Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.07.1968, Side 24

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.07.1968, Side 24
rusli. En það getur gerzt á opinberu sjúkrahúsi, að sjúklingur brjóti reglu og allir sjúklingar séu sviptir vinsælum hlunnindum. Uppbygging yfirráða (Autoritære strukturer). Viðhorfið til refsinga virðist mótað af hinni félagslegu einveld- isuppbyggingu opinberra geðsjúkrahúsa. Þar af leiðir, að sjúk- lingnum er skipað á neðsta þrepið. Hið félagslega kerfi og um- hverfi sjúklings (frá terapeutisku sjónarmiði) virðist vera í mót- setningu hvort við annað. Starfsfólkið lítur á sig sem verði, er skuli gæta þess, að sjúk- lingurinn gangi ekki of langt, þ. e. a. s. „hagi sér vel“, finni tak- mörkin og valdi ekki „óþarfri" fyrirhöfn. í skóla, sem ætlaður er starfsfólki ríkissjúkrahúsa, bar nem- andi upp eftirfarandi spurningu: „Hvernig á að refsa sjúklingi, sem ekki hagar sér vel?“ Kennarinn var ekki viðbúinn spurn- ingunni. Hann hélt, að hann hefði þegar útskýrt viðhorfið með tilliti til meðferðar, — þ. e. að líta á sjúklinginn sem þjáða og skelfda mannveru, — ekki sem tilfelli þar sem þyrfti að halda einkennum í skefjum. En nemendurnir vildu fá svar við þessari spurningu. Þeir töldu rétta formið vera, að viðhafa gömlu aðferðina, er ódælu barni var hegnt. „Hvernig þú refsar sjúklingi?" endurtók kennarinn. „Fyrir slæma hegðun“ áréttaði nemandinn. „Hver ákveður, hvort hegðun hans sé rétt?“ spurði kennarinn. „Hver sem er getur það,“ hélt nemandinn. „Þú átt við,“ sagði kennarinn, „að hvaða starfsmaður sem er við sjúkrahús, sé dómbær á atferli geðsjúk- lings og ákveði refsinguna?“ „Já, hvers vegna ekki? Þrátt fyrir allt . . .“ Nemandinn lauk ekki setningunni, eins og merkingin væri augljós. „Þú vilt vita, hvers eðlis refsing geðsjúklings eigi að vera?“ Nemendurnir kinkuðu kolli. Kennarinn svaraði: „Störf ykkar eru ekki fólgin í því að refsa sjúklingunum. Refsing tilheyrir ekki meðferðinni og gerir venjulega illt verra. Ýmis form meðferðar geta litið út sem refs- ing, þótt hún sé ekki hugsuð sem slík. Þið eigið ekki að dæma fram- komu sjúklings og refsa honum, þegar liann er sem veikastur." „Þú átt við,“ sagði annar nemandi, að þú myndir leyfa sjúklingn- um að eyðileggja húsgögn og ráðast á þig eða annan sjúkling?“ Kennarinn hafði ekki neitt eitt svar við þessum spurningum, heldur þrjú: „1 fyrsta lagi mundir þú aldrei hvetja sjúklinginn til áð eyðileggja húsgögn, en það merkir ekki, að þú ákveðir að hann sé slæmur og skemmdarfíkinn, og honum beri að refsa. I sumum tilfellum getur þú látið sem þú sjáir ekki eyðilegg- inguna. Venjulega mundir þú beina athygli hans að einhverjum æskilegri aðferðum til að fá útrás fyrir ótta sinn og fjandskap. Viðvíkjandi því næsta, hvers vegna finnst þér, að þú verðir að aðhafast eitthvað, ef sjúklingurinn hæðist að þér. Er sjálfsvirðing þín svo veik, að þú getir ekki tekið þessari tjáningu hans vel? Veiztu ekki, að sjúklingnum er hollt áð tjá fjandskap sinn, jafn- vel þótt það bitni á þér? Að lokum svara ég þriðju spurningunni: Þú lofar honum ekki að ráðast á annan sjúkling, en þar með mátt bú ekki taka að þér hlutverk dómara og kviðdómenda, og refsa hinum árásargjarna fyrir að vera geðsjúklingur.“ Nemendurnir litu á hann með umburðarlyndi, ekki sannfærðir, heldur eins og þeir fyrirgæfu honum, að hann vissi ekki „hvernig 48 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS -----------------------------

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.