Kvennalistinn - 01.06.1985, Blaðsíða 3

Kvennalistinn - 01.06.1985, Blaðsíða 3
3 oeVcVennaPóUtík ,„{rÆðV oVcVtai °8 \ iauVega undnust^- hefut venö V hefðbu náttútu- þeitu setu Vtta hotva {orm VögtnaV og- dtíkin. V uauu ttún VaYS^ eins og eittföVd 08 onna tnóúst hans úefut nV'’ vhinutnn cvrir þeitti samU^ virðist oít fknnvngat, sem etu Víatitnannstn og uUt ðbnndnunt tnannieg nr þáttut t he» ^ bvort Vtins vegat ð ma gjöfuha '‘,Æöf^«“sao u„,Skip«08eo „Karlmaðurinn hefur búið til alls konar hug- myndafrœðikerfi, sem hafa breytt gangi mann- kynssögunnar sitt á hvað og þótt menn hafi greint á um ágceti þeirra, hefur enginn borið brigður á rétt hans til að búaþau til." — eflaust hefur þessi starfsskipting heft karla engu síður en konur. Það er þó óumdeilanlegt, að karlar hafa frá öndverðu haft ákveðið frelsi umfram konur — frelsi sem felur í sér réttinn til að skoða, skil- greina og skapa þann heim sem við búum í. Listir, vísindi og menning byggja á gildismati karlmannsins og þeirri viðmiðun sem hann leggur til grundvallar. Hann hefur búið til alls kyns hugmyndafræðikerfi sem hafa breytt gangi mannkynssögunnar sitt á hvað og þótt menn hafi greint á um ágæti þeirra hefur enginn borið brigður á rétt hans til að skapa þau. Það hefur hins vegar verið hlutskipti kvenna í gegnum tíðina, að okkur hefur verið troðið inn í þessi kerfi karlanna. Ef við höfum ekki axlað þau og borið þau á herðum okkar mótþróalaust hefur það valdið írafári miklu í karla- heiminum. Þannig hafa konur sem á einhvern hátt hafa ógnað kerfum karlanna — allt frá dögum Aristótelesar og fram til þessa dags verið taldar VANskapaðar (af því að þær vantar það sem máli skiptir) eða VANvitar (svo vitnað sé í orð háttvirts þingmanns um okkur kvennalistakonur) Konur sem hafa ekki viljað hlíta skil- greiningum karla á sjálfum sér, hafa verið álitnar hættulegar samfélaginu — þær hafa verið brenndar, útskúfaðar eða verið drekkt allt eftir þvx hvaða kerfi hafa gilt á hverjum tíma. Við kvennalistakonur erum því á vissan hátt nornir samtímans þar sem við höfum tekið okkur það frelsi að skapa okkar eigið pólitíska kerfi. Sú pólitík er sprottin úr jarðvegi menningar sem konur hafa ræktaó kynslóð eftir kynslóð, — Hún er sprottin af reiði okkar yfir því að störf okkar eru vanmetin og illa launuð. Hún er sprottin af óttanum við allri heims- byggðinni verði útrýmt vegna gróðahyggju vopnaframleiðenda og skammsýni heimskra stjórnmálamanna. Við höfum farið fram á kvenfrelsi sem felur í sér réttinn til að skapa og við höfum hafnað því jafnrétti sem er fólgið í því að fylgja leikreglum í leik sem ekki getur endað nema á einn veg sé hann leikinn til enda. Samtök okkar eru sprottin af þörf kvenna til að hafa áhrif á samfélag sitt, þess vegna höfum við byggt þau þannig upp að frumkvæði sérhverrar konu nýtist sem best. Þess vegna er enginn formaður í kvenna- listanum né heldur pýramídakerfi, sem flestir stjórnmálamenn telja bráð- nauðsynlegt og gerir allan þorra fólks í þessu landi óvirkt í ákvarðanatöku. Við teljum það mikilvægt, að við skiptum um hlutverk bæði innan hreyfingarinnar og utan- það eykur starfsgleði okkar og gefur okkur færi á að takast á við ólík við- fangsefni hverju sinni. Nú kynni einhver að spyrja hvort við séum þá ekki í kvennalistanum búnar að finna hið eina rétta kerfi — svarið við þeirri spurningu yrði tvímælalaust neitandi. Við gerum okkur alveg ljóst að við erum að ganga nýja slóð þar sem vegvísirinn er okkar innri rödd. Á vegi okkar verða bæði gryfjur og rjóður sem við álpumst inní og ekkert við því að gera. Það sem er hættu- legast og gæti valdið því að við lokuðumst inni í einu slíku skuggabæli væri það, að við byggjum til svo fastmótað hugmynda- fræðilegt og pólitískt kerfi að við hættum að hlusta eftir rödd sjálfra okkar. Þá myndum við lenda á svipuðum villigötum og klerkur sem þyrfti að fletta upp í Biblíunni til að skilgreina kærleikann. Kærleikur, femínismi, og kvennapólitík eru hugtök sem eiga það sameiginlegt að þau verða ekki skilgreind í eitt skipti fyrir öll — þau byggja á tilfinningu okkar fyrir viðfangsefninu hverju sinni. Ef við þyrftum ekki sífellt að leita svara við þeim spurningum sem upp koma — ef við værum búnar að skilgreina í eitt skipti fyrir öll þessi hugtök, þá væri líka stutt í það að við settum upp rannsóknarrétt og brenndum hver aðra á báli fyrir ranga hugmyndafræði eða ranga túlkun á skil- greiningunum. Skilgreiningardauði er alþekktur í flestum þeim kerfum sem maðurinn hefur skapað. Hann leiðir af sér andlegan sljóleika og drepur alla skapandi hugsun. Skilgreiningardauðinn er flótti þekktur í flestum þeim kerfum sem maðurinn hefur skapað. Hann leiðir af sér andlegan sljóleika og drepur alla skapandi hugsun. Skilgreiningardauðinn er flótti frá því að takast á við lífið sjálft og því að leita nýrra leiða við nýjum aðstæðum. Hann er sá skuggi sem hvílir eins og lam- andi farg yfir heiminum í dag — skuggi sem leiðtogar okkar hafa flúið í og hafa komist upp með að flýja í til að fela valdagræðgi sína og sérhagsmuni. Með þessi fastmótuðu hugmyndafræðikerfi sín að vopni hefur þeim tekist að hólfa heiminn niður, í norðrið og suðrið, austrið og vestrið, í vinstri og hægri, kommúnisma og kapítalisma, frjálshyggju og félagshyggju, allir skulu í sín hólf möglunarlaust. Að sjálf- sögðu eru allir óvinir allra hinna hólfanna ef þið skiljið hvað ég meina, og þá liggur næst við að vígbúast, því ekki gengur það að vera varnarlaus, það þarf að sjálfsögðu að undirbúa friðinn, því hvað sögðu ekki forfeður okkar: Gættir allar skulu skyggnast, — því óvíst er hvar óvinir sitja á fletjum o.s.frv. svo vitnað sé í höfund Hávamála sem kunni skil á þessu öllu fyrir þúsund árum. Og samhliða því að vígbún- aðurinn hrannast upp í sérhverju hólfi kemur krafan fram um hinn sterka óskeikula einstakling sem bæði getur varið þá sem sitja skjálfandi í hólfunum sínum fyrir árás úr næsta hólfi og um leið skorið úr um það hvað sé villutrú og hvern skuli brenna. Og hernaðarhyggjan elur síðan af sér leiðtogana hvern af öðrum, sem gæta þess vel að skilgreiningarnar séu allar á sínum stað, óbrigðular eins og kerfin þeirra. En hvort sem leiðtogarnir heita Reagan, Jón Baldvin eða Davíð þá eiga þeir það allir sameiginlegt að þegar þeir falla frá eða þeim er velt úr sessi, þá koma aðrir nýir sem gæta vandlega óvinaímyndanna svo ekkert fari nú úrskeiðis. Nei, eins og líf og dauði haldast í hendur verður skapandi hugsun sífellt að leita svara við mannlegum viðfangsefnum. Skil- greining okkar í dag á sjálfum okkur og umheiminum dugar ekki á morgun. í því felst vandinn við það að vera maður að hafa hugrekki til að láta vinda himinsins næða um sig en flýja ekki inn í einhverja heiliskúta umvafin fölsku öryggi gærdagsins. Það er þess vegna sem við kvennalistakonur látum það eins og vind um eyru þjóta þegar við erum kallaðar villuráfandi vinstri sauðir eða hægri sinnaðir anarkistar. Okkar frelsi felst í því að fá að hlusta eftir á okkar eigin rödd og skilgreina og skapa þann heim sem við búum í — en ekki endanlega. Sú kreppa sem mannkynið er í hefur leyst úr læðingi nýja orku sem er hið skapandi afl kvenna. Út um allan heim eru konur að leita nýrra leiða til að leysa mannkynið úr viðjum víg- búnaðar og firringar. Okkur kvennalistakonum er það ljóst að okkar leið er ekki sú eina sem hægt er að fara. En hún er sú leið, sem við höfum valið okkur sjálfar og sem við teljum að geti skilað árangri. María Jóhanna Lárusdóttir

x

Kvennalistinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennalistinn
https://timarit.is/publication/1236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.