Hjúkrunarkvennablaðið - 01.12.1950, Blaðsíða 4

Hjúkrunarkvennablaðið - 01.12.1950, Blaðsíða 4
2 HJÚKRUNARKVENNABLAÐIÐ lljúkruiiarkoflia á Landspítalaniim ræðir við híúkrunarkonu Itauða krossins. í. Það væri gaman að heyra álit Jjitt, Margrét, um verkefni Reykjavíkurdeildar Rauða krossins. Hvað hafið Jiið scm eruð í stjórninni helzt hugsað ykkur r.ð gera? Það er nú svona sitt af hverju. Við leyfum okkur að vera bjartsýn. Svo eitt- hvaðsé nefnt, Jjá mun Reykjavíkurdeildin t. d. taka það að sér framvegis að koma börnum úr höfuðborginni til sumardvalar í sveit. Deildin vill stuðla að því, að barna- heimilið að Laugarási komist upp, og mun kappkosta að börnunum líði vel og verði gott af sumardvöl sinni, hvort sem það verður að Laugarási eða annarstaðar. Kostar það ekki mikla peninga að koma upp barnaheimili ? Allt kostar peninga. En margar hendur vinna létt verk. Við vonum l'yrst og fremst, að allir Reykvíkingar gerist með- limir í Rauðakrossdeildinni, og hjálpi til að koma fyrirætlununum í framkvæmd. Hvað segirðu um önnur heilhrigðismál sem Rauði krossinn ber fyrir brjósti? Það er m. a. sameiginlegt áhugamál Rauða krossins hvar í veröldinni sem er, að fræða almenning um heilhrigðismál. Rauði kross Islands hefir nú gert tals- vert að því á undanförnum árum. Já, bæði i ræðu og riti. ()g þar sem deildir eru starfandi úti um land, hafa læknar öðru hvoru haldið námskeið fyrir almenning í hjálp í viðlögum. Frá þvi Rauði krossinn var stofnaður hér á landi en síðan eru 2(i ár hefir hjúkrunar- kona hans einnig ferðast uni landið og haldið námskeið i hcimilishjúkrun og hjálp i viðlögum. Eg hel'i nú starfað lijá Rauða krossinum i rúmlega (i ár, og mér finnast konur og karlar í afskekktum hér- uðum ekki vera lækni sérslaklega þakk- lát fyrir slík námskeið. Það er líka sjálf- sagt að fræða fólkið jafnframt um, hvernig hægt sé að forðast sjúkdóma og hæta heilsuna með þrifnaði og hollum lifnaðarháttum. Það er nú ekki svo langt síðan þú stundaðir framhaldsnám í heilsuvernd við háskólann í Árósum; mig skal ekki furða þótt þú viljir miðla öðrum einhverju af þeirri þekkingu sem þar var hægt að fá. Gjarnan vil ég það. Mér hefir oft dott- ið í hug, að gott væri að geta ferðast milli húsmæðraskólanna og kennt ungu stúlk- unum meðferð ungbarna og heimihsheilsu- vernd, um leið og þær fengju tilsögn í hjúkrun og hjálp í viðlögum. Hefir Rauði krossinn ekki gengizt fyrir því ? Ekki beinlínis. Að vísu hefir einn hús- mæðraskóli norðanlands undanfarin ár fengið hjúkrunarkonu Rauða krossins til að halda námskeið fyrir nemendurna, en beiðnir hafa ekki komið frá öðrum kvennaskólum. Enda er nóg um beiðnir annarstaðar frá og það er reynt að sinna þeim öllum. Hvert ferðu Jjá þetta haustið? I Austur-Eyjafjallahrepp, Hvolhrepp og að Selfossi; Það er á vegum Sambands sunnlenzkra kvenna. Auk þess er beðið um Rauðakrossnámskeið að bændaskólan- um á Hólum og húsmæðraskólanum á Löngumýri. En tíminn er takmarkaður sem hjúkrunarkonan hefir, því á vertíð- inni frá nýjári til vors, starfar hún að hjúkrun og heilsuvernd í Sandgerði. Þar er mannmargt á vertíðinni og þar er eng- inn læknir. IJvað er um fræðslustarfsemi í Reykja- vík? Hér er tiltölulega auðveldast að fá

x

Hjúkrunarkvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrunarkvennablaðið
https://timarit.is/publication/1238

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.