Kvennalistinn - 01.06.1985, Blaðsíða 14

Kvennalistinn - 01.06.1985, Blaðsíða 14
14 __________________________________________________________________________________________________________ — Konureru 'A afskráðu vinnuafli íheiminumenfáaðeins l/10afheimsframleiðsluísinnhlutogeigaminnaen 1% af eignum heimsins. Reykjanesangi Kvennalistans var stofnaður í mars 1983, og má með sanni segja, að alla tíð síðan hefur verið unnið þar af miklum áhuga og krafti. Starfið fyrstu vikurnar fór að sjálfsögðu mest í kosningabarátt- una, enda skammur tími til stefnu, kosningarnar 23- apríl, réttum mánuði eftir að tilkynnt var framboð Kvennalista í Reykjaneskjördæmi. Það var mikil og erfið vinna, en árangur- inn varð í samræmi við það, Kristín Halldórsdóttir, sem var í efsta sæti listans okkar, situr nú á þingi ásamt Sigríði Dúnu og Guðrúnu Agnarsdóttur, og Sig- ríður borvaldsdóttir, sem var í 2. sæti listans, tók sæti Kristfnar í 2 vikur sl. vctur. (Málmfríður Sigurðardóttir í Norðurlandi eystra og Kristín Ástgeirsdóttir í Reykjavfkuranga komu einnig inn sem varaþingmenn á sl. vetri, á meðan þingkonurnar okkar tóku sér launalaust leyfi, og var það í samræmi við stefnu og starfshætti Kvennalistans, sem byggir einmitt mikið á vald- dreifingu og verkaskiptingu. Þótti þetta fyrirkomulag skila góðurn árangri í starfi bæði inn á við og út á við.) Starf í nefndum og Jhópum Framkvæmdanefnd tók til starfa strax eftir stofnun angans, og fljótlega voru myndaðir hópar, sem hittust reglulega til að kynna sér ýmis málefni svo sem efnahags- og atvinnumál, skólamál, öldrunarmál, utan- ríkismál, kvennapólitík, dag- heimilismál o.fl. Þessir hópar urðu misjafnlega langlífir, en allir hafa gert sitt gagn. Eitt besta dæmið er líklega skólamálahópurinn, sem reyndar var lfka skipaður Kvennalista- konum úr Reykjavík. Sá hópur vann mjög vel í fyrrasumar, og árangur þeirrar Vinnu skilaði sér m.a. í ýmsum fyrirspurnum á Alþingi í vetur, svo og tillögur um endurmat á störfum kennara, sem Kvennalistinn lagði fram á fyrstu dögum þingsins. Efnahagsmálahópurinn, sem var einnig blandaður konum úr Reykjavíkuranga, vann líka mjög vel, og árangur þeirrar vinnu skilaði sér m.a. í tveggja daga ráðstefnu um efnahags- og skattamál á sl. hausti. Þá má Ifka nefna leshópinn um kvennapólitík, sem hélt marga góða fundi og árangur þeirra er töluvert efni, sem stendur til boða öllum, sem vilja taka kvennapólitík fyrir, og viljum við hvetja sem flestar til að mynda leshópa um kvenna- pólitík. Við þykjumst hafa reynslu af því að slíkir leshópar eru góð undirstaða undir allt frekara starf innan Kvenna- listans. Endurmat í kennarastarfinu Hvert er áhugamál þitt? í ágústmánuði 1984 hittust nokkrar kvennalistakonur til að ræða skólamál. Ýmis mál leituðu á hugann en við reyndum fljótlega, í samráði við þingkonurnar okkar, að takmarka viðfangsefnin. Við vildum reyna að koma einhverjum málum inn á þing í upphafi þess. Eftir að hafa gert okkur nokkra grein fyrir hvaða mál við vildum leggja áherslu á hófumst við handa við efnisöflun og lestur. Grunnskólalögin voru lesin, svo og skýrsla nefndar sem skipuð var til að endurskoða þau. Lesin voru frumvörp, þings- ályktunartillögur og fyrirspurnir um skólamál. Lög og reglugerðir, ýmis tímarit og greinar um skóla- mál voru tekin til skoðunar ásamt samþykktum fulltrúaþinga Kenn- arasambands íslands. Eftir margar og mjög ánægjuleg- ar samverustundir hópsins skil- uðum við afrakstri okkar ásamt ýmsum gögnum og upplýsingum til þingkvenna okkar. Þau mál sem hópurinn lagði mesta áherslu á lögðu þingkonur Kvennalistans fram í byrjun þings, en þau voru: — Fyrirspurn um kennsluréttindi kennara í grunnskólum. — Fyrirspurn um lögverndun starfsheitis grunnskólakenn- ara. — Fyrirspurn um leiðsögu- kennara. Þar sem hópurinn samanstóð af kennurum voru kjör kennara ofar- lega í hugum okkar. Allar okkar vangaveltur og umræður tengdust nauðsyn þess að fram færi endur- mat á störfum kennara. Það leiddi m.a. til þess að þann 16. október 1985 lögðu þingkonur Kvenna- listans fram þingsályktunartillögu um endurmat á störfum kennara. „Alþingi ályktar að fela menntamálaráðherra að skipa nefnd er vinni að endurmati á störfum kennara. Nefndin skili niðurstöðum sem allra fyrst og eigi síðar en 6 mánuðum eftir samþykkt þessarar tillögu.“ í greinargerð með tillögunni segir m.a.: „Kvennalistinn hefur frá upp- hafi lagt þunga áherslu á gildi menntunar og uppfræðslu, og lyk- illinn að góðri menntun uppvax- andi kynslóðar og þjóðarinnar allrar er uppfræðarinn sjálfur. Sú kynslóð sem nú mótar þjóðfélag- ið, má ekki hljóta þau eftirmæli að hún hafi ekki skilið þessi einföldu sannindi. Æskilegt væri að fögur orð væru einhvers virði þegar störfin eru vegin og metin. En í þeim efnum eru launin í raun eini mælikvarð- inn sem viðurkenndur er.“ Ennfremur segir í sömu greinar- gerð: „Brýna nauðsyn ber því til að fram fari endurmat á störfum kennara og tillit tekið til hinnar miklu ábyrgðar sem kennurum er lögð á herðar við stöðugt um- fangsmeiri og fjölbreyttari fræðslu, og uppeldi í síauknum mæli. Er hér ekki síður um hagsmuna- mál foreldra en kennara að ræða og jafnframt þjóðarinnar allrar.“ Það ánægjulega gerðist svo að menntamálaráðherra skipaði fljótlega nefnd er skila átti áliti fyrir 1. mars 1985, sem og varð. í niðurstöðum þeirrar nefndar kemur margt það fram sem styður kröfu um menntun almennra þess sem nefndin leggur áherslu á er eftirfarandi: „Meginbreyting hefur orðið á kröfulm um menntun almennra grunnskólakennara frá því að starf þeirra var metið árið 1970. Mennt- un þeirra fer nú fram á háskóla- stigi.“ „Auknar faglegar kröfur, nýjar námsgreinar og breyttir kennslu- hættir í skólum hafa leitt til þess að endurmenntun og framhalds- menntun er orðinn ríkur þáttur í kennarastarfi. Kennarar hafa því meiri sérfræðiþekkingu en áður." „Með lögum hefur aukin áhersla verið lögð á þátt kennara í uppeldi og mótun barna og ungl- inga.“ „Lög, reglugerðir og erindis- bréf leggja auknar skyldur á herð- ar kennara um að sinna þörfum hvers einstaklings í bekkjum þar sem nemendum er raðað óháð námsgetu. Slík skipan krefst mik- ils skipulags og verkstjórnar auk faglegrar þekkingar." Álit og niðurstöður endurmats- nefndar undirstrika nauðsyn þess að eitthvað verði gert í málum kennara. Um er að ræða hags- munamál foreldra ekki síður en kennara og í raun mál þjóðarinnar allrar. En meira þarf til en álit og nið- urstöður. Við væntum þess að ráðamenn geri sér grein fyrir ástandinu og bæti það. Verði ekk- ert gert teljum við framtíð skóla- halds á íslandi í mikilli hættu. Við konur, mæður og kennarar gáfum þéssu áhuga — og hags- munamáli, sem skólamál eru stór- an hluta af okkur þessa haustdaga 1984. Við segjum frá þessu í von um að það hvetji konur til átaka, til að vinna santan að málum sem þær hafa áhuga á að koma á framfæri. Við konur getum ekki vænst þess að okkar hugðarefni og hags- munamál komi fram á þingi nema við leggjum þeim eitthvert lið og fylgjum þeim eftir. Tökum afstöðu — látum í okkur heyra — aukum áhrif okkar. (Cvcnnalistinn er kjörinn vett- vangur. Skólamálahópur í Reykjanesskaga eru haldnir félagsfundir að meðaltali einu sinni í mánuði og þá til skiptis á hinum ýmsu stöðum innan kjör- dæmisins. Konur hafa verið dug- legar að sækja þessa fundi og ekki sett fyrir sig slæma færð né miklar vegalengdir. Allan veg og vanda af félags- fundum hefur framkvæmda- nefndin, en í henni sitja að jafnaði 7 konur, í 8 mánuði. Þetta fyrir- komulag, sem á reyndar við um allar nefndir og ráð innan Kvenna- listans, þykir gefast vel, þar sem það tryggir stöðuga endurnýjun, dreifir ábyrgð og vinnu, eykur virkni og dregur úr hættu á stöðn- un. Af annarri starfsemi Reykjanes- angans má nefna, að nokkrum sinnum hefur verið haft „opið hús“, þar sem tilgangurinn er sá einn að sjást og hittast. Sl. vetur voru svo haldnir nokkrir „rabb- fundir“ og efnt var til dagsráðs- stefnu um það efni 8. 6. sl. um hugmyndafræði Kvennalistans. Slíkir fundir hafa þótt mjög gagn- legir og skemmtilegir og fleiri eru fyrirhugaðir. í sumar stefnum við að því að halda námskeið í ræðumennsku og framsögn, og má reikna með því, að slík námskeið verði vel sótt, þar sem konur hafa yfirleitt litla sem enga þjálfun í að tjá skoð- anir sínar úr ræðustóli eða í fjöl- miðlum. Veitir ekki af að byggja upp sjálfstraust okkar í þeim efn- um. Þetta er reyndar aðeins brot af öllu því, sem okkur langar að gera í náinni framtíð, en starfið fram- undan veltur auðvitað m.a. á því, hversu margar leggja hönd að verki. ^fstofasKvcnin|irstari^ý.Reykjane.si var í Kópa-l ?Rosnihgarnar hiuust-staffshóparnir og fram- 4Uji í |T(iimaþuJt!p], ^|ðap. verið var að greiða igas^ddirnar. yttpT.lmW 'Í'984 van tekið á leigu S^^^urvegiiló/f Háfnarfirði föímilsknifstofu og ^ic^Ríst til að'konur geti hiiyiStfÉ^aptálin ogj af þtngstörfum og öðru^G^fet|að|gerast í kjör® æklmgarmÉ ÍKaænnaliltS gi leið úr vinr ;r um, að alltáf ið síma, sem e ini eða eftir íeinhver þar 5 siálfsögðu ■>a hefur etnntg oiu_ I hj.t Rake og ræð >inu. Þ.1 'gstörfum og m Wmrit

x

Kvennalistinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennalistinn
https://timarit.is/publication/1236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.