Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1968, Side 29

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1968, Side 29
óneitanlega allt eftirlit með honum, og skapaði um leið mikið öryggi. Þurfti að líta vel eftir húð mannsins, þar sem leiðslurnar voru festar við hann, hirða húðina vel, og færa leiðslurnar til daglega, svo ekki kæmi sár. Fæði þessa sjúklings var létt, salt- og fitusnautt. Ákaflega áríðandi var að hafa matinn saltsnauðan, þar sem sjúklingurinn safnaði í sig vökva, en salt stuðlar einmitt að því, að vökvi bindist í líkamanum. Sjúklingurinn var mataður fyrstu 8 dagana, en þá leyfði læknir, að hann borðaði sjálfur. Vökvaskrá var haldin, til að hægt væri að gera sam- anburð á vökva, sem sjúklingur tók til sín, og vökva, sem hann skilaði frá sér. Fylgjast þarf vel með hægðum sjúklinga með infarct, því að í kjölfar hinnar ströngu legu siglir oftast mikil hægðatregða. Kostar það þá sjúkling mikla áreynslu að losna við hægðir, en slík áreynsla getur reynzt þessum sjúklingum hættuleg. Var þessi sjúklingur því strax frá byrjun látinn taka inn hörfræ og paraffin tvisvar á dag til að sporna við hægðatregðunni. Að kvöldi fjórða dags var honum svo gefin olíuinnhelling, sem nægði til að koma hægðunum í samt lag aftur. Daglegar athuganir hjúkrunarkonu voru m. a. í því fólgnar að mæla hita sjúklingsins. Fyrstu dagana hafði hann hita, 38,5—39,0°, og yar hitinn talinn stafa frá bólgu í lungum. í tvær vikur hafði sjúklingurinn alltaf nokkrar hitakommur. Þó svo að hann tæki inn antibiotica. Tensio var mæld tvisvar á dag, og hélzt blóðþrýstingur alltaf stöðugur, 115/90. Púls var talinn nokkru oftar fyrstu sólarhringana. Var hann fremur lnaður í fyrstu, 100—110/mín, en fljótlega hægði þó á hjai-tslætti og regla komst á liann, 80—85/mín. Þvagi var safnað, og sólarhringsþvagmagn mælt og skráð, svo og eðlis- þyngd. Þvagsöfnun er gerð, til að hægt sé að fylgjast með því, hvort sjúkling- urinn safni á sig bjúg. Þvagmagnið var alltaf nokkuð stöðugt, mældist minnst 1200 ml. og mest 1800 ml, eðlisþyngd 1012 lægst og 1017 hæst. Súrefni fékk sjúklingurinn tvo fyrstu sólarhringana í gegnum nef- katheter, lengur þurfti hann ekki á því að halda. Var katheter þó ekki hafður lengur en einn sólarhring í hvorri nös, til að forðast að særa slímhúö nefsins. Þessi sjúklingur var mjög niðurbeygður fyrstu vikurnar eftir að hann fékk kransæðastífluna, og þurfti hann því á mikilli uppörvun að halda. Andlegt ástand hans tók þó miklum breytingum til hins betra, eftir að hann gat farið að hreyfa sig meir, farið á fætur, og lesið sér til dægrastyttingar. Níu dögum eftir að sjúklingurinn var lagður inn á deildina, álitu læknar hann það hressan, að hann gæti farið að þvo sér sjálfur, og jafnframt hreyft sig svolítið í rúminu. Smámi saman fór sjúklingurinn nú að geta bjargað sér sjálfur með ýmsa hluti, og var það honum sjálfum mikill léttir. Þann 20/8 fékk hann leyfi til að setjast í stól, að sjálfsögðu aðeins með hjálp. Um leið og fótaferð var aukin, var farið að vigta sjúklinginn dag- lega, svo hægt væri að uppgötva þyngdaraukningu, með tilliti til bjúgsöfn- unar. Var þyngd sjúklingsins alltaf nokkuð stöðug, 59 kg — 60 kg. Þó svo að sjúklingurinn væri farinn að vera nokkuð á stjái, þurfti að sjálfsögðu að líta vel eftir honum. gæta þess, að hann ofreyndi sig ekki, lita eftir og aðstoða hann við alla hirðingu. Eftir rúmlega mánaðar legu á deildinni var heilsa sjúklingsins talin það góð, að Iiægt væri að útskrifa hann. Heppilegast þótti fyrir sjúklinginn að dveljast á heilsuhæli til skamms tíma, og var það rætt við hann. Sjúkling- urinn kaus þó heldur að dveljast hjá ættingjum sínum, sér til hvíldar og hress- ingar, og var hann að sjálfsögðu látinn ráða því. Var honum því ráðlagt að hvílast vel, íorðast áreynslu, að gæta sín vel með mataræði, og að forðast þyngdaraukningu, og þann 7/9 var hann útskrifaður. Þurfti hann á áfrarn- haldandi lyfjagjöfum að halda, nema hvað anticoagulationsmeðferð var lokið, og þurfti hann því ekki á segavarnarlyfjum að halda. Að siðustu var honum ráðlagt að mæta reglulega í skoðun til læknis, svo hægt væri að fyrirbyggja myndun nýrrar kransæðastíflu í tæka tíð. I heild tel ég, að hjúkrun þessa sjúklings hafi verið mjög góð. Vera má að ýmsir smá hlutir, sem ekki beinlínis voru nauðsynlegir, en gætu glatt sjúklinginn, hafi verið látnir ógerðir. En því miður er annríki o’g fólksfæð það mikil á deild III, að slíkt verður oft að sitja á hakanum. Ásta B. Þorsteinsdóttir. TÍMARIT HJÚKRUNARFÉI.AGS ÍSLANDS 105

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.