Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.1995, Page 35

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.1995, Page 35
• • AÐFOR AÐ KVENNASTETT Vigdís Jónsdóttir, hagfræðingur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga birt í Morgunblaðinu 4. mars 1995 Um þessi mánaðamót (febrúar - mars) hafa á annaö hundrað hjúkiimarfræðingar, sem starfa á sjúkrahúsum úti á landi, fengið bréf frá vinnuveitendum sínum þar sem sagt var upp ráðningarsamningsbundnum kjörum eða mnsömdum yfirborgunmn umfram lágmarksákvæði kjarasanunngs Félags íslenskra hjúkrunarf'ræðinga. Uppsagnimar miöast flestar við 1. mars 1995 og taka því gildi þremur mánuðum síðar eða 1. júní 1995. Marlcmiðið með þessum aðgerðum er að lækka laun hj úkrunarfræðinga á sjúkrahúsum úti á lanch með því að hætta að greiða þehn umsamdar yfirborganir umfram lágmarksákvæði kjarasamnings. Á nokkrum sjúkrahúsum úti á lanch hefur sú hugmynd þó verið viðmð að bjóða hjúkiomarfra'ðingmn áfram eitthvað betri kjör en kjarasamningur kveður á mn en mun minna en þaö sem þeir hafa haft fram að þessu. Uppsagnir vinnuveitenda á umsömdum yfirborgimmn einstakra starfsmanna eru rökstuddar með því að launahækkanir samkvæmt síðasta kjarasanmhigi félagsins hafi byggst á því að ráðningarsamningum yrði breytt. Þetta er ekkirétt. Stéttarfélag hefur aðeins umboð til að gera kjarasamning við vinnuveitendur en sérhver starf smaður gerir ráðningarsamning við sinn vinnuveitanda. Stéttarfélagið er ekld aðih að ráðningarsamningum félagsmanna sinna og getur því ekki breytt þeim í nýjum kjarasamningi enda hefðu þá laun margra félagsmanna lækkað verulega. Samningar um yfirborganir til hjúkrunarfræðmga, sem starfa á sjúkrahúsum úti á landi, eru hluti af ráðningarsanuiingi viðkomandi hjúlcrunaríræðinga. Þessar yfirborganir hafa komið til vegna þess að á flestum sjúkrahúsmn úti á landi hefur verið mjög erfitt að fá hjúkrunarfræðinga til starfa. A siunum sjúkrahúsum er t.d. aðeins ríílega helmingur af heimiluðum stöðugildmn hjúknmarf’rajðhiga mömiuð. Starfsálag hjúknmarfræðinga j)ar er mjög mikið og oft aðeins unnt að veita nauðsynlegustu Iij úkrunarjjjónustu. Þessar yfirborganir eru því forsenda ráðningar margra hjúkrunarfræðinga á sjúkrahúsum á landsbyggðinni. Almennir hjúkrunarfræðingar á sjúlcrahústun á höfuðborgarsvæðinu njóta yfirleitt ekld yfirborgana mnfram lágmarksákvæði kjarasamnings. Margir starfshópar hafa haft möguleika á að gera samninga við vinnuveitendur sína um betri kjör en lágmarksákvæði kjarasanuiinga kveða á um, svo sem fastar yfirborganir, liílastyi'ki og fleira. Þar sitja hins vegar ekld allir við sama borð, t.d. hafa karlmenn með háskólamenntun oft borið meira úr býtum en háskólamenntaðar konur, sbr. nýútkomna skýrslu Jafhréttisráðs mn launamyndun og kynloundinn launamun. Staðreyndin er sú að fyrir gildistöku kjarasamningsins var meðaltal dagvinnu- og heildarlauna hjúkrunarfræðinga lægra en hjá ílestmn Vigdís Jónsdóttir, hagfræðingur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, er með fasta símaviðtalstíma ó þriðjudögum, miðvikudögum og fimmtudögum fró klukkan 9 til 12. öðrum háskólamenntuðmn starfsmönnum hjá lúnu opinbera. Eftir gildistöku nýs kjarasajnnings hjúkrunarfræðinga í aprfl á síðasta ári náðist að hækka meðaltal dagvinnulaima I íj úkru narfra‘öinga upp til jafns við meðaltal dagvinnulauna innan Bandalags háskólamanna - BHMR. A sjúkrahúsum úti á landi starfa bæði karlar og konur og |iar starfa margar starfsstéttir með mismunaiuh menntun. Hjúkrunarfræðingar eru ekki einu starfsmennimir á þessum sjúkrahúsum sem njóta yfirborgana. Það hefur hins vegar ekki verið lagt til að yfirborganir annarra en hjúlírunarfræðinga verði felldar niður eða skertar frá og með 1. júní 1995. lljá Félagi íslenskra hjúki-unarfræðinga vituni við ekki að j)að standi til að vera með slíkar aðfarir gegn öðrum stéttum sem starfa hjá rfldnu, hvorki á sjúkrahúsum úti á landi eða á öðrum ríkisstofnunum. Eins og minnst var á hér að framan þá eru grunnlaun hjúkrunarfneðinga ekki ha'iri en gengur og gerist hjá öðrmn háskólamenntuðum ríkisstarfsmönnum og sama gildir um heildarlaim þeirra. Sem dæmi um þetta má nefna að heildarlami lijúkrunarfræðinga eru nú, eftir gildistöku kjarasamningsins, mjög svipuð heildarlaunum margra annarra háskólamenntaðra rfldsstarfsmanna ])rátt fyrir þá staðreynd að hjúkrunarfra*ðingar vinna vaktavinnu og talsverður liluti heildarlauna j)eirra er því vaktaálag. Það er í raun afskaplega merkilegt, í ljósi skýrslu Jafnréttisráðs sem vitnað var í hér að framan, að stjómvöld skuh nú beita sér fyrir því að lækka laun fjölmargra kvenna sem starfa hjá hinu opinbera um leið og J)au em með fagurgala um að mikilvægt sé að jafha launamun kynjanna. TÍMAKIT lUÚKIÍLIYARFRÆÐINCA l.tbl. 71. árg. 1995 33

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.