Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1968, Side 6

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1968, Side 6
Úr dagsins önn Ingibjörg Gunnarsdóttir: Störfin á skrifstofu HFÍ Starfið á skrifstofunni má segja að sé þríþætt. Það er gjald- kerastarfið og innheimta félagsgjalda, bréfaskriftir, og upplýs- ingar ýmiss konar varðandi félags-, launa- og kjaramál hjúkrunar- félagsins. Á síðasta aðalfundi félagsins var ákveðið að skrifstofan tæki að sér gjaldkerastörfin, sem áður höfðu verið í höndum gjaldkera í stjórn félagsins. Þá var einnig ákveðið að ráða aðra stúlku á skrif- stofuna í hálfs dags starf, en sl. þrjú ár hefur félagið haft opna skrifstofu hálfan daginn og hjúkrunarkona unnið skrifstofustörf- in. Með tilkomu innheimtu félagsgjalda og öðrum starfssviðum gjaldkera var náttúrlega óhjákvæmilegt að bæta við starfskrafti. Ég var fyrst og fremst ráðin til þessara starfa. Þá var félagsgjald- ið hækkað talsvert eins og öllum er kunnugt. Borgarskrifstofurnar og Skrifstofa ríkisspítalanna hafa verið okkurmjögvinsamlegarog séð um innheimtu á félagsgjöldum hjúkrunarkvenna, sem vinna á þeirra stofnunum hér í Reykjavík, en við fengum unglingsstúlku til að sækja gjaldið til þeirra hjúkrunarkvenna, sem ekki eru starf- andi. Verð ég að segja að það hefur gengið vonum framar með til- liti til hinnar miklu hækkunar. Ég get þó ekki látið vera að beina þeim óskum mínum til þeirra félaga, sem ekki hefur náðst í, að hafa samband við okkur á skrifstofunni. Já, það er margt fleira sem hér fer fram heldur en að telja peninga. Alltaf fer nokkur hópur hjúkrunarkvenna til vinnu er- lendis, aðallega til Norðurlandanna, og höfum við alla milligöngu um ráðningu þeirra, sendum umsóknir og eru talsverðar bréfa- skriftir í sambandi við það. Þá er eðlilegt að félagsmálastai’fið krefjist nokkurs tíma. Samvinna hjúkrunarkvenna á Norðurlönd- um og Alþjóðasamband hjúkrunarkvenna hafa töluvert samstarf og bréfaviðskipti, og fylgjast vel hvort með annars starfi. Þá er kannske eftir að telja það verkið, sem oft tekur mikinn tíma, en það er símaþjónustan. Það kemur fyrir, og oftar en hitt, að hér er talað stanzlaust í símann allan skrifstofutímann. Það er talsvert leitað hingað vegna launa- og kjaramála og veitum við náttúrlega allar upplýsingar og aðstoð, sem er á okkar valdi. Nú er í fullum gangi undirbúningur undir Norðurlandamót hjúkrunarkvenna, sem halda á hér árið 1970 og hér liggja frammi umsóknareyðublöð fyrir þá félaga, sem ætla að fara á Alþjóða- mótið í Montreal á næsta ári. Það eru að vísu starfandi nefndir að hverju málefni, en á vissan hátt fara verkefnin fram á vegum skrifstofunnar. 82 TÍMARIT IIJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.