Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.1995, Blaðsíða 7

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.1995, Blaðsíða 7
Þankastrik Þankastrik erfastur dálkur í blaðinu og höfimdur hvers pistils stingur upp áþeim nœsta. I Þankastrikigefst hjúkrunaifrœðingumfœri á að tjá sig wn ýmislegt sem varðar hjúkrun og er þeim hjartfólgið. Pistlamir getafjallað um ákveðin málefiú, sögur afkynmim við sjúklinga eða starfsfólk, eittlivað sem hefur orðið höfimdum til hugljómunar eða hvaðeina aiuuið sem tengist starfinu og hugmyndafrœðiþess. Ása Atladóttir, sem skrifaði Þankastrik síðasta blaðs, skoraði á Sigríði Antonsdóttur sem hér tekur upp þráðinn. Fjórði kafli Sigríður Antonsdóttir a Atladóttir endar sín þankastrik á að tala um þá samhygð og umhyggju fyrir manneskjunni sem hjúkrun byggist á og að fátt sé hjúkrunarfræðingi betri skóh en að vera sjálfur sjúldingur. Víst er ég á sama máh. Heildrœn hjúkrun er nýyrði í hjúkrun sem þvælst hefur svohtið fyrir mér. En eftir því sem ég hugsa meira um það fellur mér það betur í geð. Hefur þú hugleitt hve margir aðilar koma við sögu í meðferð og hjúkrun hvers sjúklings sem á sjúkrahúsi dvelur? Hefur þú íhugað að það er sjúklingurinn sem er vinnuveitandi aUra sem á sjúkrahúsum vinna? Afleiðing þróunar í lækna- og hjúkrunarvísindum er m.a. fjölgun hvers konar sérfræðinga, einkum innan læknastéttar, en einnig í auknuin mæU meðal hjúkrunarfræðinga. Auk þess hafa æ fleiri faghópar konúð til sögunnar, tæknimenn, tæltnar, fræðingar, Jijálfar og Jijálfarar. Allt eru Jietta sérfræðingar. AUir þessir aðdar hafa bein eða óbein áhrif á meðferð og hjúkrun. Það er varla á færi sjúklingsins að fylgjast með og henda reiður á hvert hlutverk livers og eins er, sem Jiama ráðskast með hann. Það Iilýtur að vera mikU þörf á heUdrænni yfirsýn svo takast megi að: — hugsa um Ukamlegar og andlegar Jiarfir hans — veita honmn stuðning, fra-ðsln, uppiirvim oghvatningu — hlusta á og virða skoðanir hans og óskir — sýna skilning og umhyggju — sinna aðstandendum og hafa jafnframt faglega þekkingu tíl að vega, meta og tengja aUa þá þætti sem sldpta máh í velferð, meðferð og umönnun þess sjúka. Þama gegnir hjúkmnarfræðingurinn lykilhlutverki og Jietta finnst mér felast í orðinu heildrœn hjúkrun. Gœðastjórnun er annað orð sem oft heyrist í dag, ekld síst innan heilbrigðiskerfisins. Yfir hin ýmsu verk hafa verið settir fram svokaUaðir gæðastaðlar sem tryggja eiga ákveðin lágmarksgæði. Markmiðið er að sjálfsögðu að bæta Jijónustu við sjúklinginn. Gæði eru ekki ný af nálinni þó að orðið hafi hlotið svohtið aðra notkun og stundum finnst mér gleymast að gæði koma ekki utan að, þau verða tU í starfinu, í hverju einstöku verki sem unnið er af þekkingu, vandvirkni og umhyggju og sldlar skjólstæðingi betri Uðan. Sérfræðiþekldng er afinörkuð og sérfræðingar hver öðrum háðir. Við þurfum því öU að haldast í hendur, styðja hvert annað og setja okkur eiUtið í spor hvert annars. Fyrst og fremst Jmrfum við þó að virða hvert annað bæði sem persónur, fagmenn og starfsmenn. Þannig verða gæðin tU og Jiannig veitum við heUdræna gæðajijónustu. Sigríður Antonsdóttir skorar ó lngibjörgu S. Guðmundsdóttur að skrifa næsta þankastrik. TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA l.tbl. 71. árg. 1995

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.