Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.07.1968, Page 5
„Eiga margar eftir aó skila eyðubloðum?“
„Örfáar hjúkrunarkonur eiga enn eftir að skila eyðublöðum og
geta þær átt von á okkur öllum sex í síðdegiskaffi innan skamms,
svo þáð er betra fyrir þær að hafa hraðann á. Ennfremur eiga
margar eftir að skila myndum og vill nefndin nota tækifærið og
minna á, að þær verði sendar hið fyrsta.“
„Hafið þið leitað aðstoðar um starfstilhögun og eru einhverjir
sérstakir, sem þið vilduð geta hér?“
„Ólafur Þ. Kristjánsson, skólastjóri Flensborgarskólans í Hafn-
arfirði, hefir verið okkur til ómetanlegrar hjálpar, en hann er
sem kunnugt er ritstjóri Kennaratals á íslandi og manna fróð-
astur um þessi efni.
Til gamans er rétt að geta þess, að Hjúkrunarkvennatal á Is-
landi er fyrsta hjúkrunarkvennatal á Norðurlöndum."
Nefndarkonum kemur öllum saman um, að þrátt fyrir allt hafi
verið mjög skemmtilegt að starfa í hjúkrunarkvennatalsnefnd,
enda virðast þær vera einstaklega samstilltur hópur, sem reyndar
er skilyrði fyrir góðri samvinnu.
Vafalaust hefir engin nefnd innan hjúkrunarfélagsins unnið
öllu meir en þessi hópur, ekki einu sinni ritnefndin!! Eiga þær
miklar þakkir skilið.
E. P. M.
Vprðlaunaufhending.
Á félagsfundi HFl, 18. marz 1968
veitti formaðurinn, María Pétursdótt-
ir, Sigþrúði Ingimundardóttur verð-
laun fyrir góða kunnáttu í hjúkrunar-
sögu. Gert er ráð fyrir, að framvegis
verði sams konar verðlaun veitt. Slíkt
hefir stjórn HFI samþykkt fyrir all-
löngu.
Hjúkrunarsagan veitir innsýn í for-
tíð, samtið og jafnvel framtíð, upp-
lýsingar um hjúkrunarfélagið frá
fyrstu tíð, hvað gera þarf, hvers vænta
má, og um félagsstarfsemina yfirleitt.
Það er því æskilegt, að HFl hvetji
hjúkrunarnema til að afla sér sem
beztrar þekkingar á þessari fræðigrein.
Verðlaunin voru að þessu sinni silf-
urpappírshnífurinn sem myndin sýnir.
Gullsmiður: Einar Esrason. Leturgraf-
ari: Björn Halldórsson.
TÍMAUIT HJÚKKUNAUFÉLAGS ÍSLANDS 29