Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1968, Side 9

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1968, Side 9
Frá fundinum í Helsingaeyri. grein fyrir starfsemi sinni síð- an síðasti fulltrúafundur var haldinn. I greinargerð frá launa- og kjaramálanefnd SSN kom m.a. fram að nokkrar úrbætur hafa átt sér stað til handa þeim lægst launuðu. Hins vegar skortir að nægilegt tillit sé tekiðtilsundur- greiningar eftir starfsaðstöðu, sérhæfniogmenntunar. Uppbæt- ur vegna óheppilegs vinnutíma hafa aukist, en þó ekki svo að sanngjarnt megi teljast. Nefnd- in álítur, að þar sem hjúkrunar- konur leita fremur til annarar atvinnu en hjúkrunar sé orsök- in oftast sú hversu vinnutími við hjúkrunarstörf er óhentug- ur. Er þörf sérstakra athugana á þessu sviði. Á fundinum var lögð rík áherzla á nauðsyn góðrar sam- vinnu milli þeirra heilbrigðis- starfsmanna er vinna innan sj úkrastofnananna annarsvegar og þeirra, er vinna utan þeirra hins vegar, þannig að heilsu- gæzla einstaklingsins verði órof- in og vel viðunandi. Einnig var lögð áherzla á mikilvægi þess að hjúkrunar- konur verði virkir þátttakend- ur á sviði rannsókna í þágu heil- brigðismála. Urðu um öll þessi mál lífleg- ar umræður og var ánægjulegt að heyra skoðanir þessarra merku kvenna. Auðheyrt var að hjúkr- unarkonur á Norðurlöndum létu hagsmunamál sín mjög til sín taka, enda skilyrði fyrir góðri samvinnu og góðum árangri. TJtgáfu-og kynningarnefndSSN eða Pressekommiteen, hélt fund utan dagskrár. Nefndina skipa ritstjórar norrænu hjúkrunar- tímaritanna og er markmið hennar að sjálfsögðu útbreiðsla og kynningarstarf innan vé- banda SSN. Lögð var áherzla á að auka . bæri fréttasendingar frá hinum norrænu h j úkrunarfélögum milli blaðanna þannig að alltaf væri eitthvað nýtt frá hverju landi í hverju blaði. Til mála hefir komið að leggja nefnd þessa niður í núverandi mynd, en efna í þess stað til reglubundinna ritstjórafunda norrænna h j úkrunartímarita. Er þetta einn liður í endurskipu- lagi SSN. Formaður í Presse- kommiteen er ritstjóri finnska TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 85

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.