Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1968, Page 30

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1968, Page 30
FRÉTTIR og TILKYiimR TILKYNNING UM AÐALFUND. Skv. ákvöróun síðasta framhalds- aðalfundar 12. febr. 1968 á að halda næsta aðalfund á tímabilinu marz— júní 1969. Ber þá að kjósa formann og, svo sem venja hefur verið, ýmsar nefndir. Á stjórnarfundi 4. nóv. 1968 voru eftirtaldar hjúkrunarkonur kjörnar í nefndanefnd (uppstillinganefnd), en skv. félagslögum ber stjórn H.F.Í. að tilnefna þessa nefndaraðila 4 mánuð- um fyrir aðalfund (14. gr.) Anna Guðrún Jónsdóttir, Borgar- spítalanum, Fossvogi. Heimasími: 38964, Úthlíð 16. Karítas Kristjánsdóttir, Landsspít- alanum. Heimasími: 15714, Hring- braut 105. Sólveig Hannesdóttir, Heilsuvernd- arstöð Reykjavíkur. Heimasimi: 16979, Barónstíg 41. Með tillögur um formanns- og nefndakjör ber að snúa sér til nefndanefndar. Athygli skal vakin á því, að skv. 17. gr. félagslaga skal boða til aðalfundar með minnst 3ja vikna fyrirvara. Aðalfundur verður haldinn snemma í marz og fundarboð send út fyrstu dagana í fehrúar. HJÓNABÖND Bergdís Sigurðardóttir, hjúkrunar- nemi og Smári Sveinsson, skilta- gerðarnemi. Álfheiður Ólafsdóttir, hjúkrunar- kona og Ólafur Jóhannsson, raf- virki. Kristín Pálsdóttir, hjúkrunarkona og Sveinbjörn Björnsson, prentari. Hrafnhildur Kristjánsdóttir, hjúkr- unarnemi og Þórður Þorgrímsson, verzlunarmaður. HJÚKRUNARKONUR ATHUGIÐ. Jólatrésskemmtun félagsins verður haldin að vanda. Nánar auglýst í blöðum og útvarpi. Nefndin. LEIÐRÉTTINGAR. I síðasta tölublaði misritaðist texti unöir mynd á blaðsíðu 77. Þar átti að standa: Sigurlín Gunnarsdóttii, for- maður hins nýja félags. Eftirfarandi texta vantaði undir mynd á blaðsíðu 65: Tveggja manna s.júkrastofa á geðdeild. Auk þess var farið íangt með vísu á bls. 69. Vísan er rétt þannig: Gaman væri í Systraseli að sýna lit á hjarta þeli, aldrei gluggar hússins héli, svo horfa megi inn um Peli. Ritnefndin biður velvirðingar á þessum leiðinlegu mistökum. Til að bæta fyrir ruglinginn í vísu Pela, Iangar okkur að Iáta fylgja síð- ustu vísuna, sem við heyrðum eftir hann: Vísan er svona: Komi ég í Systrasel svona upp úr jólum, takið gömlum vini vel, verið á stuttum kjólum. FÉLAGSFUNDUR H.F.I. Félagsfundur H. F. I. var haldinn mánudaginn 28. okt. s.l., í Súlnasal, Hótel Sögu. 19 nýútskrifaðar hjúkrunarkonur voru teknar inn í H. F. í. og bauð formaður María Pétursdóttir þær velkomnar í félagið. Tómas Á. Jónasson, læknir, hélt erindi um „magasár", orsök þess og meðferð og sýndi skuggamyndir til skýringar. Sigrún Gísladóttir, hjúkrunarkona, greindi stuttlega frá fundi fulltrúa- ráðs B. S. Ii. B. Á fundinum voru milli 60—70 með- limir. GÓÐAR RJÓMAKÖKUR. 100 gr. sykur. 100 gr. smjör. 100 gr. hveiti. Vs eggjarauða. möndlur. súkkulaði. súkkulaðirommflöskur. Degið hnoðað létt saman og búnar til litlar kúlur. Kúlunum difið í hakk- aðar möndlur. Bakist með góðu bili á milli á smurðri plötu í 8—10 mín. við góðan hita (200°). Bráðið súkkulaði sett ofaná kök- urnar. Skreytið með þeyttum rjóma, sem stappað hefur verið í súkkulaði- rommflöskuni ea. 2 í 1 dl. liIM.KOK\ Þegar einhvern langar til að drepa tígrisdýr, kallar hann það íþrótt. Ef tígrisdýr ætlar að drepa hann sjálfan kallar hann það grimmd. B. Sliaw. * Gerðu náunga þínum það sama og hann ætti að gera þér, og vertu fyrri til þess. E. N. Weslcott. 106 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.