Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.07.1968, Qupperneq 4

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.07.1968, Qupperneq 4
ar hjúkrunar á sér skamma sögu hér á landi, líklega aðeins síðan um aldamótin síðustu. Nefndin miðar að því, að allar íslenzkar hjúkrunarkonur frá fyrstu tíð, svo og erlendar hjúkrunarkonur, sem eru félagsbundnar í HFf og hafa ílenzt hér, eigi að vera í hjúkrunarkvennatalinu“. „Hvernig hafið þið hagað störfum ykkar?“ „Útbúin voru sérstök eyðublöð ætluð upplýsingum um helztu atriði, sem máli skipta og rétt þykir að hafa í slíku tali, eins og t. d. nöfn, fæðingardag og ár, fæðingarstað, ætterni, námsferil, hjúkrunarstörf jafnt sem önnur störf, félagsstörf, hjónaband og börn, og einnig um náinn skyldleika og tengsl hjúkrunarkvenna innbyrðis. Upplýsingar um ætterni eru nokkuð ýtarlegar, en álitið var, að það yki gildi ritsins. Þannig verður ritið frábrugðið öðr- um slíkum vegna þess, að í 3. ættlið eru auk afa einnig ömmur hj úkrunarkvenna taldar með. Hverju útfylltu eyðublaði á að fylgja mynd. Nefndin taldi rétt, að hjúkrunarkonur sendu ekki mynd af sér í hjúkrunarbúningi, þá yrðu myndir of einhliða. Þessum eyðublöðum var dreift til allra hjúkrunarkvenna og studdist nefndin einkum við kjörskrá HFÍ. Einnig hafa eyðublöðin verið send til aðstandenda látinna hjúkr- unarkvenna. Fyrstu eyðublöðin voru send í marz 1965 og upp úr því fóru þau að berast nefndinni aftur með hinum ýmsu upplýs- ingum. Nefndin hefur þannig starfað í rúm þrjú ár, og hefur öll vinna hennar verið unnin í frístundum. I fyrstu komu nefndarkon- ur saman til fundar hálfsmánaðarlega, en vikulega undanfarin 2 ár. Undirtektir hjúkrunarkvenna hafa verið góðar og rétt er að geta þess, að aðstandendur látinna hj úkrunarkvenna hafa brugðizt einstaklega vel við áð útfylla eyðublöðin. Þó hafa ýmis vandamál risið, eins og t. d. hve langan tíma það hefur tekið að fá sum eyðublöðin aftur og vegna ófullnægjandi upplýsinga á öðrum. Þá þarf að hringja í viðkomandi, eða leita upplýsinga í opinberum skýrslum, svo sem í kirkjubókum og skýrslum Hagstofunnar. Er það oft tafsamt verk. En það skal tekið fram, að óski einhver sérstaklega eftir því að sleppa einhverjum atriðum, sem spurt er um, þá er tekið tillit til þess. Að sumu leyti verður hjúkrunarkvennatal ónákvæmara en önnur slík, því sleppt er t. d. öllum einkunnum, hjúskap foreldra og barnsfeðrum. Örfáar hjúkrunarkonur hafa neitað að svara fyrirspurnum, og þarf nefndin þá sjálf að afla allra þeirra upplýsinga, sem vö'l er á. Upplýsingar þannig fengnar verða oft ónákvæmari en þær, sem fást hjá hjúkrunarkonunum sjálfum, en enga má vanta í ritið. Sumum finnst rit sem þetta lýsa forvitni um einkamál og vera tilvalin uppsláttarbók um þau efni, en rit sem þetta leiðréttir einnig margan misskilninginn fremur en að koma honum af stað. Verkið er að sjálfsögðu unnið í þágu HFl, og verður það væntan- lega mikill áfangi í sögu þess.“ „Hversu margar verða skráðar í hjúkrunarkvennato,lið?“ „Um þáð bil 1000 hjúkrunarkvenna verður getið í bókinni og einnig þriggja hjúkrunarmanna, sem sennilega verða aftast í bók- inni. Ekki þykir ástæða til að breyta nafni hjúkrunarkvennatals með tilliti til karlmannanna þriggja, þar sem þeir eru aðeins 3 á móti 1000. Fremst í bókinni er enn sem komið er Aðalbjörg Árnadóttir, Reykjavík, en nöfnum er að sjálfsögðu raðað eftir stafrófsröð.“ 28 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS --------------------------

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.