Norðurslóð


Norðurslóð - 16.12.1981, Page 2

Norðurslóð - 16.12.1981, Page 2
NORÐURSLÓÐ Útgefendur og ábyrgðarmenn: Hjörtur E. Þórarinsson, Tjörn, Svarfaðardal Jóhann Antonsson, Dalvik Afgreiðsla og innheimta: SigriðurHafstað, Tjörn Sími 96-61555 Ljósmyndari: Rögnvaldur Sk. Friðbjörnsson Prentun: Prentsmiðja Björns Jónssonar Friður á jörð Þjóðir Evrópu hafa notið friðar nú í nærfellt 40 ár og er það lengra friðartímabil en dæmi eru um hcr í áifu allar götur aftan úr grárri forneskju. Á hinn bóginn er nú í gangi vígbúnaðarkapphlaup milli hernaðarbandalaga austurs og vesturs svo hamslaust og hræðiiegt, að annars slíkseru engin dæmi m.a. af þvíað tækni vísindanna tii að framleiða fjöldamorðtól hefur fleygt svo mjög fram á þessum árum. Markalína milli atómstórveld- anna liggur um Evrópu þvera frá norðri til suðurs. Sagan sýnir að vígbúnaður og vopnaskak hefur ætíð og ævinlcga vcrið undanfari styrjaldarátaka. Það er því ekki að undra, þótt fók í Evrópu sé skeifingu lostið af þeirri ógn, sem fyrir því vofir. Stríð er langsamlega mesta böl, sem lönd og þjóðir geta ratað í. Stríð táknar algjöran ósigur og uppgjöf þess góða, sem mannkynið hefur reynt að temja se;r í aidanna rás. í stríði er maðurinn neyddur til að varpa frá sér öilum dyggðum og tileinka sér andstæður þeirra í staðinn: að hata í stað þess að elska, að særa í stað þess að græða, að myrða í stað þess að bjarga. Stríð er þjónusta manna við djöfulinn sjálfan. Þess háttar messu hafa þjóðir Evrópu háð af fullkomnu djöfulæði tvisvar á þessari öld. Það má aldrei aftur ske. En það cr einmitt þetta, sem virðist yfirvofandi og færist nær með ægilegum hraða. Hvað er til ráða, hvað geta menn hugsanlega gert til að bægja hættunni frá höfði sér? Á þessum síðustu mánuðum hafa milijónir manna íöllunt löndum V-Evrópu hópast saman og farið í göngur til að krefjast friðar og mótmæla stríðsundirbúningi í herbúðum beggja fylkinga, sem kenndar eru við austur og vestur. Tileru þau öfl, sem vilja fyrir alla muni gera þessa friðarhreyfingu tortryggilega. Þess er þó að vænla, að sú viðleitni beri lítinn árangur. Þrátt fyrir dökkt útlit er vonarglæta á himni. M.a. fyrir áhrif frá hinni voldugu, evrópsku friðarhreyfingu hafa fulltrúar fylkinganna sest að samningaborði í því skyni að takmarka kjarnvopnabúnað í Evrópu. Menn hljóta að vona og biðja að þessar viðræður beri einhvern árangur. Sá skuggi er þó á frá sjónarmiði okkar íslendinga, að árangur á þeim vettvangi gæti beinlínis aukið á það kraðak kjarnorkubúinna kafbáta, sem við vitum, að laumast um undir yfirborði hafsins í kring um land okkar. Hvað getum við gert, svo láir og smáirsem við erum, til að beina athygli heimsins að þessari vá? Frant er komin í Alþingi íslendinga tillaga um að viðgöng- umst fyrir ráðstefnu hér á landi í þessum tilgangi og bjóðum til þjóðum, sem eiga lönd að Atlantshafi svo og heimsfriðar- ráðinu svonefnda. Það er hugsanlegt, að við sem eyríki í hafinu miðju gætunt komið á slíkri ráðstefnu. Og það er líka mögulegt, það verður að vera mögulegt, að slík ráðstefna geti orðið skref í átt til Iriðunar Atlantshafsins fyrir ófögnuði atómkafbátanna. íslendingar verða sem þjóð að gcra eitthvaö í þágu friðar á jörðu. Við getum ekki í blindni treyst annarra forsjá í þvíefni. Má vera að við séum einskis megnugir. Viðvitum það þóekki að óreyndu. Við verðum að hafa von. H.E.Þ. Friðarins Guð Friðarins gitð, in hœsta hugsjón nu'n, höndunwn lyfti ég í hœn til þín. Kraftanna Jaðir, kraftaverkin gjörðu, gefðu mér dýrðar þinnar sólarsýn. Sigrandi mœtti gœddu Ijóðin mtn. Sendu mér kraft að syngjafrið á jörðu. Friðarins guð, égfmn þitt hjarta slá föðurmili, hlítt og sterkt í minni þrá, hrennandi þrá að mýkja meinin hörðu. Þvífinn ég mínum vœngjum vaxaflug, viljanum traust og strengjum mínum dug til þess að syngja, syngjafrið ájörðu. Guðmundur Guðmundsson. Halldóra Bjarnadóttii: andaðist á Blönduósi síðast í nóvember. Hún hefur náð hæstum aldri allra manna á íslandi svo vitað sé, rösklega 108 árum. Þetta eitt mundi hafa nægt henni til frægðar, en þó er meira vert um verk hennar. Hún varði miklum hluta æfi sinnar í bar- áttu fyrir etlingu íslensks heim- ilisiðnaðar og átti drjúgan þátt í því, hve vegur hans og virðing hefur eflst og aukist á síðari árum. Hún hafði brennandi áhuga á aukinni menntun kvenna og vildi með öllu móti efla sjálfs- traust þeirra og meðvitund um eigin kraft og verðleika. í því skyni m.a. gekkst hún fyrir stofnun Sambands norðlenskra kvenna og var formaður þess um áratuga skeið. Halldóra var mikill bréfritari og stóð í bréfasambandi við ótrúlegan fjölda fólks um dag- ana. Hún átti vini og aðdáendur um allt land. Hér í Svarfaðar- dal átti hún vini og velunnara og hafði sjálf mikið dálæti á sveit- Hcrlldóra Bjamadóttir 85 óra gömul. inni, sem hún taldi meðal þeirra bestu og fegurstu í landinu. Við birtum hér ljósrit af hluta bréfs, sem hún sendi fólki hér í dalnum I. september I974, þ.e.a.s. þegar hún var að verða 101 árs gömul. Norðurslóð vottar minningu þessar stórmerku konu dýpstu virðingu og þökk fyrir ómetan- legt framlag til íslenskrar menn- ingar. HaUdóra Bjarnadóttir Minning Hvert er fólkið? Iléraðsskjalasafnið æskir upplýsinga 2 - NORÐURSLÓÐ

x

Norðurslóð

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.