Kvennalistinn - 01.06.1985, Blaðsíða 10

Kvennalistinn - 01.06.1985, Blaðsíða 10
10 Guðrún — Guðrún, hvemig líður þér í kvennabaráttu og á þingi? Mér finnst ég alveg ótrúlega heppin! Þarna kem ég aftur til ís- lands eftir 13 ára búsetu erlendis, tilbúin til að taka upp þráðinn í fjölskyldu- og vinatengslum og rækta samskiptin eftir svo langa aðskilnað og önnum kafin við að byggja hreiður á ný og koma fjöl- skyldunni fyrir. Það eru þó varla liðin nema tvö ár þegar ég hef eignast heilan hóp af vinkonum og kunningjakonum í gegn um starfið í Kvennalistanum, þrótt- miklum, jákvæðum, hugrökkum og fjarskalega skemmtilegum kon- um. Mér finnst það hrein auðlegð. — Hvað hefur þér fundist einna jákvœðast í starfinu? Það sem mér finnst t.d. mjög ánægjulegt og lærdómsríkt er að sjá hvernig ákveðin vinnubrögð spretta líkt og sjálfkrafa upp úr samskiptum okkar. Við höfum eins fáar reglur og hægt er að kom- ast af með, mikill sveigjanleiki ein- kennir vinnubrögðin og jafnframt sterk löngun til að koma til móts við þarfir og hugmyndir sem flestra, án þess þó að brjóta gegn betri vitund eða sannfæringu. Sá velvilji sem almennt ríkir meðal okkar, þótt við séum ólíkar bæði að persónugerð og reynslu, eflir mjög sjálfstraust okkar allra og hans vegna verður sá skilningur ríkjandi að þrátt fyrir allt er það meira sem sameinar okkur en sundrar. Jú, auðvitað koma upp ágrein- ingsmál og það er alltaf ríflegur skammtur af erfiðleikum og hindrunum en einhvern veginn verða þeir aldrei óyfirstíganlegir þegar slík samstaða ríkir. — Heldur þú ekki, að skiþulag Kvennalistans hafi þarna sitt að segja? Jú. í námi og starfi hef ég kynnst vel þeirri samkeppni og baráttu, sem gildir almennt á þeim vett- vangi þar sem karlar keppa um frama. Auðvitað er slíkt ekki algilt og misjafnt hve ríkjandi það er í hópi einstaklinga. Vinnubrögð í grasrótarhreyfingu eins og Kvennalistanum eru samt mjög ólík. Þar er stöðug viðleitni og vilji til að skiptast á, dreifa hlut- deild, vinnu, ábyrgð og ánægju á sem flestar. Þetta hefur verið kall- að valddreifing, en það er kannski ekki nógu gott orð, því vald okkar er lítið og það er heldur ekki það mikilvægasta í okkar huga nema hvað varðar vald yfir eigin lífi og viðfangsefnum. En þessi háttur er þó mjög áhrifaríkur til þess að virkja okkur til þátttöku og örva frumkvæði. Það er hætt við því að allur þorri fólks verði óvirkur þeg- ar hinir sjálfsöruggu og vönu taka alltaf frumkvæðið, eru fyrstir til, hafa orð fyrir öðrum. Við erum mjög meðvitaðar um þennan . vanda því þetta óvirka þegjanda- hlutverk er konum svo tamt í ná- vist karla. Það er okkur svo eigin- legt að þegja og hlusta á karlana tala og hafa vit á hlutunum enda eru uppeldisfyrirmyndir okkar svo margar á þann veginn. Mér dettur í hug framúrstefnulegur saumaklúbbur í Breiðholti sem bauð Kvennalistakonum á fund til sín í kosningabaráttunni 1983. Eiginmennirnir voru mjög áhuga- samir um að mæta í klúbbinn á þennan pólitfska fund til að skegg- ræða við þessar Kvennalistakonur sem mættu. Það fór svo að þeir héldu orðinu og meðlimir sauma- klúbbsins sátu mest þögular og hlustuðu á karlana sína tala um pólitík. ,,En er þetta ekki ykkar saumaklúbbur, voru það ekki þið sem buðuð okkur — af hyerju lát- ið þið karlana taka af ykkur orð- ið?“ spurðu Kvennalistakonurnar. , Já, ég veit og þetta er ekki hægt“- sögðu þær en brátt féll allt í sama farið. Ég held að þessi uppeldis- áhrif séu ómeðvituð en samt mjög sterk: ,,Þú mátt ekki rífast allt of mikið við strákan Gunna mín, þá dansa þeir ekki við þig á dansæf- ingunum" var sagt við mig þegar ég, unglingurinn, þóttist hafa spjar- að mig vel í rökræðum. Þetta er eldgömul lexía! — En svo ernú málgleðin líka misjöfn í kvennahóþum! Já, já. Þó að þessi hegðun sé meira áberandi milii kynja al- mennt gildir hún líka milli ein- staklinga án tillits til kynferðis. Þegar við Kvennalistakonur fór- um í hringferð um landið í fyrra sumar, var mjög rík tilhneiging til að tefla fram þingkonunum bæði til ræðuhaida og til að sitja fyrir svörum. Bæði var að heimafólk vænti þess og svo fannst stöllum okkar að við værum svo vanar og svo miklu beíri en þær! Ef slík við- horf, ráða verða þau vanari sífellt meira vön en hin eru jafn óreyndu og áður. Við reyndum því alltaf að spyrna við fótum. Og þegar hringferðinrii lauk höfðu flestar í hópnum, sem var í ferð- inni, haldið ræðu, lesið ,• upp ljóð, setið fyrir svörum eða stjórn- að fundi ,,og allar komu þær aftur og engin þeirra dó“! Svona lagað finnst mér leiða hugann að því hversu marga smásigra við kon- urnar þurfum að vinna á sjálfum okkur áður en við þorum, viljum og getum. I kvennahreyfingu er maður alltaf að sjá slíka sigra. — Nú, svo hefur þessi tími ver- ið mjög lærdómsríkur, eitt af því sem mér hefur fundist skemmti- legast er að kynnast fjarskalega mörgum ólíkum málefnum þjóð- félagsins. í amstri daganna hverf- ur tíminn jafnan frá manni í eigið starf, í fjölskyldu og vini og flestir vita næsta lítið um hlutskipti þeirra, sem sinna ólíkum störfum. Þegar ég fór á hvern vinnustaðinn á fætur öðrum í kosningabarátt- unni skynjaði ég hve lítið ég vissi um hagi annarra, í hverju störf þeirra eru fólgin, hvers eðlis vandamál þeirra eru o.s.frv. Þó að misskipting lífsgæða og óréttlæti eigi sér margar og flóknar orsakir, held ég að fáfræði eða skortur á vitneskju og skilningi á hlutskipti annarra sé þar veigamikill orsaka- þáttur. ,,Af hvefju borða þeir ekki kökur“ á Marie Antoinette Frakka- drottning að hafa spurt, þegar hún frétti að almúginn í París hefði ekki brauð að borða. Að afla sér vitneskju og reyna með því að skilja hlutskipti annarra er nokk- uð, sem ráðamenn verða einatt að gera, en ég efast stundum um að svo sé í raun. Ég kom reyndar að þessu í eldhúsdagsumræðunum um daginn; hversu miklu máli það skiptir að á þinginu starfi fólk, sem ber skynbragð á þarfir þjóð- félagsins og á vilja þess. Mér geng- ur oft illa að trúa því að meirihluti þjóðarinnar sætti sig við það verð- mætamat, sem oftast hefur ráðið ferðinni á nýloknu þingi. — Skiþulag Kvennalistans miðar ekki síst að því að tengslin rofni ekki? Ég held að skipulag okkar tryggi það sæmilega vel, já. Við höfum gjarnan það sjónarhorn, þegar við tökum afstöðu til einstakra mála — ef afstaða er ekki mótuð af stefnuskránni — að meta hvernig áhrif málið hefur á stöðu kvenna og barna. Það getur verið mjög skemmtileg hugarleikfimi að komast að niðurstöðu eftir þeim leiðum um málefni sem virðast í fyrstu ekki koma börnum og kon- um beinlínis við! Og svo erum við alls ekki einar um ákvarðanatök- una einmitt vegna skipulags okk- ar. Konur hafa verið mjög dugleg- ar að starfa í bakhópum, þar sem fjallað er um ýmsa málaflokka. Oft hafa þær hlaupið fljótt til þeg- ar taka þarf með hraði ákvörðun í mikilvægum málum. — Finnst þérþið hafa árangur sem erfiði? Það má efast um það, hve miklu þrjár konur á íslensku Alþingi fá áorkað til að breyta heiminum en einhvers staðar verður að byrja. Sagði ekki franskur karl fyrir löngu að hvert okkar ætti að rækta sinn garð. Þótt við byltum e.t.v. ekki björgum þá finnst mér ég þegar verða vör við árangur. Sumt er erfitt að mæla, svo sem eins og vorilm í lofti, — en mér finnst að fleiri séu óhræddir við að taka þátt í umræðum á forsendum hinna mannlegu verðmæta, — það er mikilsverður árangur. Og við höf- um svo sannarlega fengið einhver af okkar málum samþykkt á þessu þingi. Síðast en ekki síst hlýtur vera okkar á Alþingi að vera mjög mik- ilvæg á táknrænan hátt. Það að konur komist á sínum eigin for- sendum inn á karlasamkundu eins og Alþingi og lifi þar af, er mikil- vægt. Það styrkir aðrar konur í að vinna þá sigra, sem þær þurfa til að þora, vilja, geta. Um leið og mér finnst það nauðsynlegt að hver og einn rækti garðinn sinn, þá er það jafnframt nauðsynlegt að brjóta niður múrana umhverfis eigin lífsreynslu til þess að hún megi renna saman í það pólitíska afl, það hreyfiafl, sem samstaða kvenna er. Þannig þokum við mál- um okkar best áleiðis. Mér finnst við vera að brjóta múra. . . — Og þínir eigin múrar? Að vissu leyti erum við þing- konurnar eins konar samnefnarar fyrir reynslu annarra kvenna, ef okkur tekst að túlka hana. Það er mjög verðmætt að fá tækifæri til að starfa af alefli fyrir málstað, sem maður hefur sterka sannfær- ingu fyrir. Aldrei hefði mér að vísu dottið í hug eða leitað eftir því að gera það á annan hátt, þ.e. með því að gerast þingkona en sú varð nú raunin á. Þetta starf veitir að mörgu leyti óvanalega reynslu af því að það er mjög nærgöngult við persónu þína. Það er mjög verð- mætt þrátt fyrir allt að kynnast eigin veikleikum og styrk undir þeim ólíku aðstæðum, sem starfið býður upp á. Þó að reynslan færi aukið öryggi og sjálfstraust erum við þó hvergi nærri sjóaðar og mér finnst ég fá og hafa fengið ómetan- legan stuðning frá öðrum konum. Án virkra og lifandi tengsla okkar þingkvenna við aðrar væri starfi okkar óvinnandi og reyndar út í hött. Að lokum vil ég segja að reynsla mín af þessu samstarfi s.l. 2 ár hef- ur gefið mér óbilandi trú á hæfi- leikum fólks til að vinna saman. Guðrún Agnarsdóttir • Sigrtður Dúna Kristmundsdóttir • Kristín Halldórsdóttir KLristín — Skyldi ekki vera öðru vísi að vera þingmaður fyrir lands- byggðarkjördœmi en fyrir Reykjavtk? —Jú, ég held það hljóti að vera, ég efast um, að Reykjavíkurþing- mennirnir séu að eins miklu leyti þingmenn kjördæmis síns og aðr- ir. Ég þekki auðvitað best hvernig þetta er í Reykjaneskjördæmi. í því eru 15 sveitarfélög og sá hátt- ur er hafður á, að þingmennirnir fara saman um kjördæmið einu sinni á ári — þá venjulega áður en þing kemur saman á haustin. Við hittum þá sveitarstjórnirnar og aðra forsvarsmenn og fáum nokk- urs konar skýrslu yfir ástandið og nauðsynleg verkefni. Okkur eru þá sýndir hálfbyggðu skólarnir og vatnslausu sundlaugarnar! — R- eyndar má segja að ég fái tvöfald- an skammt af þessu því ég sit í fjár- veitinganefnd, sem hefur það verkéfni meðal annars að taka á móti sveitarstjóynarmönnum og reyna að koma tií móts við sjónar- mið þeirra. — Hvað um tengsl þín við kjósendur og grasrótarstarfið? Er þetta ekki tímafrekara og erf- iðara fyrir þig en þingmenn Reykjavíkur? Sambandið hlýtur að vera öðru- vísi, það er altént lengra að fara! Ég vildi gjarnan hafa miklu meira samband við fólk almennt í kjör- dæminu, en það er þetta með tímaleysið. Nú, en við héldum fundaröð í kjördæminu sl. vetur, bæði til að kynna störf og stefnu Kvennalistans og svo ekki síður til að kynnast málefnum kvenna og konunum sjálfum. . . — Ein sþuming á ská! Stund- um ersagt að þingmenn utan af landi standi mikið í reddingum fyrir kjósendur sína, lendurþú í slíku? — Það hefur ekki verið mikið um það, kannski sumpart vegna þess, að ég hef auðvitað ekki mikil völd — sem betur fer liggur mér við að segja. Bæði er, að karlmenn eru oft í betri aðstöðu til að redda hlutunum, hafa frekar innhlaup í kerfið, og svo er ekki síður hitt, að ég er nú ekki hlynnt því, að þing- menn séu í fyrirgreiðslupólitík af þessu tagi, mér finnst það ekki rétt leið í atkvæðaöflun — eða til fyrirmyndar. En vissulega hefur verið leitað til mín eins og sjálf- sagt allra þingmanna, þá einkum í sambandi við húsnæðisvandræði, og mér dytti aldrei í hug að neita að gera það litla, sem ég get í þeim málum. — Eins og þú sagðir, þá hafið þið Kvennalistakonur staðið fyr- ir fundaröðum um allt land til að kynna Samtökin og kynnast málefnum kvenna, eru þau mjög breytileg eftir. landshlut- um? — Nei, þau reynast vera ósköp svipuð hvar sem er á landinu. Efst á blaði er næstum alls staðar hversu fábreytt atvinnutækifærin eru. — Á það ekki við utn karlana líka? — Jú, það má segja það. En það er atvinna karlanna, sem í flestum tilvikum ræður búsetunni, svo að það horfir öðru vísi við þeim. í öðru lagi brenna skólamál mjög á konunum hvar sem er og svo dagvistunarmálin. Úti á landi er miklu dýrara að kosta börn í framhaldsnám og þar eru ekki sömu valkostir fyrir hendi. Og svo má nefna ýmis réttindamál, það er alltaf að renna betur upp fyrir konum hversu slæm réttar- staða þeirra er hvað varðar t.d. líf- eyri, fæðingarorlof, örorkubætur o.fl. — Svo við snúum okkur að

x

Kvennalistinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennalistinn
https://timarit.is/publication/1236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.