Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1968, Blaðsíða 20
Guörún Marteinsson:
Framhaldsnám við Royal College
of Nursing, London
Námsgrein: Deildarkennsla — clinical instruction
Ég hefi verið beðin að skýra
svolítið frá framhaldsnámi því,
sem ég stundaði s.l. vetur í
London. Námskeiðið stóð yfir í
6 mánuði, byrjaði 19. sept. 1967
og iauk í apríl 1968, með skrif-
legu prófi, sem tekið var í þrem
aðalfögunum.
I skólann innrituðust að þessu
sinni 280 þátttakendur, en nám-
skeiðin eru haldin í ýmsum
greinum, t.d. spítalastjórn —
administration — (6 mán.),
deildarh j úkrunarkonustörf —
ward sister’s coui’se — (3 mán),
kennaranámskeið — tutors
course — (2 ár), rannsóknir á
hjúkrunarstörfum — nursing
research—og svo námskeið fyr-
ir clinical instructors/teachers
of pupil nurses, sem ég tók. Er
þessi skóli talinn hafa afrekað
mikið í þágu hjúkrunai’mála, og
er mikils metinn á heimsmæli-
kvarða. Kennarar mjög góðir,
vel menntaðir og vekja hjá öll-
um áhuga og aðdáun. Enda kom
í ljós, að þarna var samankom-
ið til framhaldsnáms náms-
fólk frá 38 löndum. Var mikinn
fróðleik að fá og lærdómsríkt að
kynnast þarna fólki af mismun-
andi hörundslit og trúarbrögð-
um, og lærði ég mikið í landa-
fræði og sögu með því að starfa
og ræða við þetta fólk. Við vor-
um 42 í deildarkennslu-nám-
skeiðinu, þar af 8 útlendingar
og fjórir frá Wales.
Mér létti, þegar ég fyrst hitti
skólafélaga mína og komst að
raun um, að flestir voru á lík-
um aldri og ég (ég óttaðist að
allir væru miklu yngri). Einn-
ig komst ég að raun um, þegar
ég fór að kynnast betur, að
skólasystkini mín höfðu sömu
áhugamál og áttu við marga þá
sömu erfiðleika að etja, að
meira eða minna leyti eins og
við hér heima á Fróni.
Sem dæmi má nefna:
1. Mikill skortur á kennurum
og hjúkrunarkonum.
2. Mikil löngun til að koma á
meiri og betri kennslu í verk-
legu námi nemendanna.
3. Erfiðleikar við að samræma
bóklega námið í skólanum
við verklega námið á sjúkra-
húsunum.
4. Skortur á nægilegri sam-
vinnu milli skólans annars
vegar og spítalans hins veg-
ar.
5. Löngun til að veita nemend-
um aukna kennslu í sam-
ræmi við kröfur nútímans.
6. Sameiginlegt markmið hjá
öllum: að bæta með þessari
auknu samvinnu og auk-
inni kennslu hjúkrun sjúkl-
ingsins. Hjálpa nemendum
til að fá betri skilning á
hjúkrun hvers einstaklings í
heild, skilning á allri hans
likamlegu og andlegu að-
hlynningu.
Royal College of Nursing hef-
ur nú haft þetta deildarkennslu-
námskeið undanfarin 8 ár, og er
því vel kunnugt um þessi sam-
eiginlegu vandamál. Skólinn vill
aðstoða námsfólk skólans við að
ráða fram úr þessum örðugleik-
um. Þar sem námsfólk á þessu
námskeiði var mestmegnis fólk,
sem hefur mikla starfsreynslu
að baki sér, gátu allir, hver á
sinn hátt, lagt til sinn skerf,
komið með ýmsar góðar tillögur
og þegar allir leggja saman með
margar hugmyndir í einn stór-
an sjóð, kryfja þær síðan til
mergjar, fást oft mörg góð ráð,
sem hver og einn getur síðan
notfært sér með breytingum í
samræmi við sitt heimaland eða
aðstæður á hverjum stað. Lærð-
ir kennarar eru svo til staðar til
að auka þekkingu okkar á ýms-
an hátt, þannig að við getum
betur hagnýtt okkur þessi fræði
og síðan orðið þjóð okkar, skóla
og sjúkrahúsum að meira liði.
Þær námsgreinar, sem aðal-
áherzla var lögð á og hafðar
voru sem próffög voru:
Uppeldis- og sálarfræði —
Educational psychology
Eðlilegt samstarf líffæranna
og breytingar, sem orsakast
af sjúkdómum.
— Normal and disordered
functions of the body.
Kennsla í hjúkrun á deildum.
— Ward teaching.
Mr. Goodwin var kennari okk-
ar í psychology. Hafði hann
mjög mikla þekkingu á þessu
fagi, sem er án efa mjög erfitt
að kenna, á svona stuttu nám-
skeiði, þannig að nemendurnir
fái einhvern skilning á þessu
víðtæka fagi, en með þolinmæði,
miklum áhuga og velvilja í okk-
ar garð, tókst honum að fá okk-
96 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉI.AGS ÍSLANDS