Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1997, Qupperneq 8

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1997, Qupperneq 8
Dr. Helga Jónsdóttir, lektor, námsbraut í lijúkrunarfræði í Háskóla íslands Lífsmunstur fólks með langvinna lungnasjúkdóma: Einangrun og innilokun1* Lykiloró: Hjúkrunarkenning Newman, langvinnir lungnasjúkdómar, eigindleg aóferóafræói i Tilgangur rannsóknarinnar var að lýsa reynsluheimifólks með langvinna lungnasjúk- dóma. Kenningalegur bakgrunnur rannsóknarinnar er hjúkrunarkenning Newman um heilbrigði sem útvíkkun á sjálfsvitund manneskjunnar. Aðferðafrœðilega var byggt á túlkunarfyrirbœrafrœði. Tekin vorufimm djúpviðtöl við hvern af tíu þátttakendum. Niðurstöður sýna að lífsmunstur þátttakenda einkenndist af einangrun og innilokun. Lífsmunstrið endurspeglaðist jafnframt í eftirfarandi þemum: a) Að sœtta sig við orðinn hlut - leið til að lifa af, b) lítt uppbyggjandi úrlausnir á erfiðum atburðum, c) erfiðleikar við að tjá sig og tengjast öðrum, d) togstreita á milli eigin þarfa og vœntinga frá umhverjinu, e) skortur á orðum til að lýsa andþyngslum, f) skert virkni, g) samspil tilfinningalegs ástands og andþyngsla og h) mikil áhersla á gildi atvinnu. Dr. Helga Jónsdóttir lauk doktorsprófi frá háskólanum í Minnesota í Bandarfkjunum árið 1994. Hún er lektor við námsbraut í hjúkrunarfræði í Háskóla íslands og stoðhjúkrunarfræðingur á V ífilsstaðaspítala. Undanfarin ár hefur athygli heilbrigðisstarfsmanna í auknum mæli beinst að áhrifum langvinnra sjúkdóma á líf og hagi fólks. Athyglin hefur m.a. beinst að því hvemig fólk lifir við margvíslega skerðingu á líkamlegri færni og breytingu á útliti, hvemig það heldur einkennum í skefjum, hvemig það meðhöndlar einkenni, hvemig markmið í lífinu breytast í kjölfar sjúkdóms, hvernig sjúkdómur hefur áhrif á atvinnu, fjárhag, félagslega virkni, tómstundastarf og ekki síst á samskipti við aðra. Niðurstöður rannsókna em margvíslegar. Oft kemur fram ótrúleg fæmi og þrek til að meðhöndla sjúkdómseinkenni og geta til að lifa innihaldsríku lífi. Fólk eflist og þroskast við að glíma við erfiðleika og hefur mikilli visku að miðla öðmm. Einnig kemur fram mikil vanlíðan, fjárhagsvandi, úrræðaleysi, einangmn og einmanaleiki. Samskipti hjúkrunarfræðinga við fólk með langvinna sjúkdóma hafa að miklu leyti takmarkast við meðferð á bráða- einkennum á sjúkradeildum sjúkrahúsa. Áherslan hefur verið á bráðameðferð sjálfs sjúkdómsins en samspil daglegs lífs fólksins og sjúkdóms þess hefur hlotið minni athygli. Hjúkrunarfræðingar hafa áttað sig vel á að á þessu þarf að ráða bót. Hins vegar hafa úrræðin látið nokkuð á sér standa. Ein af þeim hugmyndum, sem mikið fylgi hefur átt meðal ýmissa fræðimanna og heilbrigðisstarfsmanna, er heildar- hyggja. Þegar sú hugmynd er útfærð á heilbrigðisþjónustuna er einkum átt við að í meðferð sjúklings er tekið mið af lífi hans sem heildar. Sjúkdómur einstaklingsins er því einungis einn þáttur af mikilvægri heild sem unnið er með. Markmið hjúkr- unar samkvæmt heildrænum skilningi er því ekki eingöngu að taka þátt í lækningu heldur jafnframt og samhliða að aðstoða einstaklinginn og fjölskyldu hans að njóta eins ánægjulegs lífs og honum er mögulegt miðað við ástand sitt og aðstæður. Heildarhyggja er talinn lykill að góðri hjúkrun. Flestum er þó ljóst að heildræn hjúkrun er óvíða stunduð á íslandi og gera hjúkrunarfræðingar sér grein fyrir að þar er úrbóta þörf. Hjúkrunarþjónustan er að miklu leyti rekin á forsendum læknisfræðilegra markmiða og lækning á sjúkdómum er aðalviðfangsefnið. Einnig er flestum Ijóst að með vaxandi áherslu á hátæknimeðferð, fækkun legudaga og auknum hraða í starfsemi sjúkrahúsa á heildræn hjúkrun mjög í vök að verjast. Hjúkmnarkenning Newman um heilbrigði Prófessor Margaret A. Newman hefur kenningalega útfært hugmyndina um heildræna hjúkrun. Kenningu sína nefnir hún: „Health as expanding consciousness“ og þýtt hefur verið: Heilbrigði sem útvíkkun á sjálfsvitund manneskjunnar (Nevvman, 1986,1987, 1989,1990, 1994). Heilbrigði lýsir lífsferli einstaklingsins og endurspeglar jafnframt þroskaferil hans. Heilbrigði, eða þroskaferill mannsins, vísar þannig til samskipta einstaklingsins við umhverfi sitt í mjög víðum skilningi. Samskipti hvers einstaklings þróast þannig að þau batna og verða sífellt ilóknari og fjölbreyttari. Samskiptin einkennast af ákveðnu munstri, stundum nefnt lífsmunstur, sem jafnframt getur tekið breytingum í rás tímans. Lífsmunstrið er ósýnilegt og óáþreifanlegt en hægt er að skynja það, meðal annars í frásögu einstaklingsins, á því hvemig hann hreyfir sig og talar og í ýmissi líkamlegri, andlegri og félagslegri starfsemi hans. Newman litur á þroska sem innbyggðan eiginleika lijá sérhverri manneskju. Þroski hennar eykst alla ævina, þ.e. hver einstaklingur verður sífellt annað og meira en hann áður var. Þroskaferillinn skiptist í sjö stig. Fyrsta stigi, mögulegu frelsi, er ekki lýst frekar. Á öðm stigi, bindingu, er hagsmunum einstaklingsins fórnað fyrir heildina, honum er stjórnað af öðmm og fmmkvæði er óþarft. Þriðja stigið, miðjun, einkennist af leit einstaklingsins að persónulegum séreinkennum sínum, sjálfsskilningi og getu til sjálfsákvörðunar. Hann reynir að ná stjóm á öðmm og sækist eftir efnislegum verðmætum. Val eða umbreyting er fjórða stigið. Á því stigi kemst einstaklingurinn í strand. Leiðir, sem hann hefur notað áður við lausnir á vanda- málum, em liættar að gagnast ltonum. Nýrra úrræða er þörf. Þá íhugar einstaklingurinn líf sitt, lítur yfir farinn veg, endur- 1 í grein þessari byggi ég á doktorsritgerð minni, „Life Pattems of People witli Chronic Obstructive Pulmonary Disease: Isolation and Being Closed In“, sem ég vatði við hjúkrunardeild University of Minnesota árið 1994. Við þessa vinnu naut ég styrkja frá Vísindaráði íslands, Rannsóknarsjóði Háskóla íslands, University of Minnesota og Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni. * Ritrýnd grem 8 TÍMAItlT ItJÖKRUNARFRÆÐINGA 1. ibl. 73. árg. 1997
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.