Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1997, Síða 48

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1997, Síða 48
Enn um reykingar! Nikótín ætti að flokka með eiturlyfjum Tóbaksreykingar eru helsta orsök ótímabærra dauðsfalla í iðnvæddum ríkjum. Samstillt átak til að draga úr reykingum er mikilvægasta skrefið í átt til betra heilsufars. í Evrópu er stefnt að því að 80% Evrópubúa reyki ekki árið 2000. Þetta markmið var ítrekað árið 1991 þegar aukin áhersla var lögð á vernd gegn óbeinum reykingum. Staðir, sem eru vinsælir hjá bömum og ungu fólki, eiga að vera reyklausir til að hlífa þessum hópum við skaðlegum áhrifum og breyta þarf því viðhorfi að reykingar séu eðlilegar. í fjölmörgum greinum frá NIDA (National Institute of Dmg Abuse) frá áttunda áratugnum er bent á að fólk geti orðið háð tóbaki. Árið 1984 kom skýrsla frá NIDA þar sem nikótín var kallað eiturlyf sem fólk gæti orðið háð og talað var um að nikótín gegndi sambærilegu hlutverki í tóbaki og morfín og kókaín í ópíumi. Nikótín gegnit'sama hlulverki í lóbaki og inoríín og kókaín í ópíumi og adli að vera llokkað með eituiiyljum í liigum. Það skiptif mjög miklu máli að aðildarríki Alþjóðaheilbrigðismálastofn- unarinnar, bæði þróuð lönd og þróunar- lönd, móti heildarstefnu til að koma í veg fyrir að tóbaksfíkn hafi skaðleg áhrif. Fólk á rétt á að fá vernd fyrir áhrifum þessarar fíknar. Þau lyfjafræðilegu og atferlisfræðilegu ferli sem skilgreina nikótínfíkn eru svipuð þeim sem skilgieina heróín- og kókaínfíkn, og því ætti að setja þetta undir sama liatt. Rétt er að benda á að tóbaksreykjendur reykja ekki frá sér vit og rænu líkt og vímuefnafíklar gera. Á ársfundi Alþjóðaheilbrigðismála- stofnunarinnar í maí 1996 var lögð fram tillaga um þetta frá íslandi og ísrael. Mörg lönd studdu þessa tillögu, m.a. Malta, Kanada, Benín, Súdan og írland. Samþykkt var að Alþjóðaheilbrigðis- málastofnunin gæti út samþykkt um þetta mál og myndi það marka tímamót í baráttunni gegn reykingum. Olafur Olafsson, landlœknir Lífsnauðsynleg næringarefni og sérfæði Fréttatilkynning frá Trygginga- stofnun ríkisins til lækna. næringarráð- gjafa, næringarfræðinga og hjúkrunar- fólks: Nviar reglur um stvrk til kaupa á lífsnauðsynlegum næringarefnuni og sérfæði. Á vorþingi 1996 voru samþykkt ný lög sem heimila Tryggingastofnun ríkisins að taka þátt í kostnaði vegna lífsnauðsynlegra næringarefna og sérfæðis (lög nr. 100/1996). Áður hafði verið reynt eftir ýmsum leiðum að mæta þessum kostnaði sjúklinga og tókst misjafnlega vel. Nú hafa verið settar vinnureglur vegna þessarar lagaheimildar og verður hér reynt í stuttu máli að gera grein fyrir því helsta sem þar er að finna. Þegar sjúkdómar eða aíleiðingar slysa vakla verulegum og langvarandi vandkvæðum við fæðuinntöku er heimilt að veita styrk til kaupa á lífsnauðsynlegri næringu. Helstu tilefni eni hjartagallar barna, krabbamein, bólgusjúkdómar í þörmum, skaði á vélinda, meðfæddir efnaskiptasjúk- dómar, heilaskaði/taugasjúkdómar, vöðvasjúkdómar, eyðni, lifrarbilun, nýrnabilun, vannæring og vanþrif barna. Reglurnar varða einstaklinga í heimahúsum og á sambýlum en ná ekki til fatlaðra barna á vistheimilum þar sem félagsmálaráðuneytið ber allan kostnað vegna þeirra. Um tvo meginílokka er að ræða, lífsnauðsynlega næringu og lífsnauð- synlega næringarviðbót. í fyrri flokkn- um er t.d. amínósýrublanda vegna efnaskiptagalla, sem TR greiðir að fullu, næring utn slöngu, sem TR greiðir að frádreginni hlutdeild sjúkl- ings, og tilheyrandi fylgihlutir, sem TR greiðir að fullu. í síðari ílokknum eru almennir næringardry kkir vegna vannæringar, lungnasjúkdóma, nýrnasjúkdóma, ónæmisbælingar, bólgusjúkdóma í meltingarvegi, vanfrásogs og lifrarsjúkdóma, próteinskert fæði vegna efnaskipta- galla, nýrna- og lifrarsjúkdóma og sérfæði vegna ofnæmis og óþols bama. TR greiðir eftir þremur niismunandi leiðuin: • Að fidlu eða 100%, t.d. ainínósýru-blöndu vegna efna- skiptasjúkdónia. • Að lduta, t.d. næringu um slöugu eða næringímlryldti. • Með föstum inánaðarlegum fjárstyrk, t.d. vegna próteinskerts fæðis eða sérfæðis vegna ofnæmis og óþols barna. Gefin verða út skírteini vegna amínósýrublöndu, næringu um slöngu og vegna næringardrykkja. Þar kemur fram hver er greiðsluhlutdeild og hámarkshlutdeild TR. Sem dæmi má nefna anúnósýrublönduna, en þar greiðir TR allan kostnað, og almenna næring- aixhykki, en þar greiðir TE 90% kostnaðar að hámarki kr. 7.000 á mánuði. Sækja verður um styrki þessa á þar til gerðum eyðublöðum af næringar- ráðgjafa eða næringarfræðingi og lækni. Reglur þessar verða sendar næringar- ráðgjöfum/fræðingum og læknum til kynningar. Vegna þessarar breytingar kunna aðrar greiðslur TR að breytast s.s. umönnunarbætur/styrkir, örorku- styrkir og uppbætur, ef þær greiðslur gmndvölluðust að hluta eða að öllu leyti á auknum kostnaði vegna lífs- nauðsynlegs sérfæðis eða næringar. HÁALEITIS APÓTEK Háaleitisbraut 68 Sími581-2101 Húsavikur flpótek Stóragarði 13, 640 Húsavík Sími: 464-1212, Fax: 464-2152 Opið mánud.-föstud. kl. 09.00-18.00 og laugardaga kl. 10.00-12.00. TtMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 1. tbl. 73. árg. 1997

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.