Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1968, Blaðsíða 24

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1968, Blaðsíða 24
Dvalarheimiiið Ás heimsótt Þann 12. október síðastliðinn fóru nokkrar hjúkrunarkonur í boði Gísla Sigurbjörnssonar til Hveragerðis til að skoða dvalar- heimilið Ás, sem þar er óðum að auka starfsemi sína. Fæstar okkar höfðu hugmynd um fyrirkomulagið á dvalar- heimili þessu, en það kom í ljós, að þarna er um 21 hús að ræða, flest fremur lítil. Fyrst skoðuðum við nokkur hús með einstaklingsherbergj- um. Þar voru íbúarnir ýmist aldrað fólk eða fólk, sem hafði verið sent af sjúkrahúsunum til hressingar. Ekkert þessara húsa var ný- byggt, en öll voru þau nýlega standsett og áttu það sameigin- legt, að vera sérstaklega vistleg og umgengnin var alls staðar með afbrigðum snyrtileg. Víðast er einn sjúklingur í hverju herbergi, en sums staðar tveir. Öll eru þessi herbergi sitt með hverju móti og hver vist- maður hefur sína persónulegu hluti hjá sér. í hverju húsi er dagstofa og eldhús með ísskáp og öllu öðru, sem venjulegu eldhúsi tilheyrir. Fólkið sér sjálft um morgun- kaffi, eftirmiðdags- og kvöld- kaffi og auk þess má það útbúa hádegis- og kvöldmat, ef það vill og getur. En þeir, sem vilja, borða í mötuneyti skammt frá. Eins er með ræstingu og önn- ur heimilisstörf. Fólkinu er sagt, að vel sé þegið, ef það geti tekið til hjá sér, en þeir, sem ekki treysta sér til þess, fá aðstoð eftir þörfum. Nokkur húsanna eru ætluð fyrir hjón, og eru tvær íbúðir í hverju húsi með dagstofu, svefnherbergi og gestaherbergi. Tvö hús sáum við nýbyggð og rúma þau hvort um sig tvenn hjón. Þær íbúðir hljóta að full- nægja kröfum jafnvel þeirra vandlátustu, svo smekklegar og nýtízkulegar eru þær. Enda fór- um við flestar að telja árin, sem við eigum eftir, þangað til við fáum að setjast þar að. Einnig skoðuðum við hús, sem á að vera aðsetur fyrir lækni og hjúkrunarkonu. Þar er líka hár- greiðslustofa fyrir visfólkið. — Þessi hárgreiðslustofa er ó- venjuleg að því leyti, að ekkert kostar að fara þar í lagningu. Að lokum skoðuðum við nokk- ur gróðurhús af mörgum, sem eru í tengslum við dvalarheimil- ið. Þar eru margar nýjungar á ferðinni. Á eftir var okkur svo boð- ið kaffi og bakkelsi í öðru mötu- neyti heimilisins. Mötuneytinu hefur verið komið fyrir í húsi Kristmanns Guðmundssonar, rithöfundar, og er þar allt ný- endui’byggt og mjög skemmti- legt, en það tók einmitt til starfa daginn áður en við komum. Á meðan við drukkum kaffið, sagði Gísli Sigurbjörnsson okk- ur ýmislegt um starfsemina. — Þarna er rúm fyrir 82 vistmenn, en ráðgert er að fjölga þeim. Mikil áherzla er lögð á, að fólkið taki einhvern þátt í starf- seminni, ef það getur og 17 fá þóknun fyrir störf sín. Þeir vinna aðallega við gróðurhúsin og aðstoða við heimilisstörfin þá, sem ekki geta bjargað sér. Fljótlega eiga að koma plast- Þensi liúit tilheyra dvalarheimilinu. 100 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.