Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.07.1968, Síða 6

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.07.1968, Síða 6
Þannig er dauðinn Þessl greín fjallar um efni, sem keniur okkur við, hverjum og- einum, — dauðann. Ekki dramatiskan dauða af völdum akut sjúkdóma á yngri árum, eða slysa, heldur þann dauða, sem vio köllum hinn eðlilega dauða. Greinin er byggð á athugunum frá einstæðri ráðstefnu, sem haldin var á árinu 1966 í Stokk- hólmi, og fjallar um hinn líkam- lega dauða og einkenni lians, og hvernig hann er ákvarðaður. Og einnig um á hvaða hátt um- gangast ber hinn deyjandi og hans nánustu. Að baki þessari ráðstefnu um dauðann, sem haldin er einu sinni á ári, stendur yfirlæknir handlæknisdeildar við Karo- linska Sjukhuset, prófessor Jack Adams-Ray. Þátttakend- urnir árið 1966 voru læknarn- ir Per Klingerström við Karo- linska Sjukliuset og Mia Bar- ány; Stockholms Sjukhem, Anna-Lena Ek hjúkrunarkona, og formaður safnaðarráðsins í Solna; Helge Backmann. Áður en ráðstefnan hófst átti höfundur greinar þessarar sam- tal við próf. Adams-Ray, sem sagði m. a.: „Höfundar kennslubóka í læknisfræði tala um dánartöl- ur og dánarorsakir, en um með- höndlun hins deyjandi er ekkert nefnt. Engin kennsla á þessu sviði er áætluð í námsefni hins verðandi læknis. Hér er mikið ógert, og spurn- ingin um hvernig umgangast á hinn deyjandi sálrænt og lækn- isfræðilega og hvernig ákvarða á um dauða er aðeins hluti af vandamálinu. Þar sem ég álít að hlutverk læknisins við dánarbeðinn sé mjög þýðingarmikið, er ég van- ur að halda kliniska ráðstefnu einu sinni á ári fyrir stúdenta, hjúkrunarnema og útskrifaða lækna.“ Próf. Adams-Ray iagði einnig áherzlu á áð þessar ráðstefnur afgreiði ekki spurningar svo sem hvenær endurlífgun geti komið til greina eða hversu lengi lækn- irinn eigi að halda áfram með „intensive“-meðferð á deyjandi sj úklingi. Umræðuefnið er að- eins eitt, hinn eðlilegi (normal) dauði. Og hlutverk læknisins, þegar um er að ræða meðferð á ein- kennum, má draga saman í eft- irfarandi atriði: 1) Lina ótta og þjáningu; 2) Hjálpa sjúklingi til að hvílast; '*) Stilla þorsta; 4) Sjá um aðr- ar þarfir. An þess beinlínis áð vísa til einstaki a þátttakenda ráðstefn- unnar vil ég reyna að skýra frá nokkrum af þeim sjónarmiðum, sem færð voru fram. Hvei nig má ákvarða eða búast við að dauðastríðið (dödspros- essen) sé byrjað? Það eru mörg atriði, sem styðj- ast má við. Eitt, sem kannske er ekki almennt vitað, er að hitinn hækkar í miðhlutum líkamans, en lækkar í hinum ytri. Þessarí hitahækkun, sem verkar sem eins konar síðasta upptendrun lífsneistans, fylgir aukinn sviti í andliti og á sjálfum líkaman- um. Hún fylgir einnig ákveðnu línuriti (kurve), og af útliti þess geta reyndur læknir eða hjúkr- unarkona gert sér nokkra grein fyrir því live langt er eftir. Rannsóknir sýna að sé hiti 36.6° —38° eru venjulega eftir 5—11 klst. Sé hitinn 38.1°—39.5°, 2—4 klst. og sé hann hærri en 39.5°, 0—3 klst. Hiti undir normal kemur að- allega fyrir hjá mjög gömlum og lélegum sjúklingum, eða ef nýrnahetturnar hafa áður verið fjarlægðar. Normalhiti og greinileg hita- hækkun koma fyrir hjá mið- aldra og yngri þar sem varnar- eða mótstöðukerfi líkamans starfar ennþá. Maðurinn kólnar alls ekki áður en hann deyr. Hann hitnar, og deyr síðan. Þess vegna er það mikill léttir fyrir hinn deyjandi að hreint loft sé í herberginu, að svitinn sé þerraður og teppi (sængur) fjarlægð. Vald yfir vöðvakerfinu glat- ast smám saman. Fyrst í fótun- um, en lengst hefur sjúklingur- inn vald yfir vöðvum í höndun- um og augnalokunum, og augn- vöðvunum. Dauðastundin er sársaukalaus. Missir tilfinninga og þar með einnig sársaukatilfinning- ar skeður á sama hátt, og það má meira að segja halda því fram með allmikilli vissu að dauðinn sé sársaukalaus. Þegar dauðastríðið er nærri á enda er hinn deyjandi orðinn tilfinn- ingalaus. Hinar ofsalegu, og að áliti margra sársaukafullu hreyfingar, eru ekki einkenni um sársauka, heldur súrefnis- skort. DauSastríðið er svokallað mo- torisk fænomen eða hreyfifyrir- brigði, sem er stjórnáð centr- 30 TÍMARIT IIJÚKRUNARFÉLAGS ÍSI.ANDS

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.