Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1968, Blaðsíða 25

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1968, Blaðsíða 25
gróðurhús við hvert hús. Þá skapast vinna fyrir þá, sem eitt- hvað geta unnið. Á það er lögð mikil áherzla, að allt sé sem heimilislegast, og hefur það að mínuin dómi tekizt óti'úlega vel. Styrkir frá ríkinu eru engir, en daggjaldið er kr. 215.00 og kr. 378.00 fyrir þá, sem eru á ríkisframfærslu. Við vorum allar hæstánægðar með fróðlegan dag, þegar við héldum h 'im á leið. EUn Birna Daníelsdóttir. Gísli Sigurbjömsson ásamt gestunum. Landsspítalinn opnar barnaheimili Framh. af bls. 93 hvort hægt sé að fá hálfa vinnu eða minna og hvort nokkur möguleiki sé að fá fastan vinnu- tíma. LANDSSPÍTALINN Ekki væri unnt að reka deild- ir Landspítalans án giftra hjúkrunarkvenna, og eru þar margar hj úkrunarkonur, sem vinna ýmist hluta úr eða heila vinnuviku, og hafa gert undan- farin ár. Fastan vinnutíma getur ver- ið mjög erfitt að samræma á sjúkradeildunum, þar sem sjúk- lingar þurfa 24 klukkustunda hjúkrun á sólarhring, og er vöktum skipt með þeim hjúkr- unarkonum, sem eru á hverri deild, svo að þær komi sem jafn- ast niður. Við verðum að hafa í huga að ógiftarhjúkrunarkonur geta einnig haft ýmsum skyld- um að gegna utan síns vinnu- tíma og svo auðvitað sín áhuga- mál. LANDAKOTSSPÍTALI Nú sem stendur vantar okkur aðallega hj úkrunarkonur á næt- urvakt, til dæmis 3 eða 4 nætur í viku. Hér vinna einnig margar hjúkrunarkonur Hálf a vinnu. flestar frá kl. 19—23 og einnig á öðrum tímum. Eins og auglýst var í síðasta blaði opnar Landakotsspítali barnaheimili um miðjan desem- ber. Því miður var heimilið ekki tilbúið, þegar blaðið fór í prent- un, svo að við getum engar myndir birt þaðan að sinni. BORGARSPÍTALINN Já, það er hægt, en þörf stofn- unarinnar hverju sinni ákveður að sjálfsögðu vinnutímann. Til skýringar má geta þess að við Borgarspítalann eru starfandi 10 hjúkrunarkonur í 1/2 vinnu, flestar vinna þrjár vaktir í viku, hinar 14 vakt á dag. Enn- fremur eru 5 hjúkrunarkonur með fastar næturvaktir, 3 þeirra eru í i/ó vinnu, hinar 2 í hlutavinnu og er vinnutíminn fastákveðinn. Að sjálfsögðu verður að haga niðurröðun vinnutíma þannig, að vinnutími % dagshjúkrunar- kvenna, sem „rotera" á vöktum, raskist sem minnst. Elín Birna Daníehdóttir. TÍMARIT IIJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 101

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.