Norðurslóð - 24.04.1980, Blaðsíða 7

Norðurslóð - 24.04.1980, Blaðsíða 7
Framkvæmdir hcijast við nýju skólabygginguna Fyrsti hluti 1. áfanga nýrrar skólabyggingar á Dalvík hef- ur verið boðinn út. Um er að ræða jarðvinriu og botnplötu unóir 1. áfanga. Tilboðs- frestur er útrunninn og hafa tvö tilboð borist. Annað frá Hallgrími Antonssyni bygg- ingarmeistara Dalyík fyrir hönd Þveráss hf. kr. 32.264.000,- og hitt frá Aðal- bergi Péturssyni múrara- meistara Dalvík kr. 33.410.360,-. Kostnaðar- áætlun gerði ráð fyrir kr. 31.667.070,-. Ekki hefur enn verið ákveðið hvort öðru hvoru tilboðinu verður tekið, en allt bendir til þess að fram- kvæmdir hefjist innan tíðar. Eins og áður hefur verið frá skýrt er hugmynd byggingar- nefndar sú að hraða svo framkvæmdum við þennan fyrsta áfanga að unnt verði að taka tvær kennslustofur í notkun í haust. Húsnæ ðis- þrengsli skólans eru enda ákaflega mikil ogstanda öllu skólastarfi fyrir þrifum. Umsókn um land fyrír refabú Hjá bæjaryfirvöldum liggur fyr- ir umsókn frá Skarphéðni Pét- urssyni um land undir refabú. Skipulagsnefnd héfur fjalla ð um þetta mál og uppi eru hugmyndir um Sauðanesland og eyrarnar vestan Hálsár í Hrísalandi. Ljóst er að nokkurn tíma tekur að athuga þessi mál, enda er ekki ljóst hvort Skarp- héðinn er búinn að fá tilskilin leyfi frá landbúnaðarráðuneyt- inu. # I reglugerð um loðdýrabú er tilskilið að fjarlægð milli búa skuli vera a.m.k. 1.000 km. Líklegt er talið að þessu ákvæði verði breytt innan tíðar. í reglugerð um heilbrigðismál eru aftur á móti ákvæði þess efnis að minnkabú megi ekki vera nær íbúðabyggð eða vinnu- stöðum en 500 metrar. Þetta ákvæði hefur valdið nokkrum vandkvæðum í skipulagsvinnu fyrir Dalvík, því að þéttbýlið á Dalvík er nú þegar komið í allt að 500 m. fjarlægð frá Minnka- búinu á Böggvisstöðum. AUGLÝSING Kveðin hefur verið upp almennur lögtaksúrskurður á Akureyri, Dalvík og Eyjafjarðarsýslu fyrireftirtöldum opinberum gjöldum. 1. Söluskatti, sem fallinn er í eindaga. 2. Viðbótar og aukaálögðum söluskatti vegna fyrri tímabila, allt ásamt vöxtum og kostnaði við lögtak og uppboð ef til kemur. Lögtök fara fram, innan átta daga frá birtingu úrskurðar þessa á ábyrgð gerðarbeiðanda en kostnað gerðarþola. Akureyri, 15. apríl 1980. Bæjarfógetinn á Akureyri og Dalvík, sýslumaðurinn i Eyjafjarðarsýslu. Óskum viðskiptavinum okkar og landsmönnum öllum gleðilegs sumars! iirilrtilrLl mm slippstodin H.P. PÓSTHÓLF 246 . SÍMI (96)21300 . AKUREYRI Útgerðarfélag Dalvíkinga hf. sendir sjómönnum og öðru starfs- fólki sínu bestu óskir um gleðilegt sumar og þakkar góð og heillarík störf á liðnum vetri. Mjólkursamlag K.E.A. sendir Svarfdælingum og öðrum viðskipta- vinum við Eyjafjörð bestu sumarkveðjur og þakkar ágæt samskipti á liðnum árum. NORÐURSLÖÐ - 7

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.