Fréttablaðið - 24.04.2017, Qupperneq 6
Beltone Legend™
Enn snjallara
heyrnartæki
Nýja Beltone Legend™ heyrnartækið tengist þráðlaust
beint í iPhone, iPad og iPod touch. Komdu í ókeypis
heyrnarmælingu og fáðu heyrnartæki
lánað til reynslu.Bel
to
ne
L
eg
en
d
ge
ng
ur
m
eð
iP
ho
ne
6
s
og
e
ld
ri
ge
rð
um
, i
Pa
d
A
ir,
iP
ad
(4
. k
yn
sl
óð
),
iP
ad
m
in
i m
eð
R
et
in
a,
iP
ad
m
in
i
og
iP
od
to
uc
h
(5
. k
yn
sl
óð
) m
eð
iO
S
eð
a
ný
rr
a
st
ýr
ik
er
.
A
pp
le
, i
Ph
on
e,
iP
ad
o
g
iP
od
to
uc
h
er
u
vö
ru
m
er
ki
s
em
ti
lh
ey
ra
A
pp
le
In
c,
s
kr
áð
í
Ba
nd
ar
ík
ju
nu
m
o
g
öð
ru
m
lö
nd
um
.
Kringlunni • Sími 568 7777 • heyra.is
HEYRNARSTÖ‹IN
Frakkland Fyrri umferð í söguleg-
um forsetakosningum í Frakklandi
fór fram í gær og ríkti mikil spenna
í landinu. Um er að ræða óljósustu
kosningar í nokkrar kynslóðir.
Útlit var fyrir að sigurvegarar
fyrstu umferðarinnar væru þau
Marine Le Pen, frambjóðandi Þjóð-
fylkingarinnar, og miðjumaðurinn
Emmanuel Macron þegar Frétta-
blaðið fór í prentun í gær.
Þegar tveir þriðju atkvæða höfðu
verið taldir hafði Le Pen fengið 23,42
prósent atkvæða en Macron 22,93
prósent. Samkvæmt frönskum
lögum fer fram önnur umferð for-
setakosninga ef enginn frambjóð-
andi hlýtur yfir 50 prósent atkvæða.
Því mun seinni umferðin fara fram
7. maí næstkomandi.
Þetta er í fyrsta skipti frá 6. áratug
síðustu aldar sem frambjóðendur
Repúblikana og Sósíalista hljóta
ekki nægt fylgi til þess að komast
áfram í aðalumferðina. Í kjölfar
kosninganna lýsti Benoit Hamon,
frambjóðandi Sósíalista, yfir
stuðningi við Macron.
Ellefu voru í framboði til
forseta en fjórir voru taldir
hafa möguleika á að ná
kjöri í aðdraganda fyrri
umferðarinnar. Auk Le
Pen og Macron voru það
Repúblikaninn Francois
Fillon og frambjóðandi
vinstrihreyfingarinnar La
France Insoumise Jean-Luc Mélen-
chon. The Guardian greinir frá því
að þetta sé í fyrsta skipti frá seinni
heimsstyrjöld sem sitjandi forseti
býður sig ekki fram aftur.
Frambjóðendurnir tveir sem halda
áfram gætu ekki verið ólíkari, en
Macron hefur talað fyrir frjálslyndri
efnahagsstefnu, opnu Frakklandi og
er hliðhollur Evrópusambandinu, á
meðan Le Pen hefur talað gegn sam-
bandinu, gegn innflytjendum og
fyrir efnahagslegri verndarstefnu.
Kjörstöðum var lokað klukkan
átta að staðartíma í gærkvöldi, eða
klukkan sex að íslenskum tíma.
Áætluð kosningaþátttaka var um
80 prósent, svipað og árið 2012.
Um 47 milljónir manna voru með
atkvæðisrétt í kosningunum. Mikil
öryggisgæsla var að þessu sinni á
kjörstöðum, en um 50 þúsund lög-
reglumenn og 7.000 hermenn voru
á vakt í um landið. Lögregluþjónar
voru sérstaklega viðbúnir mót-
mælum við Bastillu-torg í París.
Mikið er talið í húfi í forseta-
kosningunum en Marine Le Pen
gæti að mati sérfræðinga beitt
sér fyrir því að Frakkar, líkt og
Bretar, yfirgefi Evrópusam-
bandið og hætti að nota evru.
Margir telja að það að Le Pen hafi
komist upp úr fyrri umferð
sé í raun sigur fyrir öfga-
hægrihreyfinguna sem
hefur verið áberandi í
heimspólitík undan-
farið ár, þegar Bret-
ar kusu Brexit og
þegar Bandaríkja-
menn kusu Donald
Trump sem forseta.
BBC greindi frá því
í gær að gríðarlegur
fjöldi franskra ríkis-
borgara í London hefði
kosið þar, en um 120
þúsund íbúa London eru
með atkvæðisrétt. Dæmi
voru um að fólk hefði beðið í þrjá
til fjóra tíma til að kjósa. Haft var
eftir einum þessara kjósenda að
hann hefði ekki upplifað slíka bið-
röð í sín 25 ár sem franskur ríkis-
borgari í London.
Á Íslandi kusu 216 franskir ríkis-
borgarar í franska sendiráðinu.
Að sögn Gaelle Hourriez-Bolatre
sendiráðunautar er það 67,9 pró-
sent þeirra Frakka sem búa hér
á landi og eru með atkvæðisrétt.
Atkvæðin voru talin í sendi-
ráðinu og niðurstöðurnar
sendar til Frakklands yfir
netið.
saeunn@frettabladid.is
Macron og Le Pen mætast í einvígi í maí
Fyrri umferð forsetakosninganna í Frakklandi fór fram í gær. Útlit er fyrir að Macron og Le Pen mætist í seinni umferðinni 7. maí næst-
komandi. Le Pen er talin líkleg til að leiða Frakkland út úr Evrópusambandinu nái hún kjöri sem flest bendir þó til að sé ólíklegt.
Niðurstöður fyrri umferðar
verða staðfestar í dag en ef fer
sem horfir, að Macron og Le Pen
mætist, er því spáð að Macron
muni sigra í seinni umferðinni.
Skoðanakönnun sem birtist
í gærkvöldi spáði
Macron 62 prósenta
fylgi gegn 38
prósenta fylgi
Le Pen.
Þórhildur
Þorkelsdóttir,
fréttakona
Stöðvar 2,
er stödd í
París og
segist
skynja það að Frakkar muni kjósa
Macron sem forseta. „Allir sem ég
hef talað við hafa sagt að fylgj-
endur allra annarra en Le Pen
muni flykkjast á bak við Macron.
Það virðist vera markmið að halda
henni frá. Skoðanakannanir hafa
sýnt það líka. Það er markmið allra
nema hennar stuðningsmanna að
koma henni frá. Mér heyrðist fólk í
gær vera að kjósa eftir hjartanu, en
allir sem við töluðum við ætluðu
að kjósa strategískt í annarri um-
ferð til að koma henni frá.“
Þórhildur segir að stemningin
í gær hafi verið mjög góð, mikil
spenna og stress hafi þó líka verið
í loftinu. „Stemningin þegar út-
gönguspár lágu fyrir var svolítið
sérstök, sums staðar var fólk að
klappa saman lófum og var mjög
ánægt, en við löbbuðum líka
framhjá nokkrum nokkuð stórum
mótmælagöngum. Það var mikill
viðbúnaður og lokaði lögreglan
mörgum götum.“
Macron spáð sigri
80%
kjörsókn var áætluð í fyrri
umferðinni.
7. maí
mætast Macron og Le Pen og
Frakkar kjósa forseta.
Sæunn
Gísladóttir
saeunn@frettabladid.is
Spáð er að fylgj-
endur annarra
flokka muni færa
fylgi sitt til
Macron en
ekki Le
Pen.
2 4 . a p r í l 2 0 1 7 M Á n U d a G U r6 F r é t t i r ∙ F r é t t a B l a ð i ð
2
4
-0
4
-2
0
1
7
0
4
:3
1
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
C
B
2
-B
8
6
8
1
C
B
2
-B
7
2
C
1
C
B
2
-B
5
F
0
1
C
B
2
-B
4
B
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
B
F
B
0
4
0
s
_
2
3
_
4
_
2
0
1
7
C
M
Y
K