Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.1995, Blaðsíða 13
Niðurstöður rannsóknarinnar styðja niðurstöður sambærilegra
rannsókna (Miles, 1989) þar sem fram kemur að breyting á for-
eldrahlutverki veldur mestri streitu hjá foreldrum sem eiga bam
á vökudeild og samskipti við starfsfólk minnstri streitu.
Þegar borin eru meðalstreitustig undirkvarðanna Hljóð
og hlutir, Útlit og hegðun barns og Breyting á foreldrahlut-
verki í þessari rannsókn og dr. Miles þá virðast íslenskir
foreldrar með barn á vökudeild finna fyrir meiri streitu að
meðaltali (3,1) en foreldrar í Bandaríkjunum (2,6). Astæður
fyrir þessu geta eflaust verið ýmsar og er einn möguleikinn sá
að þýðing á skilgreiningum stigagjafar í skalanum hafi þarna
einhver áhrif. Aðrir þættir geta einnig skýrt þennan mismun
og eins og svör við opinni spurningu gefa til kynna er trúlegt
að mismunandi aðstaða eða aðstöðuleysi hér hafi sitt að segja.
Samkvæmt nýlegri bandarískri rannsókn (Dobbins, Boldig og
Sutphen, 1994) leggja foreldrar á það mikla áherslu að gert sé ráð
fyrir nægu rými og aðstöðu fyrir foreldra á vökudeild. I frekari
mufjöllun varðandi liugsanlegar ástæður fyrir mismun á streitu-
skynjtm foreldra hérlendis eða í Bandaríkjunum má eiimig nefna
að hugsanlegt er að innbyrðis stuðningur foreldra, sem eiga böm
á vökudeild hér, sé minni. I Bandaríkjumnn hafa undanfarin ár
þróast ákveðnir stuðningshópar á meðal foreldra bama á vöku-
deild. Foreldrar liittast einu sinni í viku eða oftar og ræða saman,
tjá tilfinningar sínar og veita þannig hver öðrum mikilvægan
stuðning (Klaus og Kennel, 1982). í rannsókn Dobbins og félaga
(1994) kom í ljós að langflestir foreldrar (73,7% ; n=207) segjast
hafa mikla þörf fyrir að geta rætt við aðra foreldra sem eigi bam
í svipuðu heilsufarsástandi og þeirra eigið. Þessi þörf er þó mest
hjá foreldrum barna sem dvelja lengi (> 30 daga) á vökudeildinni,
en 76% þeirra óskuðu eftir því að unnið væri með sérstökum
stuðningshópiuu foreldra innan sjúkrahússins.
Flestir þættirnir í undirkvarðanum Breyting áforeldra-
hlutverki ollu foreldrum vendegri streitu, en aðskilnaður frá
baminu var mesti streituvaldurinn og er það sambærilegt
niðm'stöðum fyrri rannsókna (Kenner og Lott, 1990; Miles, 1989).
Niðurstöður rannsóknai'innar varðandi undirkvarðann Utlit og
liegðun barns eru sambærilegar niðurstöðum dr. Miles
(1989) þar sem í ljós kemur að foreldrum finnst óþægilegt
að sjá.slöngur og/eða nálar settar í barnið eða nálægt því.
Stewart (1990) greindi frá ))ví að tækin kringum barnið
valdi foreldrum mikiUi hræðslu og streitu, sérstaklega ef þau
pípa skyndilega. Þetta kom fram í niðurstöðum okkar sem
mesti streituvaldurinn í undirkvarðanum Hljóð og hlutir.
í undirkvarðanmn Sainskipti við starfsfólk kom í ljós að foreldrar
em ánægðir með samskipti við starísfólldð og flestir foreldranna
vildu koma á framfæri þökkum til starfsfólks vökudeildar fyrir
frábæra umönnun og stuðning.
Það sem helst virtist valda streitu í samskiptum við
starfsfólkið var ef starfsfólk talaði ekki nægilega mikið við
foreldrana og að þeir óttuðust að starfsfólk léti þá ekki vita
ef breyting yrði á ástandi barnsins.
Varðandi Undirbáning fyrir heimferð kom í ljós að
tilhugsunin um að fara með barnið heim af vökudeild og að hugsa
um það heima án aðstoðar fagfólks reyndist foreldrunum erfið.
Bent hefur verið á að foreldrum finnst tímabilið í kringum
útskriftina á vissan hátt erfitt og telja sig jafnvel vanhæfa til
þess að taka skynsamlegar ákvarðanir um umönnun
barnsins þegar heim er komið (Kenner og Lott, 1990).
Að lokum skal f)ent á þætti sem hugsanlega gætu reynst
hjálplegú' í þeim tilgangi að minnka streitu foreldra sem eiga bam
á vökudeild:
- Að aðstaða fyrir foreldra barna á vökudeild verði bætt.
- Komið sé á sjálfshjálpar- eða stuðningshópum á meðal
foreldra sem eiga eða hafa átt barn á vökudeild.
Reynslan hefur sýnt að foreldrum finnst mjög gagnlegt að
geta tjáð tilfinningar sínar við einstaklinga sem hafa
svipaða reynslu og telja sig fá mildlvægan stuðning með
því móti.
- Boðið verði upp á sólahringssamveru foreldra og bams
einum til tveimur dögiun fyrú’ útskrift þaimig að foreldrar
geti öðlast aukið sjálfstraust og öryggi við umönnun
bamsins áður en þeir útskrifast heim með það. Með þessu
móti er miðað við að foreldramir annist barnið sem mest
sjálfir, en hafi möguleika á að kalla lijúki'unarfólk til
aðstoðar og ráðgjafar ef þörf krefur. Sólarhringssamvera
getur minnkað streitu eða vanlíðan foreldra vendega.
Lokaorð
Megintilgangur þessarar rannsóknar var að íslenska og forprófa
streitukvarðann PSS:NICU. Það er álit rannsakenda að íslensk
útgáfa mælitældsins sé áreiðaideg og henti vel til þess að mæla
streituvaldandi þætti á vökudeild Landspítala. Niðurstöður
rannsóltnarinnar samræmast niðurstöðum sambærilegra
rannsókna (Mdes, 1989) J)ar sem breytingar á foreldrahlutverki
valda mestri streitu foreldra harna á vökudedd og samskipti við
starfsfólk minnstri streitu. Athyglisvert er að niðurstöður
rannsóknainnnar benda til að íslenskir foreldrar finni f yrir meiri
streitu að jafnaði(3,l) heldur en foreldrar í Bandaríkjunum (2,6).
Ilugsanlegt er að |)ýðing á streituskalanum hafi hér einhver áhrif
á. Þar fyrir utan gefa svör við opinni spurningu óneitanlega
vísbendingar mn |ia‘tti sem skýrt gætu þennan mismun og her |)á
helst að nefna aðstöðuleysi foreldra á vökudedd og skort á
innbyrðis stuðningi foreldra bama vökudeddar sem })ó nokkrir
foreldrar nefndu sérstaklega. Utskrift foreldra með barn af
vökudeUd virðist á vissan hátt reyna þó nokkuð á foreldra og
benda niðurstöður J)essarar rannsóknar frekar til |m‘ss að foreldrar
J)ui-fi á áframhaldandi stuðningi að halda eftir að heim kemur.
Frekari rannsókna er þó þörf hér, bæði hvað varðar fræðslu og
undirbúning fyrir heimferð og einnig varðandi heimahjúkrun
fyrst eftir útskrift. Það er von rannsakenda að niðurstöður
rannsóknarinnar veiti ákveðnar vísbendingar um þörf foreldra
barna á vökudeUd og komi að notum fyrir hjúkrun þessara
fjölskyldna svo og framtíðarrannsakendur á þessu sviði.
Rannsókn þessi var unnin sem lokaverkefni í
hjúkrunarfræði vorið 1993 undir leiðsögn Hildar Sigurð-
ardóttur, lektors. Rannsakendur þakka foreldrunum, sem
tóku þótt í rannsókninni, sérstaklega fyrir hjólpina.
Einnig öllum þeim sem veittu okkur stuðning og aðstoð
við rannsóknarvinnuna. Viljum við m.a. þakka
TÍMARIT IIJÚKRUNARFRÆDINGA l.tbl. 71. árg. 1995
13