Hjúkrunarkvennablaðið - 01.12.1950, Blaðsíða 8

Hjúkrunarkvennablaðið - 01.12.1950, Blaðsíða 8
6 HJÚKRUNARKVENNABLAÐIÐ 1> \ I Tl ll UM GEÐ VERJVÐ á sjúkrahúsum fluttur af Guðríði Jónsdóttur, yfirhjúkrunarkonu á Kleppi, á umræðuíundi um það mál á móti norrænna hjúkrunar- kvenna í Gautaborg 1950. Eins og framsögumaður, frk 0. Hjörne- vik, tók fram, er geðvernd (mental- hygiene) nú viðurkennd nauðsynlegur þáttur í meðferð allra sjúklinga ö nútíma sjúkrahúsi. Þar 'eð ég starfa á geðveikraspítala, mun ég eingöngu ræða málið frá því sjón- armiði. Hvaða kröfur eru gerðar til hjúkrunar- konu, sem vinnur á geðveikraspítala ? Ekki eins og áður, að hún sé stór og sterk, það er enginn kostur, heldur að hún sé greind, áhugasöm, stjórnsöm, skilningsgóð á liina afbrigðilegu hegðun sjúklinganna og umfram allt, að hún sé hjartagóð. Hún þarf að kunna að stjórna skapi sínu og hafa þolinmæði í ríkum mæli. Þetta eru auðvitað eiginleikar, sem allar hjúkrunarkonur þurfa að hafa. Fyrst vil ég líta á málið frá sjónar- miði sjúklingsins við komu hans á sjúkrahúsið. Sá, sem er lagður inn á al- mennan spítala, til rannsóknar, eða upp- skurðar, getur auðvitað verið mjög á- hyggjufullur við komu, en er þó glaður yfir því að hafa von um bata. öðruvísi getur það verið með þá geðveiku, a. m. k. þá, sem ekki finna sjálfir, að þeir séu veikir. Oft þarf fjölskyldan að leggja þá systrum mínum fyrir að hafa gefið mér kost á að fara í þessa fræðandi og skemmtilegu för. Eins vildi ég sérstaklega þakka frú Sigríði Eiríksdóttur og öðrum ferðafélögum mínum fyrir alla þá miklu vinsemd, sem þær sýndu mér á þessu ferðalagf. Guðrún Marteinsson. hjúkrunarnemi. inn á spítalann gegn þeirra vilja, og þá verður það eitt af hlutverkum hjúkrunar- konunnar að gerast sáttasemjari, svo sjúklingurinn leggi ekki fæð á fjölskyldu sína, sem gat ekki haft hann heima. — Eða þeir þunglyndu, sem trúa því, að allt illt í heiminum sé þeirra sök, og sjúk- dómurinn sé refsing fyrir það. Allt þetta gefur hjúkrunarkonum ærinn starfa, og til þess að góður árangur náist, þarf hún að vera búin öllum áðurnefndum kostum. En þó maður hafi ákveðið, að þetta eða hitt sé æskilegt, er oft erfitt að fram- kvæma það. Stöðug vöntun á starfsfólki, lærðu og ólærðu, veldur því, að þegar sjúklingurinn kemur á deildina, mætir hann ekki þeirri ró og öryggi, sem hann hefir svo mikla þörf fyrir. Annríkið er svo mikið, að sjúklingnum finnst máske, að hann sé óvelkominn og fær ekki það traust á stofnuninni sem skyldi. Reyndar held ég, að við ættum að vera dálítið varkárari með að vera stöðugt að tala um starfsfólksvandræði, það getur oft orðið notað sem afsökun, þegar eitt- hvað fer aflaga. Við verðum að gera okkur ljóst, að fyrstu áhrifin, sem sjúklingurinn verður fyrir við komuna á spítalann, geta haft ótrúlega mikið að segja til góðs eða ills. Vingjarnlegt orð eða viðmót getur oft orðið sjúklingnum til ómetanlegs gagns. Hversu oft heyrum við ekki sjúklingana segja: „Þessu gleymi ég eldrei. . . .“ Hvort þær minningar verða þægilegar eða ekki, er mjög á valdi hjúkrunarkonunnar, sem teknr á móti sjúklingnum. Gott samstarf allra, er vinna á sjúkra- húsinu, eða deildum, er nauðsynlegt svo

x

Hjúkrunarkvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrunarkvennablaðið
https://timarit.is/publication/1238

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.