Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1968, Blaðsíða 31

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1968, Blaðsíða 31
Stjórn Lxknafélags íslands. * Læknafélag Islands 50 ára Læknafélag fslands var stofnað þ. 14. janúar 1918. Þar sem ekki þótti henta að efna til almennrar hátíðar á þeim árstíma, vegna örðugra sam- gangna, var ákveðið að nota fremur afmælisárið, en daginn, sem sam- komutíma og hélt félagið læknaráð- stefnu í Domus Medica 4.—5. októ- her, í tilefni af afmælinu. Pyrsta félag lækna hér var stofnað af fimm læknum í Austfirðingaf jórð- ungi, en lagðist niður tveimur árum seinna. Fyrsti almenni læknafundur var hins vegar haldinn hér í neðri deild Alþingis, 27.—30. ágúst, 1896, °g var m.a. á dagskrá breyting á skipun læknishéraða. Er það í eðli sínu hið sama og aðalmálið á dag- skrá að þessu sinni. Guðmundur Hannesson, prófessor, harðist fyrir stofnun Læknafélagsins, °g tókst það að lokum fyrir hálfri öld, og voru stofnendur 62, en við- staddir á stofnfundi 34. Fimm af stofnendum eru enn á lífi, þar af einn, sem sótti stofnfundinn. Verkefni læknafélagsins hafa frá upphafi verið, að efla sameiningu, stéttarþroska og hag félagsmanna, koma fram fyrir þeirra hönd gagn- vart opinberum aðilum og treysta tengsl við erlend læknafélög. Eins er það verkefni félagsins að stuðla að aukinni menntun lækna, glæða áhuga þeirra á því, er lýtur starfi þeirra, og efla samvinnu um allt, er lýtur og horfir til heilla i heilbrigðismálum þjóðarinnar. Kjaramál lækna hafa verið ofai- lega á baugi, nú sem fyrr, og 1952 voru gerðar breytingar á lögum Læknafélagsins og það gertaðbanda- lagi 7 svæðisfélaga, og er Læknafé- lag Reykjavíkur fjöimennast þeirra. Félagið hefur gert mikið átak til að bæta starfsaðstöðu lækna, þar sem bygging Dómus Medica var. Bygging var hafin 1963, og lauk henni 1966. Stjórn Læknafélags Islands skipa: Arinbjörn Kolbeinsson, formaður, Friðrik Sveinsson, ritari og Stefán Bogason, gjaldkeri. Framkvæmda- stjóri læknafélaganna er Sigfús Guð- laugsson, viðskiptafræðingur. IV. alþjóðaþing I.S.R.R.T, 1970 Dagana 1.—5. október 1969 verður haldið í Tokio í Japan fjórða alþjóða- mót röntgenfélagasamtakanna. Októbermánuður hefur orðið fyrir valinu, einkum með tilliti til útlend- inga, sem mótið sækja, því hann kyr- ir fegursti og þægilegasti árstími í Japan. Japanska undirbúningsnefndin hef- ur þegar að mestu lokið undirbúningi og skipulagningu mótsins, því búist er við mikilli þátttöku hvaðanæva að úr heiminum Þátttökubeiðnir þurfa því að berast sem fyrst til viðkomandi félags og er þátttökugjald 10 dollarar (U.S.A.) til 31. des. 1968, eftir það hækkar þátttökugjaldið í 15 dollara. Hafi einhverjar ísl. röntgenhjúkr- unarkonur áhuga á að sækja þetta mót, þá hafið samband við undirrit- aða hið fyrsta. Jóhanna Þórarinsdóttir, röntpendeild Landsspítalans. .lólakurl fás< á skrifslofu ll.F.Í. ötQtOtptQtOtQtO mmmxmmæmmmmm otototototototototototototototototototo: -0 Tímarit Hjúkrunarfélags íslands óskar öllum lesendum sínum gleðilegrar jólahátíðar, gœfu- ríks komandi árs og þakkar samstarfið á liðna árinu. ototototototototototoiototototototoi TÍMAIUT 11.IÚKRUNAKFÉLAGS ÍSLANDS 107

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.