Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1968, Side 23
Ný forstöðukona
við Landsspítalann
yggis. En í sumum tilfellum
gæti það aftur á móti kostað
líf sjúklingsins, ef ekki er
nægileg kunnátta til að
stjórna þessum tækjum á
réttan hátt. Þetta er aðeins
ein hlið á nauðsyn aukinnar
þekkingar.
5. Það sameiginlega markmið,
að bæta hjúkrun hvers sjúk-
lings næst helzt með því að
leggja áherzlu á þau atriði,
sem áður eru nefnd. Með
góðri og aukinni samvinnu,
aukinni kennslu og auknum
skilningi á vandamálum ná-
ungans, trúi ég ekki öðru, en
sjúklingurinn hljóti ósjálf-
i’átt að njóta góðs af.
Að lokum vil ég aðeins leyfa
niér að þakka skólastjóra, frk.
Þorbjörgu Jónsdóttui', fyrir að
hvetja mig til að fara í þetta
framhaldsnám. Námið er að
vísu kostnaðarsamt, og erfitt að
losa sig frá hjúkrunarstörfum
eftir 15 ár samfleytt. En það
opnast fyrir manni nýr heim-
ur, og vildi ég óska, að fleir-
uni gæfist þess kostur, og leggðu
áherzlu á að halda áfram námi
°g bæta við sig á einhvern hátt.
Það er með því eina móti, sem
við getum veitt góða og örugga
hjúkrun á þessum framfaratím-
um, þegar allar breytingar eru
svo örar og tæknin orðin svo
margþætt. Kröfurnar, sem gerð-
ai' eru til hj úkrunai'konunnar af
samtíðarmönnum — læknum —
sjúklingum — nemendum —
öllu samstai'fsfólki — fara sí-
fellt vaxandi. Við verðum því að
hjálpast að; gei’a meiri kröfur
til okkar sjálfra, og eins og
Ingrid Wyller skólastj. segir
einhvers staðar:
„Islendingar eiga eins og
aðrir við örðugleika að
etja, - skilningsleysi -
fátækt - , en ef vilj inn er
fyrir hendi, eru allir veg-
ir færir.
Guðrún Marteinsson,
hjúkrunai'kennari á sjúkradeildum.
Frk. Sigríður Bachmann.
Frk. Hólmfríður Stefánsdóttir.
N lega lét frk. Sigríður Bachmann
af stöi'fum forstöðukonu Landsspít-
alans.
Sigríður lauk hjúkrunarnámi frá
University College Hospital School
of Nursing í London árið 1927. Að
loknu prófi stundaði hún framhalds-
nám í heilsuvernd og kennslu við Bed-
ford College of London í eitt ár. Síð-
ar kynnti hún sér heilsuverndogrekst-
ur hjúkrunarskóla í Bandaríkjunum.
Þegai' heim kom starfaði hún í mörg
ár fyrir Rauðakross Islands, bæði við
hjúkrun og einnig hélt hún námskeið
í hjálp í viðlögum og hjúkrun í heima-
húsum, í Reykjavík og úti um
land. Þar sem þessi námskeið voru
mjög vel sótt og víða haldin, þá
var þetta ómetanleg kynningarstarf-
scmi fyrir hjúkrun í landinu.
Árið 1940 varð hún kennari við
Hjúkrunarskóia Islands. Eftir átta
ára kennslu varð hún skólastjóri skól-
ans í tvö ár, en árið 1954 forstöðu-
kona Landsspítalans. Þessu erfiða
starfi hefur hún gegnt síðan af ein-
stökum dugnaði.
Sigríður var sæmd Florence Nightin-
gale orðunni árið 1957 og riddara-
krossi fálkaorðunnar árið 1958.
Við forstöðukonustarfinu tók frk.
Hólmfríður Stefánsdóttir. Hún lauk
námi frá Hjúkrunarskóla Islands árið
1956. Hefur síðan unnið á Lyflæknis-
deild Landsspítalans, við Hjúkrunai'-
skóla íslands, í Bandaríkjunum og
Heilsuhælinu Vífilsstöðum, þar sem
hún var forstöðukona um tíma. A
Landsspítalanum frá 1966. Hún var
skipuð forstöðukona Landsspítalans
frá 1. júlí 1967, og stundaði síðan
framhaldsnám í spítalastjórn við
Edinborgarháskóla í eitt ár.
Ritnefndin vill fyrir hönd hjúkr-
unarkvenna óska Hólmfríði alls hins
bezta í nýja starfinu og þakkar um
leið Sigríði Bachmann heilladrjúg
störf í þágu hjúkrunarstéttarinnar,
Landsspítalans og Hjúkrunarskóla
íslands.
HJÚKRUNARKONUR ATHUGIÐ!
Þæi' hjúkrunarkonur, sem hafa ekki fengið eyðublöð til
útfyllingar fyrir væntanlegt Hjúkrunai’kvennatal, eru
beðnar að hafa samband við skrifstofu félagsins, Þing-
holtsstræti 30, sími 21177, hið allra fyrsta.
Hjúkrunai’konur, sem ekki hafa endux-sent eyðublöð sín
útfyllt, eða eiga eftir að senda mynd, eru beðnar að gera
það nú þegar, því að verið er að ganga frá handi’iti til
prentunar.
TÍMARIT H.lÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 99