Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1968, Side 12
Elín E(/(jerz-Stefánsson:
II. heilbrigðisráðstefna Læknafélags íslands
FYRRI HLUTI
í fyrsta tölublaði rits þessa á
yfirstandandi ári var sagt frá
heilbrigðismálaráðstefnu Lækna-
félags íslands, sem haldin var í
nóvember 1967 og þess þá getið,
að ætlunin væri að halda fleiri
ráðstefnur af svipuðu tagi. Að
tæpu ári liðnu, þ.e. dagana 4.-5.
október s.l., var boðað til II.
heilbrigðisráðstefnu félagsins í
sama mund og minnst var hálfr-
ar aldar afmælis samtakanna.
Þótt ekki væri til annars en
geta verðskuldaðs þakklætis til
forvígismanna ráðstefnu þess-
arar fyrir framtak þeirra, þá
finnst mér ærin ástæða til að
skrifa hér nokkur orð um at-
burð þennan.
Efni það, sem valið var til
meðferðar, nefndist „Læknis-
þjónusta í dreifbýli og þéttbýli",
en heiti erinda og flytjendur
þeirra voru sem hér segir:
1. Rekstur lækningastöðva í
þéttbýli: örn Bjamason.hér-
aðslæknir í Vestmannaeyjum.
2. Rekstur lækningastöðva í
dreifbýli: Gísli Auðunsson,
héraðslæknir á Húsavík.
3. Starf héraðshjúkrunarkonu:
a) Ólafía Sveinsdóttir,
hjúkrunarkona í
Grindavík.
b) Auður Angantýsdóttir,
hj úkrunarkona,
áður á Flateyri.
4. Fyrirhugaðar nýjungar í
heimilislæknisþ j ónustunni:
Dr. Jón Sigurðsson, borgar-
læknir Reykjavíkur.
5. Byggðaþróun og áætlanir um
byggðakjarna: Lárus Jóns-
son, viðskiptafræðingur.
6. Sérmenntun heimilislækna
(Postgi’aduate training of
general practioners): Dr.
James Cameron, fulltrúi frá
The British Medical Associ-
ation.
7. Fjármögun heilbrigðismála:
Páll Sigurðsson, trygginga-
yfirlæknir.
8. Hjúkrun í heimahúsum: Sól-
veig Jóhannsdóttir, hjúkr-
unarkennari við Hjúkrunar-
skóla Islands.
9. Framhaldsmenntun heimilis-
lækna og sérfræðiviðurkenn-
ing þeirra: ólafur Mixa,
læknir.
Þegar ég sat ráðstefnuna, var
mér ekki í huga að skrifa skipu-
lega frásögn né útdrátt erinda
eða umræðna, er þar fóru fram,
til fróðleiks öðrum, sem ekki
gafst kostur á að vera viðstadd-
ir. Nú,þegar nokkuð er um liðið,
skortir mig minni og gögn til að
gera þessu góð skil, en samt vil
ég reyna að greina ögn frá því,
sem einkum vakti athygli mína
og umhugsun, í þeirri von að sá
þráður samhugar og samvinnu,
sem reynt var að spinna, megi
síður slitna, þar sem hjúkrunar-
konur fá að gert, þótt jafnframt
sé mér engin launung á óánægju
minni með nokkur veigamikil
atriði, sem fram komu. Vinur er
sá er til vamms segir.
örn Bjarnason ræddi hóp-
starf lækna, er annast heimilis-
lækningar, og hafa sameiginlegt
luúsnæði fyrir starfsemi sína í
lækningamiðstöð og stj órna
þeirri stofnun sjálfir. En lækn-
ingar eru aðeins einn þáttur
læknisþjónustunnar, sagði hann.
Hópsamvinnan þarf að ná til
allrar almennrar læknisþjón-
ustu, sem veitt er utan spítala.
Fyrir slíka starfsemi þarf að
koma upp sérstökum stofnunum,
heilsugæzlustöðvum, er sameina
undir einu þaki læknamiðstöð,
heilsuverndarstöð og aðstöðu til
að taka röntgenmyndir, sinna
smærri slysum og gera minni
háttar aðgerðir.
Frá fyrirkomulagi læknamið-
stöðva greindi Örn nánar. Hann
kvað lækna sömu stöðvar hafa
samráð sín á milli, halda sam-
eiginlega spjaldskrá með öllum
upplýsingum um sjúklingahóp-
inn, en sjúklingi er heimilt að
leita til þess læknis, sem hann
óskar, en nokkur starfsskipting
skal þó verða eftir sérfræði-
þekkingu læknanna. Önnur að-
stoð skal og vera sem hér segir:
1. Einkaritari sér um að vélrita
öll bréf, vottorð og skýrslur
og að spjaldskrá sé í röð og
reglu og ritarinn er tengilið-
ur milli aðstoðarf ólks og lækn-
anna innbyrðis og sér um
skipulagningu hins daglega
starfs.
2. Sé vinnuálag ekki mikið, get-
ur ritarinn annazt móttöku
sjúklinga og símavörzlu, ella
verður að ráða annan til
þeirra starfa.
3. Hj úkrunarkonur aðstoða
læknana við störf þeirra, svo
sem við slys og smærri að-
gerðir og við skoðanir, sem
ekki verða framkvæmdar án
hjálpar eða nærveru hjúkr-
unarkonu. Annars vinnur
88 TÍMAKIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS