Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1968, Síða 8

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1968, Síða 8
Fulltrúafundur SSN i Helsingjaeyri dagana 18. —20. september 1968 Fulltrúafundur SSN var hald- inn í Helsingjaeyri, Danmörku, dagana 18.—20. sept. 1968. Frá íslandi sóttu fundinn þærMaría Pétursdóttir, form. H.F.I., María Finnsdóttir, Elín Eggerz- Stefánsson, Vigdís Magnúsdótt- ir og Elísabeth P. Malmberg. Fundurinn var haldinn í reglulegu „lúxusumhverfi," nefnilega Hotel Hamlet í Helsingjaeyri, örstutt frá Krón- borgarkastala. Mjög þægilegt þótti okkur að hafa fundarsal og vistarverur á sama stað. Móttaka Dansk Sygeplejerád var til fyrirmyndar og hin danska „hygge“ var allsstaðar ríkjandi. Til Helsingjaeyrar var komið þriðjudag 17. sept. kl. 19.00 og vannst rétt tími til að þvo af sér ferðarykið þegar sezt var að geysimiklu veizluborði, sem skreytt var fagurlega blóma- lengjum í fánalitunum. Undir hverjum diski var handsaumuð bakkaservietta með blómum og upphafsstöfum SSN. Var þetta gjöf til allra fulltrúanna frá Dansk Sygeplejarád, sem þar höfðu lagt mörg „sporin“ að verki. Formaður Dansk Syge- plejerád, Kirsten Stallknecht, bauð fulltrúa velkomna með nokkrum velvöldum orðum. Okkur Isiendingum var dreift eins langt hvorri frá annarri og unnt var, svo ekki var annað að gera en rifja upp sænskuna, norskuna og dönskuna. Margt var spjallað og spurt og mikið borðað, enda ekki annað hægt. Allir virtust velupplagðir og fullir starfsáhuga. Miðvikudag 18. sept. kl. 9.30 setti formaður SSN, Aagot Lindström, fundinn, bauð full- trúa velkomna og stýrði fundi af miklum skörungsskap. Á dagskrá voru 40 mál til um- ræðu og verður of langt mál að gera grein fyrir þeim öllum hér, en aðeins drepið á það helzta. Það mál sem lengstan tíma tók og mest var rætt var tví- mælalaust endurskipulag SSN, en sérstök nefnd hefir unnið að breytingartillögum þeim, sem lagðar voru fram á fundinum. Nefnd þessi er skipuð einum fulltrúa frá hverju landi og er María Pétursdóttir fulltrúi okk- ar (sjá mynd á bls. 86). Hvert félag lagði síðan fram athugasemdir sínar varðandi breytingatillögurnar og talaði þar Elín Eggerz-Stefánsson fyr- ir hönd H.F.Í. Þar sem mál þetta er skammt á veg komið er ekki tímabært að gera grein fyrir því enn, en nefndin mun starfa áfram, og taka til athugunar nýjar tillög- ur, er fram komu á fundinum. Verður endurskipulag SSN næst tekið fyrir á fulltrúafundi SSN 1970 í Reykjavík. Hinar ýmsu nefndir gerðu íslenzku fulltrúamir. F. v.: María Pétursdóttir, María Finnsdóttir, Elín Eggerz-Stefánsson, Vigdís Magnúsdóttir, Elísabet P. Malmberg. 84 TÍMARIT H.IÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.