Kvennalistinn - 01.06.1985, Blaðsíða 8

Kvennalistinn - 01.06.1985, Blaðsíða 8
8 — Haskolamenntaðir karlar eru Suðurlandsangi Samtaka um kvennalista var stofnaður þann 10. nóvember s.l. á fundi í Tryggvaskála á Selfossi. í fram- haldi af honum voru stofnfundir haldnir á Hellu á Rangárvöllum og í Vík í Mýrdal. Þann 16. febr- úar s.l. var svo haidinn félags- fundur í Gamla Iðnskólanum á Selfossi, þar sem aðallega var n.Ltt um framtíðina, hvernig haga skyldi starflnu. har var kosin framkvæmdanefnd, sem í eru þær Kristjana Sigmundsdóttir, Sigrtður Jensdóttir, Guðrún S. Þórarinsdóttir, Svanhildur Jóns- dóttir og Nanna Þorláksdóttir. Upp úr því hafa kvennalistakon- ur hittst í Árseli á laugardags- morgnum og rabbað saman yfir kaffibolla, en eins og gefur að skilja eru það aðallega konur frá Selfossi og nágrenni. Það gerir starfið vissulega erfiðara, hvað vegalengdir eru miklar í kjör- dæminu, kannski verður eðlileg- ast að hópar kvenna starfi hér og þar, eftir því sem best hentar, og þá að þeim málum sem helst brenna á konum þar um slóðir. Kvennalistakonur af suðvestur- horninu hafa verið frábærlega duglegar að koma á fundi til okkar á Suðurlandi, til dæmis komu fjórar konur á kynningar- fund á Flúðum í Hrunamanna- hreppi, 27. apríl s.I. Fundurinn var haldinn til að kynna konum í uppsveitum Árnessýslu kvenna- listann, en ekki stður til að kynnast viðhorfum þeirra og baráttumálum. Má hiklaust segja að það hafi tekist vel og að allar hafi orðið einhverju fróðari, enda var þetta hinn skemmtileg- asti fundur. Jóhanna María l.ár- usdóttir sagði frá aðdraganda að stofnun samtakanna, fyrstu kosn- ingabaráttunni og starfinu yfir- leitt, Sigríður Dúna sagði frá þingstörfum og gerði grein fyrir helstu baráttumálum kvennalist- ans á þingi. Kristjana Signtunds- dóttir sagði frá hclstu baráttu- málurn kvenna á Selfossi og í þorpunum við ströndina en þad eru atvinnumálin og launamálin. Urðu fjörugar umræður um þessi mál og flciri. Virðast góðar horf- ur á að suðurlandsanginn vaxi og dafni og teygi sig út um allar sveitir. Guðrún Sveinsdóttir. með 47,0% hærri launen háskólamenntaðar konur fyrir dagvinnu. Fyrir mæld og ómælda yfirvinnu eru þeir með 80,0% hærri laun ungum stúlkuirí ,,Ég er mjög uggandi um framtíð barna í dag, sérstak- lega stelpna, því mér finnst allt stefna í það að fyrirtæki rísi upp með hjálp ódýrra vinnukrafta, þ.e.a.s. kvenna sem ekki hafa sérmenntun“. Þetta segir Kristjana Sig- mundsdóttir en hún flutti einmitt erindi um þetta efni á ráðstefnu sem haldin var á Selfossi í maí s.l. Yfirskrift ráðstefnunnar var ,,Árið 2000“ og þar var fjallað um at- vinnumál og lífskjör framtíðarinnar. Að ráðstefnunni stóðu Verkalýðsfélagið Þór, Alþýðusamband Suður- lands og Neytendafélag Selfoss og þrír karlar höfðu framsögu. Aldrei fór það þó svo að engin kona fengi að tjá sig um þetta efni, því fulltrúum flokkanna var boðið að tala og þar með Kvennalistanum. Fulltrúi hans, Kristjana, flutti eftirfarandi erindi á þessari ráðstefnu: Það er ótrúlega stutt í næstu aldamót, ekki nema fimmtán ár. Eins og konum er títt að gera, miða ég margt við aldur barna minna og því hugsa ég í dag til dóttur minnar, sem er tíu ára núna en verður tuttugu og fimm um aldamótin. í fljótu bragði sé ég ekki bjarta fram- tíð í augsýn fyrir stelpur á hennar aldri. Eða getur sirkuslífið í at- vinnu-, launa- og skólamálum breyst svo mikið á þessum fimmtán árum á meðan allir eru að revna að sigra í karlakeppninni um það hver sé stærstur, mestur og bestur? En lítum fimmtán ár aftur í tímann og skoðum möguleika stelpn- anna þá. Fyrir fimmtán árum var landsprófssían enn þá til og stúlkur, sem komust í gegn um hana fóru í menntaskóla og síðan flestar í há- skóla. Þær sem höfðu gagnfræðapróf gátu fengið inngöngu í ýmsa skóla, t.d. í kennaraskóla, fóstruskóla, hjúkrunarskóla, ljóðsmæðra- skóla. Þær gátu þannig aflað sér góðrar starfsmenntunar. Hvaða möguleika á stúlkubarnið í dag, þegar landsprófssían er afnumin og allir EIGA að hafa sama rétt til náms. Lítum á það: Ef liana langar til að fá starfsmenntun í hinum hefðbundnu kvennagreinum, t.d. ífóstrun, hjúkrun eða ljósmóðurstörfum, verð- ur hún fyrst að ljúka stúdentsprófi áður en hún kemst í sérnám. í Aukin menntun hefur ekki fært okkur hærri Strákurinn, jafnaldri hennar, sem aflar sér sérmenntunar í hefð- bundnum karlagreinum í iðnaði, getur lokið sínu námi á meðan hún er enn á stúdentsbrautinni. Hann getur verið kominn á gott kaup þegar hún er að byrja sitt sérnám. Langi hana til að verða ljósmóðir, dugir ekki minna en fjögurra ára nám í hjúkrunarfræðum fyrst til þess að fá svo aðgang að ljóðsmæðraskólanum. Ef stúlkan hins vegar fer ekki í framhaldsskóla eftir grunnskóla- próf, heldur fer í vinnu við þjónustu eða framleiðslustörf, býður hennar óöryggi í atvinnumálum vegna sérmenntunarleysis og svo lág laun. Hún giftist e.t.v. ung eignast barn (eða börn) og þá bætist við hinn ógnvekjandi vandi í húsnæðismálum og óöryggi í dagvistun. Niðurstaðan er því þessi: Ef stúlkan á ekki mjög auðvelt með nám eða hefur ekki áhuga á mjög löngu námi, hefur hún engan mögu- leika á sérmenntun sem veitir henni atvinnuöryggi að einhverju marki. Og um laun kvenna mætti svo tala í allan dag, þvf það er sama hvort konan fer menntaveginn eða ekki — hún er alltaf á lágum laun- um miðað við karlmenn, ekki síst ef talað er um hinar hefðbundnu kvenna- og karlagreinar. Ljósmóðir hefur sex ára háskólanám að baki rétt eins og læknirinn. Ég get ekki annað en kallað þetta aðför að ungum stúlkum og ef þessi þróun heldur áfram er ekki birtu að sjá yfir aldamótaárinu fyrir ungar konur. En hvað er til ráða? Víst má segja að enginn banni stúlkum að læra t.d. járnsmíði, en hefðin breytist ekki á einum degi og varla á fimm- tán árum og því eigum við ekki að halda okkur að kvennagreinun- um? Maður er ekki fyrr búin að fagna því, að allir eigi að hafa sama rétt til náms. Svo kemur þessi „bilun'* í ljós í menntunarmálum kvenna. Hver er ástæðan? Liggur hún í skólakerfinu? Vantar meiri námsráðgjöf fyrir stúlkur? Enginn vafi er á því að menntun er máttur og góð menntun er undir- staða atvinnulífsins og þjóðlífsins, en það er of mikið ósamræmi á milli aukinnar menntunarkröfu til kvenna og minnkandi launa. Við það verður ekki unað lengur. Það verður kannski þjóðhagslega hagkvæmt að binda konur heima svo mönnum (körlum?) sé kleift að stunda „arðbæra, nytsama vinnu“?! KAUPFÉLAG AUSTUR-SKAFTFELLINGA Þjónustumiðstöðin Skaftafelli í versluninni: allar nauðsynlegar matvörur, búsóhöld, vefnaðarvörur o.fl. í veitingasölunni: Heitur matur og grillréttir Opið fró kl. 9—22 alla daga. Þjónustumiöstöö Kaupfélogs Austur-Skaftfellinga Þjóögaröinum, Skaftafelli inlerRent bilaleigan býður yður fulltryggöan bil á næ’stum hvaöa flugvelli erlendis sem er - nýja bíia af þeirri stærö. sem hentar yður og fjofskyldu yöar Vér útvegum yöur afslatt - og jafnvel er leiguupp- hæöin lægri (ekkert kilómetragjald) en þér þurfiö aö greiða fyrir flutning á yðar bíl meö skipi - auk þess hafiö þér yöar bíl aö brottfarardegi hér heima. Veröi óhapp. tryggir interRent yöur strax annan bíl, i hvaöa landi sem þér kunniö aö vera staddur i. interRent er stærsta bílaleiga Evrópu, vér veitum yöur fúslega allar upplýsingar. interRent interRent á (slandi / Bílaleiga Akureyrar Reykjavík - Skeifan 9 - Símar: 86915, 31615 Akureyri - Tryggvabr. 14 - Símar: 21715, 23515 Telex: 2 3 3 7 IR ICE IS

x

Kvennalistinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennalistinn
https://timarit.is/publication/1236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.