Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1997, Síða 57

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1997, Síða 57
Starfssvið og starfsleyfi sjálfstætt starfandi hjúkrunarfræðinga í heimahúsum Ásta Möller, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, tók saman 1 febrúar 1996 var skipuð nefnd á vegum lieilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytisins sem fékk það hlutverk að skoða starfssvið og starfsleyfi sjálfstætt starfandi hjúkrunarfræðinga. 1 nefndinni áttu sæti: Vigfús Magnússon, aðstoðar- tryggingayfirlæknir sem jafnfamt var formaður vinnuhópsins, og Kristján Guðjónsson, deildarstjóri sjúkra- tryggingadeildar, tilnefndir af Trygginga- stofnun ríkisins, Ásta Möller, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, Guðrún Ragnars og Erna Haraldsdóttir sem starfa skv. sanmingi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og TR, tilnefndaraf Félagi íslenskra hjúkrunar- fræðinga, og Hrefna Sigurðardóttir, deildarstjóri, tilnefnd af heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, en hún var jafnframt ritari hópsins. Tryggingastofnun ríkisins og þáverandi fag- og stéttarfélög hjúkrunar- fræðinga, Hjúkrunarfélag Islands og Félag háskólamenntaðra hjúkrunar- fræðinga, gerðu árið 1989 samning um greiðslur fyrir hjúkrun í heimahúsum vegna alvarlegra og langvinnra sjúkdóma og slysa. Samningurinn hafði stoð í lögum um almannatryggingar. Fram til ársins 1993 tók samningurinn til almennrar heimahjúkrunar, en á því ári voru gerðar þær grundvallarbreytingar á samningnum að þjónustan skyldi ná til tiltekinna sérsviða hjúkrunar. Þau sérsvið eru: lijúkrun dauðvona sjúklinga, hjúkrun sjúklinga með alnærni, geðhjúkrun, barnahjúkrun, hjúkrun aldraðra, hjúkrun fjölfatlaðra, hjúkrun sjúklinga með stónn'u og hjúkrun sjúklinga með sár. Nær samningurinn nú yfir sem samsvarar 20 stöðugildum hjúkrunarfræðinga á öllu landinu og er gert ráð fyrir ákveðnum hámarksfjölda vitjana fyrir hvert stöðugildi hjúkrunar- fræðings á ári. Þeir hjúkiunarfræðingar, sem starfa samkvæmt samningnum, hafa til að bera meiri og sérhæfðari þekkingu en almennt gerist hjá starfsfólki sem vinnur við heimahjúkrun á heilsugæslu- stöð. Starf þeirra er tvíþætt, annars vegar að sinna sjúklingum með mjög sérhæfð vandamál og hins vegar að veita ráð öðrum hjúkrunarfræðingum sem sinna heimahjúkrun. Hjúkrunarfræðingar sækja um leyfi til að starfa skv. sanmingnum til Tryggingastofnunar ríkisins sem einnig auglýsir leyfi til umsóknar innan tiltekinnar sérgreinar hjúkrunar. Leyfi eru veitt að fenginni umsögn hjúkrunar- ráðs um hæfni umsækjenda. Breyting hefur orðið á fjölda starfsleyfa milli sérgreina frá því að samningurinn var undirritaður á árinu 1993.1 ljósi reynslunnar heíur samstarfsnefd Tryggingastofnunar ríkisins og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga metið þörf fyrir þjónustu sjálfstætt starfandi hjúkrunarfræðinga öðruvísi en í upphafi og þess vegna helur innlögðum starfs- leyfum verið úthlutað til sérgreina í samræmi við það mat. Ólíkir skjólstæðingar Samningur Tryggingastofnunar ríkisins og Félags íslenskra hjúkrunar- fræðinga hefur verið laus frá því í maí 1995 og lágu samningaviðræður niðri meðan nefndin fjallaði um framtíðar- þróun þessarar þjónustu. í skýrslu nefndarinnar segir m.a. um stöðu þjónustu sjálfstætt starfandi hjúkrunarfræðinga: Staða gagnvart heimahjúkrun heilsugœslustöðva. Starfsemi sjálfstætt starfandi hjúkrunarfræðinga hefur hingað til fyrst og fremst verið hugsuð sem viðbót við heimahjúkrun sem veitt er af heilsu- gæslustöðvum, þar sem sjálfstætt starfandi hjúkrunarfræðingar sinna skjólstæðingum sem hafa sérhæfðar þarfir á tilteknum sérsviðum hjúkrunar. Einnig hefur rík áhersla verið lögð á ráðgjafarhlutverk þessara hjúkrunarfræðinga gagnvart heilsugæslunni. Slík ráðgjöf og liðveisla er nauðsynleg til að veita síitrevlilegum hópi sjúklinga viðhlítandi þjónustu. Kostir kerfis sjálfstætt starfandi hjúkrunarfræðinga felast m.a. í því að þeir veita sérhæfða þjónustu og að oftast er það sami hjúkrunarfræðingurinn sem annast sjúklinginn. í heimahjúkrun heilsugæslunnar er liins vegar algengara að fleiri en einn hjúkrunarfræðingur sinni sjúklingi. Með kerfi sjálfstætt starfandi hjúkrunarfræðinga er einnig auðvelt að mæta sveiflukenndri þörf fyrir sérhæfða hjúkrunarþjónustu milli hverfa. í skýrslu nefndar um samræmingu og skipulag heimahjúkrunar á höfuð- borgarsvæðinu frá í nóvember 1996 má sjá að skjólstæðingar heimahjúkrunar heilsugæslustöðva annars vegar og skjólstæðingar sjálfstætt starfandi hjúkrunarfræðinga hins vegar eru í mörgu ólíkir og hafa ólíkar þarfir. Þar má fyrst nefna aldur skjólstæðinga heimahjúkrunar, en yfir 80% þeirra eru 67 ára og eldri hjá I nóvember 1996 eru starfsleyfi sanmingsins nýtt þannig: Sérgrein Fjöldi starfsleyfa Fjöldi starfanili Hjúkrun dauðvona nóv. 1996 hjúkrunarfr. sjúklinga 10,5 13 Barnahjúkrun 2,5 3 Geðhjúkrun 2,0 3 Hjúkrun aldraðra 4,0 6 Hjúkrun sjúkl. m. stóma 0,5 1 Hjúkrun sjúkl. m. sár 0,5 1 Alls 20 starfsleyfi 27 hjúkrunarfr. TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 1. thl. 73. árg. 1997

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.