Kvennalistinn - 01.06.1985, Blaðsíða 13

Kvennalistinn - 01.06.1985, Blaðsíða 13
_____________________________________________________________________________________________________________________________13 Laun ógiftra kvenna á aldrinum 23—44 ára eru sambærileg við laun unglingsstráka og karla á ellilífeyrisaldri. Starfshópar Starfshópur um launa og sjáv- arútvegsmál hefur meðal annars á verkefnaskrá sinni athugun á launum fiskvinnslufólks, sér í lagi bónuskerfið sem við teljum að þurfi að endurskoða. Þó svo við vitum að það geti reynst erf- itt, vegna þess hversu flókið bónuskerfið er. Okkur þykir óeðlilegt að byrjunarlaun fisk- verkunarfólks nái ekki lámarks- launum í landinu. Ætlun er að gera samanburð á meðallaunum kvenna í hinum ýmsu frystihúsum. Einnig að kanna hvernig hlúð er að sjávar- útvegsmálum hér á Höfn, þar sem allt byggist á sjávarútvegi. Hvernig er t .d. komið fyrir inn- siglingar og hafnarmálum? Þar sem nú fer sumar í hönd tökum við okkur frí en höldum áfram af fullum krafti í haust. Sveinbjörg Jónsdóttir Sími 97-8533 Unnur Garðarsdóttir Guðrún R. Aðalsteinsdóttir Sveitarstjórnarhópur Þessi hópur fór af stað í lok febrúar. Markmiðið er að kynna sér sveitarstjórnarmál og liður í því að sitja hreppsnefndarfundi. Hefur það verið mjög gagnlegt og erum við fróðari en áður um það hvernig sameiginlegum fjár- munum sveitarfélagsins er ráð- stafað. Fyrsta verkefni þessa hóps var að senda hreppsnefnd bréf, sem fékk góðar undirtektir. Þar var þess farið á leit að gengist yrði fyrir trjáplöntunardegi nú á ári æskunnar. Myndu þá foreldrar kaupa og setja niður 1 tré fyrir hvert barn sitt. Þar sem þetta er barnmargur bær gæti þetta orðið dágott skógarrjóður. Ýmis verkefni eru framundan og ber þar hæst borgarafundur sem vonandi verður haldinn á næstunni. Þar ætla konur að fjöl- menna og auka þekkingu sína eftir bestu getu. Það hefur sýnt sig að þarna eru á ferðinni áhugaverðir málaflokkar sem varða okkur öll og munu SKASS ekki láta sitt eftir liggja. Guðný Hafsteinsdóttir Guðrún Ingimundardóttir Helgi Geir Sigurgeirsson sundlaugarvörður. „Mér líst vel á þetta, þær ættu hiklaust að drífa sig í framboð". Guðrún Ingimundardóttir Unnur Garðarsdóttir Eitt skass í KASK! Kaupfélag Austur-Skaftafellssýslu var stofnað árið 1920 og hefur alla tíð haft víðtæka starfsemi hér x sýsl- unni. Konur hafa frá upphafi verið félagsmenn í KASK. en hafa, fram að þessu, lítið látið til sín taka á deildar- fundum og á aðalfundum. Nú hefur orðið breyting á. Hér á eftir fer viðtal við Svövu Kristbjörgu Guðmunds- dóttur, sem var ein af kjörnum fulltrúum á aðalfundi KASK. 1985- — Hvað hefur þú verið lengi félagsmaður í KASK? Frá því um haustið 1980. En þar áður hafði ég starfað á skrifstofu félagsins á árunum 1967—74 að undanskildum þeim vetrum er ég sat Samvinnuskólann og framhaldsdeild hans. Á þessu tímabili vann ég einnig einn vetur hjá SÍS. — Hvers vegna gekkst þú ekki í KASK. fyrr en 1980? Mér datt það bara aldrei í hug. En þegar ég loksins lét af því verða var það vegna hvatningar eins starfsmanna félagsins. — Hver hefur þátttaka þín verið sem almennur félagsmaður? Þó skömm sé frá því að segja hefur hún verið lítil. Árið ’84 lét ég þó verða af því að sitja deildarfund Hafnardeildar. — Segðu okkur frá þeim fundi. Þar voru u.þ.b. 30 félagsmenn mættir, þar af 6 konur. Það sem at- hygli mína vakti þá var að við kjör fulltrúa deildarinnar voru allar konurnar frystar úti og náði engin þeirra kjöri. — Á síðasta deildarfundi varð breyting á. Hvað gerðist? Á einum fundi kvennalistans í haust barst þetta í tal. Kom þá í ljós að fáar konur voru félagsmenn. í framhaldi af því tóku konur sig sam- an og gengu í kaupfélagið, með það fyrir augum að fjölmenna á deildarfundinn 1985. — Hvemig tókst til? Á fundi Hafnardeildar í apríl sl. voru mættir u.þ.b. 90 manns þar af, að minnsta kosti, 35 konur. Eins og sjá má af þessu hefur fundar- sókn þrefaldast og megum við vel við una. Og af 12 kjörnum fulltrú- um á aðalfund voru 4 konur, og 5 varamenn af 6 voru konur. Einnig náði kona kosningu sem varadeildarstjóri. — Hver var þátttaka kvenna á aðalfundinum? Það fór svo að fimm konur sátu fundinn úr Hafnardeild og ein úr Öræfadeild. Einnig sátu margar konur sem áheyrnarfulltrúar. Konur tóku virkan þátt í umræðum á fundinum, bæði kjörnir fulltrúar og áheyrnarfulltrúar. — Þú varst framsögumaður um sérmál fundarins sem var ,,Þátttaka kvenna í Samvinnuhreyfingunni". Hvemig kom það til? Þetta málefni er sérmál á aðalfundi SÍS í ár og Kaupfélögin voru hvött til að hafa þetta á dagskrá aðalfunda. Kaupfélagsstjórinn bað mig um að hafa framsögu og skoraðist ég ekki undan því. Ekki fannst okkur konum að karlmennirnir almennt væru tilbúnir til að ræða þetta mál af skynsemi. Þó var samþykkt að fela stjórninni að taka málið aftur á dagskrá á haustdögum. — Þú ert annar kjörinna fulltrúa á aðalfundi SÍS. Hvemig leggst það í þig? Ég hlakka til að sjá hvernig þessir fundir fara fram, og taka þátt í frekari umræðu um þátttöku kvenna í Samvinnuhreyfingunni. — Hvaða erindi eiga konur, að þínu mati, ífélagsdeildir kauþ- félaganna og í Samvinnuhreyfinguna altnennt? Ef ég tek Kaupfélagið hér sem dæmi þá er það stærsti atvinnurek- andinn og þjónustuaðilinn til sjávar og sveita. Öll starfsemi þessi hefur víðtæk áhrif á líf fólks almennt jafnt kvenna sem karla. Ég tel að tími sé til þess kominn að konur hætti að vera eingöngu hlutlausir áhorf- endur, og verði virkari þátttakendur í því samfélagi sem við búum í. Hugmyndafræði Samvinnuhreyfingar innar er frelsi, jafnfrétti, bræðralag og því ættu konur að eiga auðveldara með að komast til áhrifa innan hennar en víða annars staðar í þjóðfélaginu. Að lokurn vil ég hvetja konur til að taka höndum saman og gerast virkir með- limir í sínum kaupfélagsdeildum. Því að með samstöðu náum við ár- angri. Helga Gunnarsdóttir ,___, UMBORNIN PAÐ GERIR (€LKO) OG FRAMLEIÐIR TENGLA MEÐ „BARNAVERND“ Reynslan hefur sýnt aðþörf er á að fyrirbyggja slys á heimilum — Maður veit aldrei á hverju bömin taka uppá. FAGMENN ættu að hugleiða öryggið sem Elko veitir börnum. Jtf RÖNNING Sundaborg, simi 84000

x

Kvennalistinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennalistinn
https://timarit.is/publication/1236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.