Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1997, Qupperneq 30

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1997, Qupperneq 30
Ámi Bjömsson, læknir Frá skriðbyttu til skjalatösku I ' \ Ein þeirra bóka, sem höfundur las í bernsku, íjallaði uin nokkur mikilmenni mannkynssögunnar. Bókin var gefin út af einhverju kristilegu félagi, og því voru öll mikilmennin, sem sagt var frá í bókinni, bæði góð og kristilega þenkjandi. Eitt þeirra var Florence Nightingale. I kaflanum um þessa góðu konu var mynd, líklega gerð eftir málverki, því fréttaljósmyndarar vom ekki á hverju strái í Krímstríðinu. Myndin var af konu, sem laut yfir særðan hermann. Hún hafði ljósker í hendinni en slík ljósker vom áður kölluð skriðbyttur. Með skriðbyttunni lýsti hún í þjáningarfullt andlit mannsins. Allt um kring lágu særðir hermenn, sem horfðu vonaraugum á konuna með ljósið. Líklega hefur þessi æskumynd átt þátt í að skapa þá hugmynd, sem ég æ síðan hef haft af hjúkrunarkonu. Konu sem stendur við sjúkrabeð og flytur þeim, sem þar liggur, ljós líknar og vonar. Við nær ævilangt samstaii með stéttinni, sem hefur alltaf verið til, en varð formlega til u|ip úr Krfmstríðinu, hafa bernskuhugmyndir höfundar um hana haldisl í meginatriðum óbreyttar. Því varð honum það nokkurt undrunarefni, hvílíkt fjaðrafok varð út af grein hans í fagtímariti lækna, þar sem látið var að því liggja, að aðrar lækningastéttir, þ.ám. hjúkrunar- fræðingar, sæktu inn á svið lækna, vegna þess að þeir sinntu ekki nægilega vel þeirri skyldu sinni að hafa frumkvæði í stjórnun og skipulagningu heilbrigðismála í landinu. Að hjúkrunarfræðingar fara fyrir þessum lækningastéttum vita allir, sem vilja vita, enda fjölmennasta stéttin. Hvergi var látið að því liggja, að þetta teldist þeim til lasts, enda var greinin fyrst og fremst gagnrýni á stétt höfundar og því birt í fagtímariti hennar en ekki í almennum Ijölmiðli. Það, að valdabarátta sé á gráum svæðum milli hliðstæðra stétta og sérhópa innan stétta, er algeng. Slík valdabarátta verður þeim mun líklegri, sem munur á menntun minnkar. Hjúkrunarfræði er nú háskólamenntun, og það leiðir af sjálfu til þess, að hjúkrunarfræðingar sækja nú til aukinna valda og áhrila í heilbrigðiskerfinu. Valdabaráttan er staðreynd, en er hún háð á réttum forsendum, og hefur hún á einhvern liátt breytt eðli og inntaki hjúkrunarstarfsins? Á leiðinni til menntunar og frama eru mörg öngstræti og sum þessara öngstræta em blindgötur. Þeim, sem lendir í slíkri blind- götu, hættir til að missa sjónar á tilgangi menntunarinnar, en hann er að dýpka og auka skilning á þeim verkefnum, sem námið snýst um. Það er ekki örgrannt um, að ýmsum finnist að hjúkmnar- stéttin, eða a.m.k. hluti hennar, hafi í sókn sinni til æðri menntunar, lent í öngstræti, sem gæti verið blindgata. Þetta öngstræti heitir „stjórnun". Fyrir rúmum áratug uppgötvuðum við Islendingar hugtakið stjórnun. Eins og oft hendir í okkar litla þjóðfélagi komst stjómun í tísku. Allir, sem höfðu mannaforráð, þ.ám. höfundur, vom sendir á stjórnunarnámskeið. Snjallir viðskiptamenn stofnuðu stjómunarfélög og seldu fyrirtækjum og stofnunum þjónustu sína á traustvekjandi verði. Samt héldu fyrirtæki áfram að fara á hausinn, og enn gengur misjafnlega að reka opinberar stofnanir, einkum þær, sem fyrirskipað er að spara meira en þær geta. Nú er boðað nýtt stjórnunar- evangelium, sem kallast gæðastjórnun, sem væntanlega á að kenna stjórnendum að spara enn meira en þeir geta. Eins og Margrét Tómasdóttir hjúkmnarfræðingur benti réttilega á í Morgunblaðinu 16. nóvemberl996 hafa konur stjórnað hjúkmn sjúkra og særðra frá alda öðli. I fornum sögum vom konur, sem hlynntu að særðum, kallaðar læknar, sbr. frásögnina af Stiklastaðaomstu í Ólafs sögu helga. Skilin milli lækningar og hjúkrunar hafa ekki verið, eru ekki og eiga ekki að vera klippt og skorin. Hjúkrun er og hefur alltaf verið hluti af lækningu, og því eru starfsstéttir, sem stuðla að lækningu, réttnefndar lækningastéttir. Stjórnun er hluti af störfum iækningastétta Lækningastéttin hjúkmnarfræðingar liefur verið gagnrýnd fyrir að láta stjórnunarþáttinn skyggja á markmið og tilgang hjúkmnarstarfsins. Lækninga- stéttin læknar hefur aftur á móti fengið ámæli fyrir að vanrækja þennan þátt lækningastarfsins. Markmið beggja þessara stétta er umönnun sjúkra. Til þess afla þær sér menntunar, því meiri því betra. En menntunin sem slfk má aldrei verða til þess að markmiðið týnist í þoku fræðanna. Skjalataskan hefur löngum verið stöðutákn stjórnandans, og ýmsum hefur vaxið í augum ör fjölgun kvenkyns töskubera á sjúkrastofnunum á síðari ámm. Ættu læknar að taka að sér eitthvað af þessum töskuburði til að jafna metin, eða mætti jafnvel fækka töskubemm, lil að fleiri úr lækningastéttunum fengjust til að halda á skriðbyttunni? TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 1. tbl. 73. árg. 1997
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.