Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1968, Side 21
Guðrún Marteinsson.
ur lnngflest til að fá áhuga og
þá um leið að hafa gagn af þess-
um fyrirlestrum. Mr. Goodwin
lagði mikla áherzlu á, hve þýð-
ingarmikið það er fyrir alla,
sem eiga mikil samskipti við
meðbræður sína, að geta sem
bezt skilið hegðun þeirra, hugs-
anir og hátterni. — Pedagogy—
kennslufræði — kynnir margar
kennsluaðferðir, námstækni, —
eykur skilning kennarans á
nemendunum, bendir á leiðir til
að auka skilning nemendanna á
sjúklingunum.
Eitt, sem hjálpaði okkur mik-
ið í námi okkar, var hið geysi-
lega fullkomna fag-bókasafn við
The Royal College of Nursing.
Það er eitt það auðugasta bóka-
safn sinnar tegundar í heimi.
Þar er að finna öll tímarit og
blöð, sem lúta að hjúkrunarmál-
um eða viðkoma lieilsu mann-
kynsins á einn eða annan hátt
fyrr og síðar. Og er mikil
áherzla lögð á að kenna öllu
námsfólki við skólann að hag-
nýta sér safnið sem bezt.
Líffærameinafræði var kennd
af tveimur ungum læknum, báð-
um með doktorsgráðu í sinni
sérgrein, Dr. Barrcough og Dr.
Morriston, sérlega færir kenn-
arar, hvor á sinn máta, fullir
áhuga, mjög skýrir og greinar-
góðir.
Hlýddum við á fyrirlestra hjá
þeim tvisvar í viku, en auk þess
fóru þeir með okkur um St.
Thomasar sjúkrahúsið annan-
hvorn laugardagsmorgun og
veittu okkur klinik kennslu.
(Þeir skiptu okkur í tvo hópa,
og fóru svo hvor með sinn hóp).
Var þetta geysilega lærdóms-
ríkt. Sjúklingarnir, sem við
kynntumst hverju sinni,voru þá
með einhverja þá sjúkdóma, sem
við vorum þegar búin að kynn-
ast áður í fyrirlestrum í skólan-
um. Urðu okkur þá miklu ljós-
ari öll þau sjúkdómseinkenni,
sem koma fram hjá sjúkling-
unum. Þetta undirstrikaði hjá
okkur nauðsyn þess, hve mikils-
vert er að kunna að ,,ob-
servera" sjúklinginn á sjúkra-
stofunni. Síðan var farið yfir
journalinn, — röntgenmyndir
skoðaðar, öll rannsóknarblöðin
athuguð, hvað væri normalt,
hvað óeðlilegt, hvaða þýðingu
þessar breytingar hefðu o.s.frv.
Að auki fengum við kennslu
í líffæra- og lífeðlisfræði, sem
nauðsynlegt er að rifja upp, til
að geta betur tileinkað sér allt,
sem læknarnir kenndu.Við fund-
um þá mörg, hve nauðsynlegt er
að halda þessu við, ef þekking á
að vera fyrir hendi á hinum
ýmsu sjúkdómum. Án þeirrar
grundvallar þekkingu stendui-
hjúkrunarkonan illa að vígi, þeg-
ar hún þarf aðaðstoðahinaungu
hjúkrunarnema við námið. Var
það mikið átak hjá flestum
okkar að samræma ,,anatomv“
— „pathology“ — og „physio-
logy.“ En þá fyrst öðlast skiln-
ingur á góðri hjúkrun á sjúk-
lingnum, að hjúkrunarkonan
skilji samsetningu líkamans, —
hvaða efni eru nauðsynlegí upp-
byggingu hinna ýmsu vefja,
hvað orsakast vegna skorts á
þeim efnum, hvað veldur skort-
inum og svona mætti lengi telja.
Og þegar farið er að læra þetta
svona vel, þá vaknar áhugi hjá
nemandanum til að fá að vita
ennþá meira.
Tilsögn í kennslu var með
ýmsum hætti. Mikið var notuð
sú aðferð, sem Englendingar
nefna „role-acting,“ en það er
gert á þann hátt, að einn nem-
andi tekur að sér hlutverk kenn-
arans — annar hlutverk nem-
andans — og þegar kennsla fer
fram inn á „deildum" (verklegu
kennslustofunni), þá er þriðji
nemandinn látinn taka hlutverk
sjúklingsins. — Fékk hver sitt
verkefni til að undirbúa sig fyr-
ir hvert hlutverk. Seinni hluta
vetrar var okkur síðan falið að
búa sjálf út verkefni, og sjá um
að stjórna því alveg.
Var okkur skipt í þrjá hópa,
og fór liver hópur á „sitt“
sjúkrahús, á hverjum fimmtu-
degi eftir hádegi. Var ég svo
lánsöm að vera send á mj ög fall-
egan, nýjan og fullkominn
skóía, sem var tengdur við „The
Hospital of Sick Children,"
Great Ormond St., sem var sér-
spítali fyrir börn. Voru verk-
legu kennslustofurnar í þessum
skóla mjög vel úr garði gerðar,
stórar og með nýjustu tækjum.
Mættu „leikarar" í búningum
— kennari — nemi — sjúkling-
ur, og voru þrjú verkefni tekin
hverju sinni. Var þetta mjög
lærdómsríkt, og lærðu allir að-
iljar á þennan háttmeira,þvíað
TÍMARIT II.IÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 97