kannski
einn í október, annar í nóvember og svo var allra veðra
von í jólamánuðinum. Að undanförnu hefur tíðin hins
vegar verið alveg einstök og alltaf fært, utan einu sinni
brot úr degi.“
Stefán Þormar er nú kominn á eftirlaun. „Ef ég ætti
að gefa ráð til fólks í þjónustustarfi þá er það að mæta
viðskiptavinum með gleði; þá verður eftirleikurinn auð-
veldur.“
Allra veðra var von í desember
STEFÁN ÞORMAR VAR 24 ÁR Á VAKTINNI
Stefán Þormar
Guðmundsson
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Mér finnst við hafa reynt á fyrsta
ófærðardegi vetrarins nú á mánu-
daginn þegar loka þurfti leiðinni
milli Rauðavatns og Kamba í rúm-
lega klukkustund, að þessi staður
skiptir máli. Þeir sem þó voru á ferð-
inni stoppuðu gjarnan hér og biðu af
sér svart élið. Svo birti til og þá gat
fólkið haldið áfram eftir að hafa setið
hér í kaffi og spjalli,“ segir Svanur
Gunnarsson, staðarhaldari í Litlu
kaffistofunni í Svínahrauni. Það var
1. nóvember sem Svanur og kona
hans, Katrín Hjálmarsdóttir, tóku
við rekstri þessa fjölsótta veitinga-
staðar; vegasjoppu sem skiptir
miklu máli í vitund margra.
Kjötsúpa og heimabakað
Það var kaffiilmur í loftinu og nýtt
heimabakað brauð með laxi og eggj-
um í kælinum þegar Morgunblaðið
leit við í Litlu kaffistofunni og heils-
aði upp á vertana nýju sem búa í
Þorlákshöfn. „Þetta kemur vel út,
við erum ekki nema 20 mínútur að
heiman og hingað,“ segir Svanur.
Þau Svanur og Katrín koma á
staðinn um klukkan sex á morgnana
og og opna fyrir gestum og gangandi
hálftíma síðar. „Það var frábært að
fá þetta tækifæri og að vera valinn
úr þeim stóra hópi sem sótti um að
taka staðinn á leigu af Olís,“ segir
Katrín. „Við rákum á sínum tíma
sjoppur bæði á Selfossi og Stokks-
eyri en Litla kaffistofan er allt öðru-
vísi dæmi. Hér kemur fólk til þess að
fá sér hressingu og teygja aðeins úr
sér. Flutningabílstjórarnir stoppa
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Gestrisin Katrín Hjálmarsdóttir og Svanur Gunnarsson tóku við rekstri vegasjoppunnar vinsælu 1. nóvember sl.
Kaffispjall í éljagangi
Ný í Litlu-kaffistofunni Mikilvægur viðkomustaður í
Svínahrauninu Skemmtileg samskipti við alls konar fólk
Húsið Vin við veginn yfir fjallið.
Alþingi samþykkti í gær-
kvöldi tillögu allsherjar-
og menntamálanefndar um
að 23 listamenn fái
heiðurslaun greidd úr rík-
issjóði.
Árið 2012 var ákveðið á
Alþingi að þak yrði sett á
fjölda þeirra listamanna
sem geti fengið heiðurs-
launin og geta ekki fleiri en 25
hlotið þau. Heiðurslaunin eru
jafnhá starfslaunum listamanna og
eru veitt að fullu til 70 ára aldurs.
Eftir það er miðað við 80% af
starfslaunum listamanna.
Þrír nýir listamenn bættust við
listann, þau Guðrún Ásmunds-
dóttir leikkona, Hreinn Friðfinns-
son myndlistarmaður og Steina
Vasulka vídeólistamaður. Leikar-
arnir Gunnar Eyjólfsson og Edda
Heiðrún Backman féllu frá á
árinu, en þau voru bæði á lista um
heiðurslaun í fjárlögum fyrra árs.
Á fjárlögum 2017 hljóta fimm-
tán karlar heiðurslaun listamanna
og átta konur.
Þrír nýir listamenn fá heiðurslaun 2017
Hreinn
Friðfinnsson
Steina
Vasulka
Guðrún
Ásmundsdóttir