Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.07.1968, Síða 14

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.07.1968, Síða 14
Alþjóðlegt hjúkrunarkvennamót í Monlreal. í Kanada Danaim 22.—28. júní J969 verður huldið alþjóðlegt hjúkrunarkvenna- mót í Montreal í Kanada. Ef til vill verður ferðast sanieiginleg;a frá Norðurlöndununi á niótið. Umsóknir sendist til Hjúkrunarfélags íslands, Þingholtsstræti 30, o)í verða þær að hafa borizt fyrir 30. júní. Aftur á móti þarf þátttökugjuld- ið, kanad. $ 40, að berast fyrir 1. desember 1968. Komi skrásetningar- gjaldið síðar en um áramót verður krafizt k. $ 60. Á öllum helztu fundunum verður samtimis túlkað á ensku, þýzku, spönsku og frönsku. Auk þess hefur „Samvinna hjúkrunarkvenna á Norðurlöndum“ í hyggju að láta túlka á eitt noröurlandamál. Á öllum fundunum verður tími til umræðna og fyrirspurna. Fari svo að margar l'ari héðan verður hægt að komast að betri kjörum með fargjöld. Kanada er mjög fagurt og víðáttumikið land, til dæmis er vegalengdin frá austurströndinni til vestur- strandarinnar álíka löng og frá Stokkhólmi til Nýju Delhi. Fólksfjölgun er einhver sú mesta í heimi, svo að 8 af 20 milljónum íbúanna er innan við tvítugsaldur. Hváð hjúkrunarmálum við- kemur, er Kanada óvenju vel á vegi statt. Þar er 1 starfandi hjúkrunarkona á móti hverjum 165 íbúum, og þó er talað um hjúkrunarkvennaskort í Kan- ada. Er það talið stafa af skorti á skipulagningu. Til saman- burðar má geta þess, að á ís- landi er 1 hjúkrunarkona fyrir hverja 500 íbúa. Montreal er að mörgu leyti ólík öðrum kanadískum borgum. í fyrsta lagi er borgarstæðið óvenjulegt og í öðru lagi eru íbúarnir af mörgum þjóðernum. Borgin stendur á eyju í St. Lawrencef 1 j óti og er byggð allt í kringum skógivaxið fjall. Þar eru grænir garðar á sumrin, en á veturna ágætis skíðaland. íbúarnir, sem eru 2,1 milljón, eru flestir, eða 65% frönsku- mælandi 18% eru Engilsaxar og 17% eru af ýmsum uppruna. Fyrsti Evrópumaðurinn, sem heimsótti þennan fagra stað var Jacques Cartier, og var það árið 1535, en grundvöll að bænum lagði svo Paul de Chomedey Sieur de Maesonneuve. í einum af þeim smáhópum, sem stofnuðu ný- lenduna „Ville Marie de Mon- treal“ var Jeanne Mauer, frönsk hjúkrunarkona. Hún stofnaði sjúkrahús á staðnum og var það bæði ætlað Indíánum og Frökk- um. I 30 ár vann hún síðan við að hjúkra sjúkum og að kenna nýjum hjúkrunarkonum. Starf þessara brautryðjenda var grundvöllur síðari vaxtar Montreal, því að við mikla erf- iðleika var að etja. Þar var sí- fell barátta við Indíána, hung- ursneýð, taugaveiki, bólusótt og kóleru, sem fluttist til landsins með landnemum. Brunar eyði- lögðu mörg timburhúsin og eig- endurnir stóðu eftir varnarlaus- ir gegn frosti og snjó. En þrátt fyrir allt tókst þessari litlu ný- lendu að vaxa og dafna og verða mikilvæg verzlunarmiðstöð fyr- ir loðskinn og fisk. Hjúkrunarmál í Montreal. I borginni eru meira en 100 sjúkrahús, 12 þeirra hafa fleiri en 500 sjúkrarúm og 4 hafa fleiri en 1000 sjúkrarúm. Árlega útskrifast um það bil 800 hjúkrunarkonur á Mont- real-svæðinu. Gamli bærinn. Víða í heiminum eru 350 ár ekki löng borgaræfi, en í Norð- ur-Ameríku eru aðeins elztu borgir svo gamlar. Montreal hélt 325 ára afmæli sitt hátíð- legt 1967, sama ár og Kanada hafði verið sjálfstætt ríki í 100 ár. Margar af fyrstu bygging- um Montreal er enn að finna í gamla borgarhlutanum, sem liggur við ána. Þar eru margar hrífandi grásteinsbyggingar frá átjándu öld, sem hafa verið end- urbyggðar. Göturnar eru ennþá 38 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.