Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.07.1968, Side 23

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.07.1968, Side 23
Á almennu sjúkrahúsi myndi engum detta í hug að segja við nýkominn sjúkling: „Flón varstu að fótbrjóta þig! Farðu fram úr og labbaðu, og láttu mig ekki heyra frá þér stunu eða hósta!“ Á géðsjúkrahúsi má heyra setningar sem þessar: „Seztu niður og þegiðu! „Hagaðu þér vel eða þú verður lokaður inni!“ „Það amar ekkert að þér nema þrjózkan!“ Geðsjúkdómur gerir engan tillitssaman eða elskulegan í viðmóti. Þvert á móti hefur sjúkling- urinn tilhneigingu til að vera óraunsær og upptekinn af sjálfum sér. Þetta þarf hjúkrunarfólk að gera sér ljóst. Refsing er skilgreind sem auðmýking, harðleikni, athöfn, sem veldur sársauka eða þjáningu. Flestir vita, að sársauki er eingöngu líkamlegur. Hinn sálræni er jafn raunverulegur. Það er refsing að mótmæla því, eða gefa í skyn áð geðtruflun sé mælikvarði á dómgreind og þjóðfélags- aðstöðu. Kúgun felst í svo mörgu, sem beitt er við geðsjúkling. Hann er e. t. v. lokaður inni í lengri eða skemmri tíma. Hann býr við niðurlægjandi aðstæður, sem skapast af reglum stofnunarinnar. Hann er sviptur öllu persónulegu og ekki meðhöndlaður sem einstaklingur, heldur ópersónulega eða af ókurteisi. Sjúklingur þarf að inna af hendi lítilfjörlega vinnu fyrir lítil sem engin laun. Hann er meðhöndlaður af starfsliði sem tilfinningasljótt tilfelli, en ekki sem viðkvæm mannvera, og látið í þáð skína, að hann hafi gerzt brotlegur gegn mannlegum réttindum með því að vera geðsj úkur. Þar sem sumar þessara dulbúnu refsinga virðast óumflýjan- legar, einkum á lokuðum deildum, er mikilvægt, að framkoma starfsfólks, sem e. t. v. er ónærgætið, breytist til batnaðar! Áður en lengra er haldið, má taka til athugunar fleiri refsiaðgerðir. Að láta bráðgáfaðan fullorðinn sjúkling dunda við spil, sem ætluð eru börnum, er refsing. Aðgerðai'leysi er það einnig. Hefur þú nokkurn tíma séð deild á geðsjúkrahúsi, þar sem sjúklingarnir sitja og aðhafast ekkert. Voru þeir ánægðir á svip? Það er refsing að svipta sjúkling smávægilegum forréttindum að ástæðulausu, eða nota það sem keyri á hann, ef hegðun er ekki sem skyldi. Það er rangt að hóta flutningi á deild, sem sjúklingurinn vill síður fara á, hvenær sem eitthvað ber út af. Sendiferð getur líka verið sem refsing. Sjúklingur verður ekki ánægður við skipanir sem þessar: „Bui’staðu tennurnar". „taktu lyfin þín“. Næstum öll yfirráðasemi er refsing. Sá, sem gengur um deildina og hringlar lyklum, refsar sjúklingi með því að minna hann stöðugt á innilokunina. Hjúkrunarkonan, sem hnýsist i all- ar athafnir sjúklings og lætur óhikað 5 ljós sitt álit, refsar hon- um með óþarfa afskiptasemi. Sá, sem ekki virðir eða vill sinna félagsmálum sjúklinga, gefur í skyn, að það sé neðan við hans virðingu. Sálfræðingur, sem er svo önnum kafinn, að hann gefur sér ekki nægilegt tóm til að sinna sjúklingnum sem einstakling, refsar honum, því þá finnst sjúklingnum hann vera þýðigarlítil persóna. Sjúklingur, sem neitar að þvo gólf, er dæmdur latur og ósam- vinnuþýður. Neitunin er e. t. v. batamerki, en honum er refsað fyrir þrjózku, sem er í raun og veru aðeins heilbrigt stolt. Hefur nokkur heyrt um borg, þar sem öllum íbúum var bann- að að nota gangstéttina, vegna þess að einn þeirra fleygði á hana TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 47

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.