Kvennalistinn - 01.06.1985, Blaðsíða 16

Kvennalistinn - 01.06.1985, Blaðsíða 16
16_____________________. ___________________________________________ — Það var ekki fyrr enárið 1979aðsettarvoruframkröfuráþinRiASÍumdagvistunfyriröllbörn. Samaárvoru u.þ.b. 65-000 konur úti á vinnumarkaðnum. Eins og flestum mun kunn- ugt ákváðu Sameinuðu þjóð- imar að helga áratuginn 1976—1985 konum og þeirra jafnréttis- og kjarabaráttu. Nú líður að lokum áratugarins og vilja konur gjarnan reka enda- hnútinn á með myndarbrag. Kvennaframboðið á Akureyri velti boltanum af stað hér á Akur- eyri síðastliðið haust. Það boðaði til fundar 3- október og var félags- konum gert að bjóða upp útávið. Á þeim fundi kom fram áhugi fyrir .því að eyfirskar konur tækju höndum saman á þessu ári. Var kosin 5 manna undirbúnings- nefnd sem síðan skrifaði öllum kvennasamtökum sem vitáð var um á Eyjafjarðarsvæðinu, rúmlega 30 talsins, ogboðaði til fundar 11. nóvember. Sá fundur var ekki fjölmennur en þær sem þar voru mættar voru mjög áhugasamar. Komu fram margar hugmyndir um hvað mætti gera til að vekja athygli á störfum og kjörum kvenna en ekki þótti vert að taka neinar ákvarðanir fyrr en boðað hefði verið til almenns fundar. Það var gert 26. janúar og var fundarsókn góð. Gerður var góð- ur rómur að ýmsum þeini hug- myndum er komu fram á nóv- emberfundinum og nýjum bætt við. Að lokum var ákveðið að stofna eftirtalda starfshópa: Bókmenntahóp er leitaði uppi ritverk eyfirskra kvenna og kynnti þau á einhvern hátt. Forsvarsmað- ur hópsins er Ragnhildur Braga- dóttir, s. 25798. Fjölmiölahóp sem myndi þrýsta á fjölmiðla um að birta efni um og eftir konur og hvetja konur til að láta í sér heyra. í forsvari er Aðalheiður Steíngrímsdóttir, s. 25251. Heimilisiðnaöarhóp. Hann skyldi leita uppi handverk kvenna á Eyjafjarðarsvæðinu og halda s- ýningu á þeim. Forsvarsmaður er Júdith Sveinsdóttir, s. 24488. Launa- og kjaramálahóp er myndi afla upplýsinga um kjör kvenna, koma þeim á framfæri og reyna að auka umræðu um laun og kjör kvenna. Forsvarsmaður hópsins er Þóra Hjaltadóttir, s. 23005. Leikiistarbóp sem myndi kynna verk eyfirskra kvenhöf- unda og e.t.v. fá gestaleik frá Reykjavík. Þar er í forsvari Sigríð- ur Schiöth, s. 26480. Myndlistarhóp er stæði fyrir sýningu á myndlist eftir konur á Eyjafjarðarsvæðinu. Forsvars- maður er Svanfrfður Larsen, s. 21261. Trjáplóntunarhóp. Hann skyldi standa fyrir og sjá uin al- menna trjáplöntun kvenna við Eyjafjörð 19. júní Síðast en ekki síst var ákveðið að skora á konur á Eyjafjarðar- svæðinu að taka sér frí frá störfum 24. okt. n.k. og funda um kjara- niál kvenna. Undirbúningsnefnd skipa: Ás- laug Axelsdöttir, s. 23411, Edda Jensen, s. 63151, Elín Stephensen, s. 25244, Hjördís Gunnþórsdóttir, s. 26091, Katla Sigurgeirsdóttir, s. 26084, Soffía Guðmundsdóttir, s. 24270 og Valgerður Magnús- dóttir, s. 24782. Nefndin hefur tekið sér nafnið Samstarfshópur ’85. ,,Leiðin hlýtur að liggja á svig við verkalýðsforystuna‘ ‘ Á AKUREYRI Staða verkakvenna á Akureyri er slæm, einkum og sér í lagi þeirra sem fiskvinn'slu stunda. Fólksflótti úr þessari starfsgrein er áberandi um allt land. Ástæðu þess má rekja til mikils vinnuálags ásamt vaxandi kröfu um vörugæði, án þess að laun hækki að sama skapi. Þegar starfsmaður fær sífellt minna fyrir sitt aukna erfiði, endar það með því að hann gefst upp. Úrbóta er lítt að vænta hér hjá okkur. Konur í stjórn Einingar eru bundnar flokkspólitískt og trúnaður þeirra við ,,flokkinn“ situr fyrir bættum hag verkafólks. Síðan ræður A.S.Í. afstöðu verkalýðsfélags- ins Einingar. Þá kemur til ríkisstjórn, sem notar aðstöðu sína til að ráða ákvarðanatöku A.S.Í. Nú hafa landsfeður okkar tekið þá stefnu að skapa hér láglauna- stétt, og boðskap ríkisstjórnarinnar fengum við til Akureyrar á fund trúnaðarmanna á vinnustöðum á félagssvæði Einingar fyrrihluta þessa mánaðar. Það var starfsmaður A.S.Í. sem flutti okkur, — ekki fagnaðarerindi, — heldur það sem hann nefndi „boðskap eymdar- innar“, efnislega á þessa leið: Þjóðarbúið er á heljarþröminni, atvinnuvegir í kaldakoli og botn- lausar skuldir við útlönd. Við blasti gjaldþrot ríkisins. Aldrei hafði þjóðin verið svo illa stödd. Vönlaust að hugsa um kauphækkanir og ef við færum út í hörð átök með haustdögum, myndum við hafa verra af! Svo mörg voru þau orð. Fáum dögum síðar kemur iðnaðarráðherra og boðar byggingu ál- versins umdeilda við Eyjafjörð og er gallharður á því, það skal koma sem fyrst. Nú verður manni spurn, hvernig á þjóð í slíkum þrengingum og skuldum að leggja í svo fjárfrekt og ótryggt fyrirtæki? Var ef til vill eitthvert samband milli heimsókna þessara tveggja, sendimanns A.S.Í. og iðnaðarráðherra? Hver verður hlutur okkar verkakvenna á Akureyri? Eftir að verka- lýðsforystan hefur lýst horfum í samningamálum, virðist fátt til varnar. Afkastahvetjandi launakerfi, bónus, sem tekinn var upp á sfðasta áratug í fiskvinnslu, átti að færa mikinn ágóða. Víst er bónusinn mesta kjarabót sem frystihúsaeigendur hafa nokkru sinni fengið, en bónusinn hefur ekki reynst starfsfólki slfkt ágæti sem lofað var, svo sem sjá má í bæklingi um heilsufar fólks í fiskiðnaði, sem vinnur eftir þessu launakerfi. Nú hálfu ári eftir að þessi ,,upplýsingabæklingur“ kom út hefur félagið mitt, Eining, ekki séð ástæðu til að kynna hann á vinnustað okkar hjá Ú.A. Bónussamningur er nú í endurskoðun og í tilefni þess óskaði ég eftir að trúnaðarmenn á okkar vinnustað færu í kynnisferð til þeirra fiskvinnslustöðva, sem næst okkur eru hér norðanlands. Þessu var alfarið hafnað af formanni Einingar og hinir pólitfsku bandingjar studdu hann dyggilega í því máli. „Tvöfalda kerfið“ illræmda er enn við lýði og enn vinna konur í fiski á kauptöxtum, sem eru undir lág- markslaunum. í þessari vondu stöðu held ég að leiðin hljóti að liggja á svig við verkalýðsforystuna, en eigi sér von í Samtökum kvenna á vinnu- markaði og ennfremur gætu kvennalistarnir stuðlað að vakningu meðal kvenna, framhjá pólitfsku flokkunum. Þetta verður þrauta- lending okkar þegar aðrar leiðir eru lokaðar. Akureyri, 20. maí 1985 Freyja Eiríksdóttir. Engimýri 2 Akureyri. Freyja er trúnaðarmaður verkalýðsfélagsins Einingar í frystihúsi Útgerðarfélags Akureyrar, sem er einn vinsælasti vinnustaður kvenna á Norðurlandi. Jafnrétti-eöa hvað? Á síöastliönu ári kom út á vegum jafnréttisnefndar Akur- eyrar frœösluritiö JAFNRÉTTl EÐA HVAÐ, sem er samantekt á niðurstöðum könnunar sem nefndin lét gera á vinnumark- aðnum á Akureyri og atvinnu- pátttöku kventia, auk ýmissa upplýsinga um stöðu kvenna, um heimilisstörf dagvistir og fleira. Rit petta er hentugt til frœðslu um jafnréttismál, t.d. í skólum, á vinnustöðum, innan stéttarfélaga, í sveitarstjórnum og hvar sem jafnréttismál eru til umreeðu. Ritið fcest íhelstu bóka- verslunutn landsins en einnig er hcegt að panta pað beint frá bókaforlaginu Skjaldborg á Ak- ureyri. Niðurstöður könnunar jafnrétt- isnefndar Akureyrar koma ekki á óvart, þær staðfesta einungis það sem við í rauninni öll vitum, að ekki ríkir jafnrétti hér á Akureyri fremur en annars staðar á landinu. Fram kemur að atvinnuþátttaka kvenna er orðin mjög mikil; 84.5% allra kvenna í bænum vinna eitthvað utan heimilis. Hins vegar er vinnuframlag þeirra mun minna en karla, sem þýðir að þær sækja meira í hlutastörf og árstíða- bundin störf. Greinileg skipting kemur fram í karla og kvenna- störf. Karlar hafa 49% hærri laun en konur og það sem verra er — launamismunurinn eykst með aukinni menntun — minnstur er hann hjá verkafólki. Mun færri konur en karlar eru í störfum sem krefjast sérmenntunar og stjórnun og mannaforráð sjá karlarnir að mestu leyti um. Af þessu leiðir að konur hafa mun minni tekjumöguleika, vinna sjaldnar yfirvinnu, hlunnindi (s.s. föst yfirvinna og bílastyrkur) nær óþekkt fyrirbæri og eru almennt í lægri launaflokkum. Þar við bæt- ist að hin hefðbundnu kvenna- störf eru mun minna metin en sambærileg störf sem karlar fást aðalleg við, sbr. hjúkrun og verk- fræði, saumar og smíðar og ótal mörg dæmi mætti taka. Þessi niðurstaða leiðir hugann að starfsmati og á hvaða forsend- um það er unnið. Hvað er merki- legra við að sitja við sög en sauma- vél? Könnun jafnréttisnefndar sýnir ekki samspil heimila og atvinnu- lífs. Það gerir hins vegar úrtaks- könnun jafnréttisnefndar Reykja- víkur frá 1981. Gera má ráð fyrir að aðstæður fjölskyldna í Reykja- vík og hér á Akureyri séu ekki ósvipaðar. Því þessi könnun leiðir í ljós, að þrátt fyrir mikla vinnu kvenna utan heimilis og ásóknar þeirra í hlutastörf, vinna konur í sambúð að jafnaði talsvert lengur á degi hverjum en eiginmenn þeirra, þegar heimilisstörfin bæt- ast við. Má þó ætla að þar sé ekki nema í litlum mæli talið með upp- eldi og gæsla barna, sem hlýtur að vera nær ógjörningur að mæla í vikustundum, en er í langflestum tilfellum á herðum kvenna. Akur- eyrskar konur búa þó við lakari kjör en stallsystur þeirra í höfuð- borginni, því þær vinna talsvert meira utan heimilis, og búa við meira öryggisleysi varðandi gæslu barnanna sinna og þurfa í flestum tilfellum að leysa þau mál upp á eigin spýtur. Dagvistir á vegum bæjarins taka einungis á móti hluta af þeim börnum, sem óskað er eftir gæslu fyrir og ekki er vitað hvar hin börnin eru meðan foreldrar þeirra eru í vinnu. Á þessum fundi kom fram að af 12 kaupstöðum á land- inu er Akureyri í næstneðsta sæti með dagvistarrými og jafnvel þótt byggð yrði dagvist sú, sem nú er fyrirhuguð, meðan allt stæði í stað í hinum kaupstöðunum, héldi Ak- ureyrarbær þessu sæti enn um sinn. Þetta eru ekki giæsilegar niður- stöður fyrir konur á Akureyri og þaðan af síður fyrir karla, sem ráð- ið hafa þessari þróun að mestu leyti. Og hvað gerum við konurn- ar með þessa vitneskju?

x

Kvennalistinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennalistinn
https://timarit.is/publication/1236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.