Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1968, Síða 19
f tilefni af fyrirhuguðu alþjóðamóti hjúkrunarkvenna í Montreal í Kanaóa
á næsta ári birtist hér stutt frásögn af starfi og þróun félagssamtaka hjúkr-
unarkvenna þar í landi.
Þetta undruðust hinir nýju
ensku ráðamenn. Svo endaði sjö
ára stríðið. Frakkar létu af
hendi Norður-Ameríku til Eng-
kinds að undanskyldu St. Pierre
og Miquelon og hin engilsax-
nesku stjórnarlög gengu í gildi
í Kanada 1867. Þannig voru
heilbrigðismálin lögð undir
þeirra dómsvald um allt landið.
Það var eðlileg ráðstöfun á þess-
um árum þegar samgöngur voru
strjálar og erfiðar milli hinna
dreifu héraða að hvert hérað
hafði sín hjúkrunarsamtök. —
Þessi dreifðu samtök voru síðar
satneinuð í 10 héruðum í eitt fé-
Þig, Canadian Nurses.
INNFLYTJENDUM
FJÖLGAR.
Innflytjendur byrjuðu smám
saman að streyma til landsins
eftir sjö ára stríðið. Margir
Bandaríkjamenn fluttu til Kan-
uda eftir borgarastyrjöldina.
Flestir innflytjendur komu þar
á árunum kringum 1880, en
straumurinn hélt áfram alla 19.
öldina. Hópar af innflytjendum
dreifðust yfir landið. Þörfin fyr-
h' sjúkrahús varð of mikil til að
kirkjan og nunnurnar gætuann-
uð henni. Byrjað var að reisa
spítala sem ekki voru reknir í
anda kirkjunnar. Alls staðar
stríddu hjúkrunarkonur móti
farsóttum vanbúnar af áhöldum
°8' lyfjum. Hjúkrunarkonurnar
á þessum nýju sjúkrahúsum
höfðu ekki reynslu nunnanna í
sjúkdómafræði og siðfræði, var
því brýn nauðsyn að mennta
þær.
NIGIJTINGALE-
ÁHRIFIN.
Um þetta leyti gætti áhrifa
frá Florence Nightingale í Evr-
ópu. Hennar áhrifa hafði líka
gætt í starfi hjúkrunarkvenna í
Kanada, en starf í hennar anda
liófst þó í alvöru eftir að
Bellevue Training hjúkrunar-
kvennaskólinn í New York tók
upp hennar kerfi. Skólinn varð
fyrirmynd annarra skóla í
U.S.A.
Þar sem hjúkrunarskólar í
Kanada voru ekki fullkomnir á
þessum árum, sóttu margar
hj úkrunarkonur þaðan menntun
sína til New York og fluttu
áhrifin með sér heim. Fyrsti
kanadiski h j úkrunarkvennaskól-
inn var stofnaður af Dr. Mack
á General Marine Hospital í
Suður Ontario 1874. Honum var
stjórnað af 2 hjúkrunarkonum
sem höfðu lært af Florence
Nightingale. Á næstu 10 árum
voru allmargir skólar stofnaðir
í landinu og kenndu allir eftir
Florence Nightingale- kerfinu.
SAMANSAFN
AF HUGMYNDUM.
Á þennan hátt urðu kanadisk-
ar hjúkrunarkonur fyrir áhrif-
um frá Frakklandi, Englandi og
U.S.A. og er það ef til vill skýr-
ingin á áhuga kanadiskra hjúkr-
unarkvenna á alþjóðasamstarfi.
Fyrsta sporið að skipulögðum
félagsskap hjúkrunarkvenna i
Kanada var á þann veg að
hjúkrunarkonur og nemar, sem
komu frá sama skóla voru sam-
an í félagi. Árið 1896 voru þessi
félög sameinuð í eitt samband í
Bandaríkjunum og Kanada. —
Helzta áhugamála þessa sam-
bands var að aukametnaðhjúkr-
unarkvenna fyrir starfi sínu og
menntun stéttarinnar og setja
fastar siðareglur. Auk þess bar
meðlimum að hjálpa hver öðrum
félagslega og á annan hátt. Um
þetta leiti var að byrja skipu-
lagning á alþjóðlegu samstarfi
hjúkrunarkvenna í Englandi.
Fengu þær hugmyndir góðar
viðtökur í Ameríku og voru
mjög í samræmi við áhuga
hjúkrunarkvenna í Kanada um
alþ j óðasamstarf.
ÞÁTTTAKA I
ALÞJÓÐASTARFL
Mary Agnes Snively, forstöðu-
kona við Toronto General Hos-
pital, átti frumkvæðið og vam.
mest að sameiningu margra fé-
laga hjúkrunarkvenna við
sjúkrahús og skóla í Kanada í
eitt samband. Hinn 15. október
1908 skrifaði Mary Agnes
Snively, Mrs Bedford Fenwick,
formanni I.C.N. og skýrði frá
þróun félagsmála í Kanada
og sótti um upptöku í alþjóða-
samtökin. Þegar þátttakendur í
I.C.N. hittast í Kanada 1969
verða þeir boðnir velkomnir af
landsamtökum, sem frá upphafi
hafa verið alþjóðleg í hugsjón-
um og viðsýn og með stolti geta
litið til baka á hlutdeild síns
fagra en erfiða lands Kanada í
alþjóðasamstarfi hjúkrunar-
kvenna.
Lausl. þýtt
Kristjana Sigurðardóttir.
TÍMAKIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSI.ANDS 95