Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1968, Page 14

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1968, Page 14
ég skjóta hér inn í 9. gr. lækna- skipunarlaga, samþykktum á Al- þingi 6. maí 1965, en hún hljóð- ar svo: „Heimilt er að greiða úr ríkis- sjóði % launa handa allt að sex hjúkrunarkonum til starfa í læknishéruðum. Hlutaðeigandi sveitarstjórn eða sveitarstjórn- ir ráða héraöshjúkrunarlconur með ráði hlutaðeigandi héraðs- læknis og í samráði við iand- lækni, en ráðherra staðfestir ráðningu þeirra. Ráðherra setur héraðshjúkr- unarkonum erindisbréf.“ Ekki hefur mér vitanlega neitt erindisbréf af þessu tagi verið samið enn sem komið er. Ekki mun fátítt að einstaklingar séu ráðnir til starfa hjá opinberum stofnunum án þess að viðkom- andi erindisbréf hafi verið sam- in og eru ráðningar héraðs- hjúkrunarkvenna því ekkert einsdæmi hér um. Hins vegar mun æskilegt að afgreiðsla slíks erindisbréfs dragist ekki úr hófi fram eftir að til starfsins hefur verið stofnað, og í flestum ábvrgðarstöðum mun siðmennt- uðum þjóðum þykja mikluvarða að föst ákvæði gildi um undir- búningsmenntun og hæfni til starfsins. fslendingar hafa um flest tekið sér til fyrirmyndar hætti hinna Norðurlandaþjóð- anna, Englendinga og sum- part Bandaríkjamanna livað snertir undirbúning og kröf- ur til hjúkrunarkvennastarfa. Hjá þessum þjóðum eru til starfsheiti, svo sem „Distrikt- siuksköterska," „Hálsosyster," „ Amtssundhedspelej erske,“ „Helsesöster,“ „Health visitor," „District nurse“ og „Public- health nurse“ og, án þess að heilbrigðisyfirvöld á íslandi hefðu nokkur samráð við for- vígismenn Hjúkrunarfélags ís- lands vegna ákvæða framan- greindrar 9. greinar læknaskip- unarlaganna frá 1965, þá töldu ýmsar hjúkrunarkonuv eftir birtingu laganna, að heilbrigðis- yfirvöld hlytu að hafa í huga starfssvið svipað því, er tíðkast meðal nefndra nágrannaþjóða innan þeirra starfsgreina, sem áðan voru upp taldar. Eftir að hafa hlustað á erindi þeirra Ól- afíu og Auðar um „störf hér- aðshjúkrunarkonu," og vitandi vits að hvorug þeirra hefur stundað viðurkennt framhalds- nám innan heilsuverndar, þá varð mér fyllilega 1 jóst að íslenzk lieilbrigðisyfirvöld hafa alls ekki haft í huga hið sama og ég með heitinu „héraðshjúkrunar- kona.“ Því miður vannst mér ekki tóm til að hugsa málið svo skýrt sem skyldi á sjálfri heil- brigðismálaráðstefnuninni og gera fyrirspurn til viðkomandi aðila þá á staðnum og harma ég það. Atburðir þessir eru ljóst dæmi þess að þörf hefur verið til langs tíma fyrir hjúknmar- málafulltrúa innan Landlæknis- embættisins. Nú vil ég með engu móti van- þakka framlag þessara tveggja stallsystra minna innan heil- brigðisþjónustunnar, né ann- arra hjúkrunarkvenna, sem kunna að stunda hliðstæð störf, og tel ég víst að íbúar þeirra sveitarfélaga, sem notið hafa ki’afta þeirra þætti maklegra að í'óma fórnarlund og dugnað þeirra fáu einstaklinga, sem gefa kost á sér til starfa, þar sem einangrun og áhætta vofir yfir flesta daga. Nei, einstakl- ingum með takmarkaða víðsýni og ónóga reynslu álasa ég ekki. Mér finnst það meir en lítill kjarkur í huga ungrar stúlku sem Auðar Angantýsdóttur, þeg- ar hún nýkomin úr grunnámi fellst á að ráðá sig til Flateyr- ar. f erindi sínu sagði hún: „Þegar ég réðist til starfsins, vissi ég raunar ekki hvað ég var að fara út í, en reyndi að búa mig eins vel og ég gat undir starfið." Einnig sagði hún: „Frítímum mínum næstu þrjá mánuði varði ég að mestu leyti í að undirbúa för mína vestur." Auður leitaði til Helga Valdi- marssonar, læknis, og Dr. Sig- urðar Sigurðssonar, landlæknis, um leiðbeiningu varðandi undir- búning undir „héraðshjúkrunar- konustarfið“ cg báðir greiddu götu hennar mjög fúslega, svo og fleiri aðilar, sem urðu að miklu liði, að sögn hennar. Þeir, sem ég álasa, eru fyrst og fremst allir þeir forráðamenn heilbrigðismálanna, sem stuðla að því að senda alls óreynda hjúkrunarkonu til starfs af- þessu tagi, án þess að krefjast frekari undirbúnings en sem nemur frístundakynningu á ein- um þremur mánuðum. Ef skiln- ingur og vilji hefði verið fyrir hendi, hefði með einhverjum ráðum mátt útvega svo fúsri manneskju betri tíma til kynn- ingar og náms. Mig hreinlega stórfurðar á að menn leyfi sér að kynna svona lítt undirbúna einstaklinga sem „héraðshj úkrunarkonur.“ Slíkt er sama sem að drepa tiltrú og virðingu fyrir starfsheitinu áð- ur en nokkurri heilsuverndar- menntaðri héraðsh j úkrunarkonu auðnast að festa rætur í íslenzku þjóðfélagi. Læknastéttin hefur í langan tíma gert héraðslæknisstarfinu svipaðan órétt, með því að nefna kandidata og jafnvel læknanema á ýmsum stigum náms síns héraðslækna, ef þeir starfa að lækningum í héraði, þar sem engrar annarrar læknis- þjónustu er völ. Munurinn er þó sá, að virðing manna fyrir hér- aðslæknisheitinu á þeim tímum, þegar allir embættismenn voru æðri alþýðu manna að miklum mun, á enn sterk ítök í huga þjóðarinnar. Auk þessa eru margir ágætis menn í starfi sem héraðslæknar víðsvegar um landið. Sannleikurinn er sá að því fer mjög fjarri að Læknaskóli íslands útskrifi unga menn í dag, sem án sérnáms í þjóðfé- lagslegum heilbrigðisvísindum, 90 TÍMAHIT IIJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.