Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1968, Qupperneq 16
Landsspítalinn opnar barnaheimili
Fyrir stuttu opnaði Lands-
spítalinn nýtt barnaheimili í
Engihlíð 6. Okkur langaði að
sjá, hvernig börnin og starfs-
fólkið yndi sér á nýja heimilinu,
svo að við fórum og hittum að
máli Þuríði Sigurðardóttur, ein-
staklega elskulega stúlku. Hún
hefur starfað við Landsspítala-
deildina í Grænuborg frá upp-
hafi eða í tvö og hálft ár, og nú
er hún forstöðukona nýja barna-
heimilisins.
Við spyrjum hana, hvað marg-
ar stúlkur hugsi um börnin.
„Við verðum fimm, þrjár
starfsstúlkur og tvær fóstrur,
en reyndar verðum við ekki
nema fjórar í einu. Barnaheim-
ilið er opið frá kl. 7.15 til 19.15,
ÉÞ..3
1 leikstofu.
en lokað frá hádegi á laugard.
og til mánudags."
„Og hvernig heldurðu, að að-
staðan verði?“
„Það er ekki búið að fullgera
nema lítinn hluta af húsnæðinu,
en þegar allt er tilbúið, höfum
við 10 herbergi til umráða. Á
hæðinni eru eldhús og fjögur
herbergi. í tveim stærri stofun-
um verða 12 börn á aldrinum
tveggja til þriggja ára, en í
tveim minni stofunum verða 8
börn á aldrinum 4-6 ára í hvorri
stofu. í kjallaranum eru smíða-
herbergi og föndurherbergi, sem
eldri börnin hafa aðgang að. Þar
eru einnig tvö fataherbergi og
baðherbergi, og er ætlunin að
börnin fái að sigla og leika sér
við baðkerið, sérstaklega þegar
vont er veður.
Hér í garðinum hefur verið
komið fyrir leiktækjum. Þar er
nokkuð þröngt fyrir þetta mörg
börn, en það vill svo vel til, að
opinn leikvöllur er hinum megin
við girðinguna og hann ætlum
við að nota og verðum við þar
hjá börnunum. Hérna á næstu
grösum er svo Miklatún, þangað
verður gaman að fara í göngu-
ferðir í góðu veðri. Matinn fá-
um við allan frá Landsspítalan-
um og er hann sérstaklega góð-
ur. Börnin fá morgunmat, liá-
degismat og eftirmiðdagsdrykk.
Auk þess fá þau ávexti, þegar
þau vakna, — öll eru þau látin
leggja sig, ef mæðurnar hafa
ekkert á móti því, — svo fá þau,
sem ekki eru farin klukkan 5,
ávexti.
92 TÍMAKIT IIJÚKKUNAKFÉI.AGS ÍSLANDS
Alltaf eru pollarnir skemmtilegir.
Ég held, að hér vérði mjög
skemmtilegt, þegar allt er kom-
ið í lag. Húsnæðið er ágætt og
auk þess er alltaf liægt að gera
meira fyrir hvert barn, þegar
þau eru ekki fleiri en hér. Það
er líka skemmtilegt fyrir þau að
eiga það sameiginlegt, að mæð-
ur þeirra allra vinna á sama
stað.“
„á hvaða aldri eru börnin?“
„Þau eru yngst tekin tveggja
ára og mega vera til sex ára.
Hér er engin aðstaða til að hafa
yngri börn.“
„Eru börnin hér aðeins á með-
an mæðurnar eru að vinna?“
„Já. Við göngurn mjög ríkt
eftir því, að þær taki þau strax
eftir vinnu og komi ekki með
þau, þegar þær eiga frí. Þótt við