Hjúkrunarkvennablaðið - 01.12.1950, Blaðsíða 9

Hjúkrunarkvennablaðið - 01.12.1950, Blaðsíða 9
HJÚKRUNARKVENNABLAÐIÐ 7 IJk ERLEIMDUIVI HJUKRUMARTIIVIARITUIVi. Gerda Höjer í Ameríku. Gerda Höjer, forseti International Council of Nurses og formaður í Svensk Sjuksköterskeförening hefir undanfarið dvalið í Ameríku í IdoÖí amerískra hjúkr- unarkvennafélaga. Hún hefir ferðasl þar mikið um og kynnt sér stjórnarhætti og starfsfyrirkomulag hjúkrunarkvennafé- laga í Bandaríkjunum. Ungfrú Höjer hefir hvarvetna verið sýndur hinn mesti sómi, m. a. var hún ásamt frú Eleanor Roosevelt heiðursgestur og ein ræðukvenna í mið- degisverðarboði er haldið var i Waldorf- Astoria gistihúsinu í Nefw York, í tilefni 50 ára afmælis The American Journal ol' Nursing. Fyrirhuguð bygging sjúkrahúss í Danmörku. Á Norðui’löndum fer nú fram sam- keppni meðal húsameistara um byggingu á sjúkrahúsi, sem fyrirhugað er að verði reist i Glostrup í Danmörku. Áætlað er að sjúkrahúsið rúmi 770 sjúklinga, en í fyrstu mun vera ákveðin innrétting fyrir 392 sjúklinga. góður andi ríki innan stofnunarinnar. Við höfum öll okkar „sympatier og antipatier“ og máske geta sumir sjúklingar hetur komist i samband og fundið meira traust hjá öðru starfsfólki, heldur en hjúkrunar- konunni, og ])á er að notfæra sér það. Allir þurfa að vinna og geta unnið að því sameiginlega marki að hjálpa sjúklingum til að verða aftur hraustir, hamingjusamir og nýtir þjóðfélagsþegnar. Guðríður Jónsdóttir frá Selbúðum. Hver sjúkradeild á að rúma 23 sjúkl- inga, skipt niður í smástofur með 6 rúm- um í hverri stofu. Gengið er út frá að mikill hluti sjúklinga hafi að einhverju leyti fótavist, og geti sjálfir annast snyrt- ingu sína og farið á salerni. Þannig er ákveðið að hver deild hafi 2 baðherl)ergi og 2 salerni. Þar til viðbótar eru her- bergi, sem eingöngu skulu notuð til þess að gefa sjúklingum stólpípu. öll geymsluherbergi, skol og matarframreiðsla eiga að vera miðsvæðis í hverri deild, með tilliti til starfsþæginda fyrir hjúkrunar- liðið. Á hverri deild eru 2 dagstofur, önnur handa fótavistarsjúklingum, sem reykja, en hin handa þeim sjúklingum, sem ekki iðka þá iðju innan spítalaveggj- anna. Ennfremur á að vera greiður að- gangur að síma fyrir fótavistarsjúklinga, ásamt viðtalsherbergi fyrir samstofu- sjúklinga, sem óska eftir viðtölum í ein- í’úmi við lækna, eða aðstandendur. Þessa stofu mætti líka nota að nóttu til fyrir aðstandendur, sem óska að vera í návist þeirra, sem mjög sjúkir eru. Á barnadeildinni er fyrirhugað að inn- rétta sérherbcrgi handa mæðrum, sem hafa börn sín á brjósti, leikstofu barna, starfsherbergi handa kennslukonu deildar- innar, herbergi handa harnasálfræðingi og sérl'ræðingi í geðsjúkdómum. Hér á einnig að vera gistivist fyrir mæður barna, sem dvelja í sjúkrahúsinu. Loks á að vera biðstofa handa fólki, sem kemur fvrir tilskilinn tima í heim- sóknir, fataklefi, upplýsingaskrifstofa og sími. Meðal ýmissa annarra þæginda, sem þetta fyrirmyndarsjúkrahús á að hafa,

x

Hjúkrunarkvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrunarkvennablaðið
https://timarit.is/publication/1238

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.