Fréttablaðið - 24.04.2017, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 24.04.2017, Blaðsíða 2
01 Smærri viðgerðir Hraðþjónusta HEKLU. Hringdu í 590 50 30 eða renndu við. Hekla.is Reiðmaður á Sprengisandi Guðmundur Einarsson er einn sárafárra hestamanna sem halda hesta á gamla Sprengisandi við Bústaðaveg. Hefur þrengt að möguleikum þeirra til útreiða síðustu árin. Guðmundur segir þó Elliðaárdalinn algjöra perlu til útreiða. „Maður finnur ánægju þeirra sem ganga hér framhjá að vita enn af okkur hestamönnum á svæðinu. Allir sem maður mætir segjast ánægðir með fjölbreytnina,“ segir Guðmundur. Fréttablaðið/Ernir Veður Hvöss norðanátt og él austast á landinu í fyrstu, annars mun hægari vindur og víða léttskýjað í dag. sjá síðu 18 íþróttir „Ég fer út 29. apríl, tíma- bilið byrjaði reyndar um miðjan mánuðinn en það þurfti að finna starfsmann í staðinn fyrir mig í Laugarnesskóla þar sem ég vinn sem stuðningsfulltrúi og skólaliði þannig að ég frestaði brottförinni,“ segir hinn 22 ára gamli Nikulás Snær Magnússon sem hefur samið við sig- ursælasta lið Svíþjóðar í amerískum fótbolta, Stockholm Mean Machines. Nikulás hefur æft amerískan fót- bolta með Einherjum síðan 2014 en fylgst með síðan hann var um fimm ára aldurinn. „Pabbi horfði á NFL og ég var meira að kasta amerískum fótbolta en að sparka í venjulegan fótbolta. Við fylgjumst vel með Denver Bron- cos, það er okkar lið. Ég hef verið mikill aðdáandi síðan ég fékk fyrstu treyjuna mína af John Elway, leik- stjórnanda Broncos, 1998.“ Nokkrir liðsfélagar hans hafa farið út til Noregs að æfa en Nikulás vildi meira. Hann skoðaði því félög í Evr- ópu þar sem amerískur fótbolti er töluvert vinsæll. Eftir að hafa lesið sér til um Mean Machines liðið fór hann til reynslu í mars. Vildu þeir ólmir semja við hann í kjölfarið. „Ég spila svokallaðan „lineback er“. Það er varnarmaðurinn fyrir aftan varnarlínuna og er stundum kall- aður leikstjórnandinn í vörninni,“ segir Nikulás. „Mér líst mjög vel á þetta ævintýri og vonandi er þetta bara byrjunin á einhverju stærra.“ Nikulás hefur grunn úr knatt- spyrnu en hann stóð í marki með Blikum og Val í yngri flokkum og spilaði með Hamri í 2 ár í meistara- flokki. Hann segir að það sé fátt betra en að verja víti en amerískur fótbolti reyni meira á. „Ég hef spilað fótbolta síðan ég var sex ára og ég mun alltaf halda áfram í boltanum á meðan það er pása hjá Einherjum. Þegar maður ver víti, það er geggjuð tilfinning, en þetta er líkamlega erfiðara,“ segir Nikulás sem kveður draum vera að rætast með því að semja við stórliðið frá Stokkhólmi. „Það er einn annar úr Einherjum að fara líka út í sumar en þetta er algjör draumur – og búinn að vera mjög lengi.“ benediktboas@frettabladid.is Amerískur fótbolti með stórveldi í Stokkhólmi Nikulás Snær Magnússon heldur til Svíþjóðar í lok mánaðarins þar sem hann mun spila amerískan fótbolta með sigursælasta liði landsins, Stockholm Mean Machines. Nikulási mun ætlað að vera leikstjórnandi í vörn sænska stórliðsins. nikulás Snær spilar númer 58 því að uppáhaldsleikmaðurinn hans í Denver broncos, Von Miller, leikur í treyju með því númeri. Fréttablaðið/Ernir Stockholm Mean Machines Liðið er elsta og sigursælasta lið í ameríska fótboltanum í Svíþjóð. Félagið var stofnað árið 1982 og hefur unnið sænska titilinn 11 sinnum. Félagið er einnig með yngriflokkastarf og kvennalið sem hefur ekki tapað leik frá stofnun þess fyrir þremur árum. Bretland Ofnotkun foreldra á farsímum hefur slæm áhrif á fjöl- skyldulífið, samkvæmt nýrri könn- un meðal unglinga í Bretlandi. BBC segir yfir þriðjung 11 til 18 ára ungmenna hafa þurft að biðja foreldra sína að leggja símann frá sér. Um 14 prósent sögðu að foreldrar þeirra væru í símanum á matmáls- tímum en 95 prósent þeirra foreldra sem tóku þátt í könnuninni sögðust ekki gera það. Um 82 prósent ungmenna töldu að matmálstímar ættu að vera snjalltækjalausir. 22 prósent sögðu að sökum farsímanotkunar gæti fjölskyldan ekki notið tímans saman. Um 44 prósent foreldra sem voru beðnir að leggja símann frá sér urðu að sögn barnanna reið eða komust í uppnám. Einungis 10 prósent foreldra töldu að farsímanotkun þeirra ylli börnum þeirra áhyggjum. – sg Biðja foreldra að hætta símaglápi Mannshvarf Engar nýjar upplýs- ingar hafa borist lögreglu um hvarf Arturs Jarmoszko, 26 ára Pólverja, sem hvarf sporlaust í byrjun mars. Lögregla og björgunarsveitir leituðu Arturs án árangurs. Formlegri leit lauk 20. mars. Fjölskylda Arturs er ósátt við störf lögreglu í málinu og hefur ráðið einkaspæjara til að rannsaka hvarf hans. Þau telja miklar líkur á því að honum hafi verið unnið mein. Einkaspæjarinn er ókominn til landsins en fjölskylda Arturs telur líklegt að hann komi á næstu vikum og hefji störf. – sa Einkaspæjari enn ókominn sjávarútvegur Sjómannasamband Íslands leggst gegn lengra strand- veiðitímabili og auknum heimildum strandveiðibáta. Þetta kemur fram í umsögn við frumvarp Gunnars Guðmundssonar Pírata um auknar strandveiðar til heilla fyrir smærri byggðir. „Með því að auka aflahlutdeild þessara einyrkja er verið að taka hlut- deild af okkar mönnum sem stunda sjómennsku sem aðalatvinnu,“ segir Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambandsins. „Því höfum við alltaf lagst alfarið gegn breytingum sem þessum.“ Markmið lagafrumvarpsins er að bæta aðstæður til strandveiða, fjölga strandveiðimánuðum úr fjórum í átta og auka einnig aflaheimildir. – sa Gegn auknum strandveiðum Valmundur Val- mundsson artur Jarmoszko 2 4 . a p r í l 2 0 1 7 M á n u d a g u r2 f r é t t i r ∙ f r é t t a B l a ð i ð 2 4 -0 4 -2 0 1 7 0 4 :3 1 F B 0 4 0 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C B 2 -9 0 E 8 1 C B 2 -8 F A C 1 C B 2 -8 E 7 0 1 C B 2 -8 D 3 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 4 0 s _ 2 3 _ 4 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.