Norðurslóð


Norðurslóð - 16.12.1981, Side 12

Norðurslóð - 16.12.1981, Side 12
Höfundur eftirfarandi greinar er Óskar fjórði sonur hjónanna á Jarðbrú, Halldórs oddvita Jóns- sonar og Ingibjargar Helgadóttur. Óskar tók stúdentspróf frá M.A. á síðastliðnu vori. Ritgerðin er prófverkefni hans. Margt fólk nær aldrei á æviskeiði sínu að aðlagast samfélaginu sem það býr í. Það verður hornreka og oftast vinafátt og lifir í eigin heimi. Þessa eru mörg dæmi í hinu vestræna menningarþjóðfélagi nú tímans sem og á fyrri tímum. Þá voru aðstæður allar aðrar. Fólk lifði fremur fábreytilegu lífí til sveita. Það sem oft lífgaði upp á hversdagsleikann var förufólk sem flakkaði milli bæja og færði fréttir. Svarfdælingar muna vafalaust margir hverjir eftir tveimur förukonum, Stuttu-Stínu og Beggu gömlu, sem flökkuðu milli bæja í Svarfaðardal fyrrá þessari öld. Örfáir muna enn eftir umrenning einum sem flæktist um dalinn í lok síðustu aldar og upphafi þessarar. Margir hafa þó heyrt sögur af manni þessum því um margt var hann merkilegur. maður þessi hét Björn Snorra- son. I eftirfarandi greinarkorni reyni ég að varpa einhverju Ijósi á Björn, hans atferli og innri mann. Margt af því sem fram kemur í greininni er mestmegnis byggt á heimildum eftir mönnum sem þekktu hannn persónulega og er því von mín að sú mynd sem dregin er upp af honum hér sé raunsönn. Uppvöxtur Björns og upphaf flækings hans. Árið 1831 fluttust að Böggvi- stöðum í Svarfaðardal, þau Snorri Flóventsson og Guðríður Benediktsdóttir. Komu þau sér upp allgóðu búi á hálflendu Böggvistaða. Þegar Snorri tí- undaði mest var bústofn hans íjórir nautgripir og um 60 fjár. A þessum árum þótti þetta stórbú enda munu þau Snorri og Guðríður hafa verið talin í hópi heldri búenda í Svarfaðar- dal. Jafnhliða búskapnum stund- aði Snorri sjóróðra, eins og títt var um bændur í dalnum, og þótti hinn mesti sægarpur og aflamaður. Á vertíðum gerði hann vorskipið „Svarfdæling“ út frá_ Siglunesi til hákarla- veiða. í einni hákarlalegunni að áliðnum júnímánuði 1842 fórst skipið og með því öll áhöfnin. Seinna um sumarið kom upp sá kvittur að í raun réttri hafi belgískir duggarar rænt Snorra og hans mönnum. Að ósk Guðríðar konu hans var mál þetta athugað og kom þá í ljós að orðrómur þessi ætti sér enga stoð og var það þar með látið niður falla. Eftir frá fall manns síns bjó Guðríður um nokkurra ára skeið á Böggvisstöðum og þarf Björn Snorrason. Af Birni Snorrasyni Svipmynd frcí lidinni ölci ekki að efa að þau ár hafa verið henni erfið, því þeim Snorra höfðu auðnast 7 börn og hún gekk með það áttunda. Elsta barnið, Kristín, varaðeinsþrett- án ára gömul. Næst elsta barnið, Jón, var ellefu ára gamall og varð hann nú, ásamt móður sinni, helsta fyrirvinna fjöl- skyldunnar. Björn, sá sem hér um verður fjallað, var fimmti í systkina- röðinni og var hann aðeins sex ára þegar Snorri faðir hans fórst, fæddur 15. júlí 1836. Vafalaust varð sex ára gömlu barninu föðurmissirinn sár og þungbær. Margt bendir til þess að drengurinn hafi frá fyrstu tíð verið með erfiða lund og jafn- framt með afbrigðum einrænn. Af þeim sökum átti hann erfitt með að tjá hug sinn og einangr- aðist því æ meir. Slíkum „lokuðum“ börnumgetursökn- uðurinn orðið þungur og þeim mun þyngri verður hann sem þeim gengur verr að ‘fá útrás fyrir það sem innra með þeim býr. Heima á Böggvisstöðum kom strax í ljðs eindæma leti Björns til allra líkamlegra verka en þess í stað tilhneiging hans til grúsks í bókaskræðum þeim er hann gat yfir komist. Víst er að vegna þess hve Björn var þungur til allrar líkamlegrar vinnu bakaði hann sér óvild systkina sinna, einkum Jóns, því mikið reið á að fjölskyldan öll væri samhent við bústörfin ef takast mætti að sigrast á þeim erfiðleikum er að henni steðjuðu með fráfalli Snorra. Sú eina sem sýndi Birni einhverja ástúð og hélt verndar- hendi yfir honum var Guðríður móðir hans. Vildi hún honum allt hið besta en varð þó með því óbeint völd að því að stjórn- leysi hans og einangrun jókst því hún sýndi honum taumlaust eftirlæti og leyfði honum ap breyta eftir eigin höfði. Árið 1848 fluttist fjölskyldan frá Böggvisstöðum að Ytra- Krossanesi í Glæsibæjarsókn. Ekki þarf að fara í neinar grafgötur með að þetta umrót í lífi Björns var ekki til þess fallið að draga úr óróleika hans. Ekki kann ég að segja frá dvöl fjölskyldunnar að Ytra-Krossa- nesi en þar var hún allt fram til ársins 1860, þó ekki héldi hún saman allan þann tíma. Björn réðist t.d. árið eftir fermingu, 1852, í eins árs vist að Arnarnesi sem léttadrengur. I yfirliti Daníels Halldórs- sonar yfir fermda í Glæsibæjar- og Lögmannshlíðarsóknum ár- ið 1851 kom fram að þekking Björns um fermingu var mjög góð og hana hafði hann öðlast af móður sinni og presti í 3 ár. Daníel lét þess einnig getið í yfirliti sínu að hegðan Björns væri ágæt. Þetta ár fermdust 7 önnur börn í sókninni og af þeim hafði eitt fengið eins árs undirbúning, eitt þriggja ára og hin fimm fjögurra ára undirbúning. Af þessu má ráða að fermingar- undirbúningur Björns hafi verið með stysta móti og styður það þá skoðun að Björn væri vel í meðallagi greindur. Árið 1860 tóku við búi að Ytra-Krossanesi þau Hálfdán Hálfdánarson og Kristin, elsta barn Guðríðar, en hún fluttist ásamt yngri börnum sínum að Dagverðartungu. Þau tvö ár sem fjölskyldan dvaldi þar var Björn í prest- þjónustubókum skráður vinnu- maður þar. I prestsþjónustubók Bægisárprestakalls 1862 var þess getið að Björn þætti námfús maður. Frá Dagverðatungu fluttist fjölskyldan að Ytri-Skjaldarvík og var Björn þar vinnumaður allt til ársins 1871 að hannréðist í vinnumennsku til Hildar systur sinnar og Erlendar Jóns- sonar á Neðsta-Landi í Bakka- sókn þar sem hann var um eins árs skeið. Þá fór Björn að Moldhaugum en var þar aðeins skamma hríð. Frá Ytri-Skjaldarvík fór Guð ríður til Jóns, sonar síns, sem bjó í Auðbrekku. Þar andaðist hún árið 1872. Eftir andlátið virtist sem síðustu stoð Björns í lífinu væri undan honum kippt, því upp frá því tók hann að flakka um landið. Ekki er nákvæmlega vitað hve vítt hann fór en þó er eftir honum haft að hann hafi farið ferðir vestur undir Jökul og suður í Hornafjörð. Ekki er vitað með neinni vissu hvernig eða hvenær Björn varð svo undarlegur sem líf hans einkenndist síðar af. Hins vegar sagði hann sjálfur svo frá að hann hafi„ verið sendur til stuttrar dvalar hjá Jóni bróður sínum, hreppstjóra í Auð- brekku, í þeim tilgangi að fá bót á skapgerð sinni. Eitt sinn í blíðskaparveðri að haustlagi, sagði Björn, að Jón hafi skipað sér að hreyta skít á túninu nálægt bænum en vegna veðurblíðunnar hafi hann lagt sig út af og sofnað og vaknað við það að Jón stæði yfir sér og hreytt í sig skömmum. Kvaðst Björn hafa svarað Jóni í sama tón en hann tekið rekuna er við fætur hans lá og barið flötu blaðinu í höfuð sér, aftan og ofan við eyrað. Við höggið sagði Björn sig hafa misst meðvitund og ekki vitað af sér fyrr en inni í rúmi í Auðbrekku. Og upp frá þessu sagði Björn að byrjað hefði að bera á fyrirvaralausum brjál- semisköstum hjá sér. Persónan Björn Snorrason - útlit og innri maður. Að ytra útliti var Björn tröll- vaxinn, hár og gildur, og í samræmi við það var hann geysilega sterkur. Andlitið var stórskorið og var hann því talinn heldur ófríður maður. En hins vegar var sagt að svipur hans bæri vitni um meðfæddar gáfur. Rödd Björns var rám og djúp en þó ekki mikil. Sagt var að útlit hans og orðfæri væri allt jafn óvenjulegt. Alla jafna var Björn vel klædd- ur sumar sem vetur. Oftast gekk hann í þremur peysum og bux- um og hafði síðan utan yfireins- hvers konar skikkju. Ystu buxurnar voru sagðar ákaflega skrautlegar og ekki með neinu móti hægt að greina upphaflegan lit þeirra vegna þess hve oft þær höfðu ver- ið bættar. Eins konar hattkúf bar hann og slúttu börð hans niður. Hatt þennan bar hann jafnt að nóttu sem degi. Á flækngi sínum vildi Björn ekki sofa annars staðar en í hlöðum og heytóftum. Þar gróf hann geilar í heystabbana og gerði sér náttstað. Hann svaf alltaf kviknakinn og notaði fatagarma sína ofan á sig eða þá ábreiður sem fólk bauð honum afnot af. Að morgni barst oft hinn mesti hávaði frá svefnstöðum Björns. Þegar að var gáð var hann iðulega vopnaður hníf og var í hinum ægilegasta bardaga við útveggi og burðarstoðir gripahúsanna. Risti hann þær oft í sundur sem mest hann mátti og hafði yfir um leið ófagrar bölbænir. Eitt sinn var Björn staddur í fjárhúsinu á Syðra-Hvarfi og fékk hann þá eitt æðiskastið. Þegar að húsinu var komið hafði hann slegið nær allar stoðirnar undan því og munaði minnstu að þekjan hryndi öll yfir hann. Áðspurður kvaðst Björn vera í bardaga við bjarndýr, forynjur og tröll þegar hann væri í slíkum ham. Svona æðisköst gat Björn fengið hvar og hvenær sem var. Virtust þau koma yfir hann upp úr einhverri hugsun hans og byrjaði hann þá að hlæja tröllslega og bölva all ótæpilega. Síðan magnaðist þetta smátt og smátt upp í illsku sem hann lét aðallega bitna á dauðum hlutum í kringum sig. Einnig gat hann átt til að ybba sig við skepnur og menn en slíkt var ekki algegnt. I einu kastinu náði hann næstum að drepa tvær manneskjur en því atviki verður gerð betri skil síðar í ritgerðinni. Ef vel var til Björns talað þegar hann var í einhverju æðiskastinu mátti róa hann svo að hann varð ljúfur sem lamb og ekkert nema góðmennskan ein. Því leyndist margt gott í sálu Björns. Sem dæmi um það ber að nefna að hann var með afbrigðum barngóður og laginn við þau. Við einhverja krakka mun hann hafa sagt,... „já, ungarnir mínir, þetta er hann góði Björn, sem er bara stundum vondur.“ Hændust mörg börnin að karli því hann átti það til að segja þeim sögur, bæði af sjálfum sér og öðrum. Margar þessara sagna voru æði þjóð- sagnakenndar. Skýrasta dæmi þess var saga, sem hann sagði krökkunum á Tjörn um veru sína í Skálholti á dögum Jóns biskups Vídalíns. Hún var hag- lega sett saman og því trúleg öllum þeim er á hlýddu. Flækingur Björns um Svarfaðar- dal. Þjóðhátíðarárið 1874 var Björn Snorrason úrskurðaður í Svarf- aðardalshrepp, þ.e.a.s, hreppn- um var þaðan í frá skylt að framfæra hann. Upp frá þessu byrjaði hann flakk sitt um Svarfaðardal. Ekki er vitað með nokkurri vissu hvort Björn hefur á ferðum sínum haft viðdvöl á öllum bæjum í dalnum, um lengri eða skemmri tíma, en líklegt er þó að svo hafi verið. En víst er að hann dvaldi um skeið á Ytra-Hvarfi, Syðra-Hvarfi, Mel um, Tungufelli, Hreiðarstöðum og Urðum. Ekki veit ég ástæðu þess að Björn settist upp á áðurnefnd- um bæjum en þó get ég mér þess til að heimilisfólk þar hafi reynst honum betur en annars staðar og viljað allt fyrir hann gera. Á Syðra-Hvarfi veit ég að Birni þótti gott að vera m.a. vegna þess hve góður svefnstað- ur honum þótti hlaðan vera. Skömmu eftir aldamót hugð- ist Gísli Jónsson, bóndi á Syðra- Hvarfi og fjölskylda hans flytja niður í Hof en þar var engin hlaða. Björn hafði veður af þessu og kom að máli við Gísla og sagði: „Blessaður góði Gísli, leyfðu mér nú að bera alla steinana úr hlöðunni ofan í Hof svo að ég geti sofið í henni þar.“ Á Ytra-Hvarfi, hjá þeim hjónum Jóhanni Jónssyni og Sólveigu Jónsdóttur, dvaldi Björn lengst samfleytt eða í um þrjú og hálft ár. Þegar Björn kom á bæi var það vani hans að spyrjast fyrir um hvort elsti bróðir væri heima ef bræður voru fleiri en einn. Ástæðu hræðslu hans á elsta bróður veit ég ekki en líklegt er að hún hafi staðið í sambandi við það högg er Jón, elsti bróðir hans, átti að hafa veitt honum og áður er skýrt frá. Lægi vel á Birni var hann til með að spjalla við fólk. Sagði hann þá fréttir og allra hand- anna sögur. Höfðu menn af því hina mestu skemmtan þar sem karl kunni vel að koma fyrir sig orði og var kyndugur í til- svörum Það var siður Björns, væri við hann rætt, að vera ósammála því sem viðmælandi sagði. Þessa kann ég að nefna eitt dæmi. Eitt sinn þegar Björn var staddur á Syðra-Hvarfi varð fólki tíðrætt um matreiðslunám- skeið sem haldið hafði verið á Bakka nýverið pg staðið í viku - hálfan mánuð. Heimilisfólk var sammála um það að stúlkurnar gætu vart hafa lært mikið í matargerðarlistinni á svo skömmum tíma. En Björn þótt- ist vita betur. Hann sagði þær hafa lært ósköpin öll á nám- skeiðinu og sem dæmi um það hefðu þær tilreitt heila átján rétti úr einum ýsuhaus og borið síðan á borð mestmegnis sem ket. Á matmálstímum kom Björn inn í eldhús og var honum þar skammtaður matur sem hann fór með í frambæinn og borðaði þar út af fyrir sig. Hann var ævinlega þakklátur fyrir matinn og yfirleitt allt sem fyrir hann var gjört og sagðist launa fyrir með vinnu en oft vildi verða misbrestur á því, þar sem karl var eins og áður sagði latur til vinnu. En væri hann beðinn vel kom fyrir að hann ynni verk fyrir fólk. Af húsverkum tók hann í prjóna, kembdi og malaði korn en ekki hafði hann þolinmæði til þess að vinna lengi að þessum störfum í einu. Einnig bar Björn við og við eldivið og vatn í hús. Lítt kærði hann sig um erfiðisvinnu en þó bar hann stundum bagga heim í hlöðu ef bundið var nálægt bæjum. Torf risti Björn stundum og bar þá torfhlaðana heim. Þegar Björn hafðist að líkam- legum erfiðisverkum var ætíð mikið um fyrir honum því hann vildi láta allt ganga hratt fyrir sig. Eitt sinn var Björn staddur á Syðra-Hvarfi þegar verið var að binda bagga. Var hann nú fenginn til þess að bera baggana heim í hlöðu. Þótti honum verki miða heldur rólega og bað um að tveir baggar yrðu bundnir saman svo hann gæti tvöfaldað afköst sín. Var svo gert og böggunum tveim komið með erfiðismunum upp á axlir karls. Riðaði hann undir byrðinni en kom henni þó heim. En ekki vildi Björn bera fleiri slíkar byrðar þann daginn. Það eina sem Björn hafði reglulegt yndi af í lífinu var lestur bóka. Las hann allt það efni sem hann gat yfir komist en hrifnastur var hann þó af bardaga- og hreystisögum svo og rímum. Sagt er að ófá æðisköstin hafi hann fengið upp úr lestri slíkra sagna. Margir gáfu honum bækur og hafði hann þær alltaf meðferðis á flakki sínu, í barmi sér, innanundir skikkjunni og band bundið neðanundir. Eitt sinn kom Björn í Tjörn og hitti þar þá fyrir Þórarinn, síðar hreppstjóra, og Snorra Sigfússon, síðar námsstjóra. Tóku þeir strax eftir því að karl hafði meðferðis eitthvað af bókum og spurðu hvað hann hefði nú með sér. - „Ekki nokkurn skapaðan hlut, drengir mínir," mælti karl. „Jú. það er eitthvað þarna,“ sögðu piltarnir og bentu í barm Björns. „Ja, þetta er nú bara svolítið brot af Jónsbókartussu,“ hafði hann þá sagt. Kveðskapur Björns. Björn gerði töluvert af því að setja saman vísur og hefur sem betur fer nokkuð af þeim varðveist. Flestar vísurnar eru tækifærisvísur um fólk. Að gæðum er kveðskapur Björns ærið misjafn. Sumar vísurnar eru lýtalausarað kalla en flestar undarlegar og fylgja lítt braga- reglum. Þær hefur hann líklega sett saman í einhverju óráðs- kastinu. Til að varpa einhverju ljósi á kveðskap Björns læt ég hér fylgja nokkrar tækifærisvísur hans: Um Hallgrím Halldórsson á Melum: Elskan blessuð indælasta. Astin fögur heiðbjartasta. Rósin fögur rólegasta. Ríkdóm hlaðin kurteisasta. Um Soffíu konu Hallgríms: Soffia er sómagjörn situr á Melum. Einatt gefur hún Öddu kom, sem er á Hreiðarbænum. Um Sólveigu Hallgrímsdóttur, vinnukonu á Ytra-Hvarfi: Fingralöng er faldagná fljótt á morgna upp stendur. Stórt er andlit á henni þá, er aftur Ieggjast niður má. Um Gísla Jónsson, þá á Syðra Hvarfi: Gísli á Hvarfi, grérinn karfa ullar. Stilltur, djarfur stangaver, smíðastarfi vanur er. Um Sigurhjört á Urðum: Hjörtur hvíti hermir frá hans er andlit bjart að sjá. Guð ákalla gjörir sá, glöggt hann lofar himnum á. Um Björn Jónsson á Hreiðars stöðum: Nafni góður nú er að saxa. Njótur loga engjalaxa. Bjartur er um frónið faxa. Fríðastur af lundum axa. Um Guðrúnu Jónsdóttur, konu Björns: Guðrún nefnist gæða yfirsetu- kona, sem að kemur hér. Kosti ýmsa með sér ber. Um ungling sem hljóp út í öskrandi stórhríðarbyl: Angantýr í eldinn fór af því grænn hann verður. Heyrðist þá i hjarnakór, hríðarstrokan stendur. í Vallasókn í Svarfaðardal var eitt sinn geftð út handskrif- að blað, sem Ljótur hét, en í Skíðadal blað, er Skíði hét. Ekki virðist Birni hafa líkað þessi útgáfustarfsemi, ef marka má vísu hans: Ljótur og Skíði báðir bíði bófar þeir niði i víðum vítis leir. Engin prýði er það lýði, að alist þeir unz hver út af deyr. Sakamál Björns - vitnaleiðslur í Svarfaðardal. Einn er sá atburður í lífi Björns sem óvéfengjanlega hafði mikil áhrif á skapferli og allt atferli hans hin síðari æviár. Þetta var árás Björns á Sólveigu þáver- andi húsfreyju á Ytra-Hvarfi þann 2. desember 1897. Af atburði þessum leiddu málaferli bæði hér heima og á Akureyri, en þar sat Björn í fangelsi á meðan hann var yfirheyrður. Það væri of langt mál að skýra frá þessum réttarhöldum í smá- atriðum hér þannig að ég læt nægja að drepa á það helsta sem fram kom í þeim. Klemens sýslumaður Jónsson hóf vitnaleiðslur að Ytra-Hvarfi 11. desember 1897 og tók þá m.a. skýrslu af Sólveigu hús- freyju. í máli hennar kom fram að heimilisfólk á Ytra-Hvarfi hafi umrætt kvöld setið í bað- stofu og hlýtt á Þóru dóttur hennar kveða Bernotesarrímur. I þann mund hafi Björn rokið á fætur inn í hjónahúsinu, komið i baðstofu gripið þar gæruhníf' undan sperru og vaðið með hann að sér og tuldrað um leið að þetta skuli hún hafa fyrir eitrið sem hún hafi byrlað sér í matnum síðan í sumar. Sólveig sagði Björn síðan hafa gert sig líklegan til að bregða hnífnum á kverkar sér en hún hafi náð að víkja sér undan svo að slæmur áverki hlytist ekki af tilræðinu. Þessu næst sagðist Sólveig hafa náð að grípa um þá hönd Björns sem hélt um hnífinn en hann hafi þá rist skurð í þumalfing- ursgreip hennar og löngutöng vinstri handar. í þann mund kom Jón vinnumaður til hjálp- ar, en Björn náði einnig að særa hann. Jón rauk þá út og Björn á eftir með hnífinn. Að sögn Sólveigar náði Björn að brjóta baðstofuhurðina á útleiðinni. Vitnisburður annarra þeirra sem urðu vitni að árás Björns bar í öllu saman við vitnisburð Sólveigar. Að réttarhöldunum á Ytra- Hvarfi loknum hélt sýslumaður yfir á þinghús hreppsins til að taka skýrslu af sökúdólgnum Birni. Hann var þar í fylgd Sigurðar á Tungufelli, Halldórs á Melum og Jóhanns á Ytra- Hvarfi. Björn varð hinn versti þegar sýslumann bar að og hótaði að safna liði fram í dölum Ytra-Hvarf skömmu eftir aldamót. og drepa hann og hans fylgdar- menn. Eins og nærri má geta gekk á ýmsu í þessum réttarhöldum. Björn þóttist ekkert kannast við mál þetta og mun þá sýslumanni hafa orðið á að spyrja Björn hvort hann þekkti sig ekki. „Það þekki ég þig, sonur hans Jóns Borgfjörð sem stal frá mér hundrað tímaritum og var flutt- ur hreppaflutningi í mykjukláf suður á land,“ ansar þá Björn að bragði. Með tímanum róaðist Björn og kannaðist hann þá við að hafa ráðist á Sólveigu umrætt kvöld. Ástæðu árásarinnar sagði Björn vera þá að hann hafi gjarnan fengið allrahanda með- öl með matnum á Ytra-Hvarfi og þau hafo oftast kallað fram manndrápshugsanir og vonda drauma hjá sér. Þegar hér var komið sögu þótti sýslumanni það ljóst vera að Björn væri sekur í máli þessu og bað hann því Halldór hrepp stjóra á Melum að gæta hans þangað til frekar yrði aðhafst í málinu. Að lokinni fangavist á Akureyri - síðustu æviár Björns. Eftir tæplega tveggja mánaða veru i fangahúsinu á Akureyri var Björn sendur heim í Svarf- aðardal á ný. Þegar fólk þar innti hann eftir veYu hans á Akureyri lét hann ætíð vel af henni. Hann gætti þess að nefna aldrei fangahúsið í frásögnum sínum en sagði þess í stað að hann hefði verið á bæjunum í kringum Apótekið en fangahúsið var einmitt næst því. Eins og áður flakkaði Björn nú um sveitina og þótti síst þjálli en áður. Fólk beinlínis hræddist hann og var hann því enginn auðfúsugestur á bæjum. Ekki er vitað með vissu hvort Björn kom í Ytra-Hvarfeftirfangelsis- dvölina en margt bendir til að svo hafi ekki verið. Kannski hefur þar mest um ráðið að Jóhann bóndi þar kærði Björn fyrir sýslumanni með bréfi dagsettu 19. mars 1900, fyrir mörg ærumeiðandi orð hans um sig og heimilisfólk sitt, í réttinum sem utan réttar- ins, þar á meðal að kona hans hefði byrlað honum eitur og Jóhann sjálfur drepið kindurúr hor. Einnig kærði Jóhann Björn fyrir orð þau er hann hefði látið falla um að fæða hans á Ytra- Hvarfi hefði einungis verið hrafna- og hundakjöt. Að síð- ustu kærði Jóhann Björn fyrir þá fullyrðingu Björns að hann, Jóhann, hefði veitt konu sinni og vinnumanni áverkann. Með kærunni vildi Jóhann einnig fá fram hvað orðið hefði af nokkrum tímaritum sínum, 2. árg. Framfara, 2. árg. Þjóðólfs, 6. árg. Norðlings og bók sinni „Auðnuveginum“ sem hann taldi Björn hafa verið með, en væru nú með öllu glatað. í bréfinu lagði Jóhann til að sáttanefnd Tjarnasáttaumdæm- is leitaði sátta milli þeirra Björns en ef það gæti ekki gengið, skyldi málinu vísað til dóm- stóla. Hinn 27. mars 1900 var málið tekið fyrir í sáttanefnd en ekki reyndist samt unnt að finna lausn sem báðir málsaðilar gætu sætt sig við. í bréfi dagsettu 30. mars gerði Jóhann héraðsdómaran- um í Eyjafjarðarsýslu grein fyrir niðurstöðum sáttanefndar og fór í ljósi þeirra fram á að réttvísin tæki málið upp á sína arma sem fyrst. Á manntalsþingi Svarfaðar- dalshrepps 30. maí 1900 náðist fram eftirfarandi sátt milli deilu aðilja: „Að Björn Snorrason lýsir því yfir að hann afturkalli að öllu leyti þær ærumeiðingar sem hann hafi viðhaft um stefnanda og hans heimili, bæði fyrir rétti og utan réttar sem ósannar og marklausar og biðst velvirð- ingar á þeim.“ Með þessu var málið látið niður falla. Árið 1901-1903 virðist Björn hafa verið viðurloða heimilið á Syðra-Hvarfi því þar finnst hann skráður í kirkjubókum sem niðursetningur og hrepps- ómagi í þessi þrjú ár. Eftir það dvaldist hann í einhvern tíma á Melum hjá Halldóri hreppstjóra' en mun hafa sinnast við Hallgrím, son hans, með þeim afleiðingum að hann rauk þaðan í fússi síðla ágústmánaðar 1906 út í Tungu- fell sem er næsti bær norðan við. Þar andaðist Björn síðan 27. janúar 1907 og var dauðamein hans sagt „elliburðir“. Aldrei sögðust menn hafa heyrt jafn innilegar fyrirbænir og hjá Birni á banabeði hans. Utför Björns var gerð að Urðum hinn 5. febrúar árið 1907. Séra Kristján Eldjárn á Tjörn jarðsöng. Ég tel víst að samtíðarfólk Björns hafi getað tekið undir eftirfarandi orð séra Kristjáns sem hann mælti yfir kistu Björns: „Vér höfum því fullan rétt til þess að vænta þess að hinn miskunnsami faðir hafi heyrt andvörp þessa síns villuráfandi barns og veitt honum þar vistarveru, sem honum líður margfalt betur en á meðan hann ráfaði hér um öræfi lífsins og eyðihjarn." Vegna pldsslevsis var Jelldur nidur úr greininni stmtur kafli itm gæsluvarðhald Björns á Ak- urevri. Jóhann og Sólveig á Ytra-Hvarfi. 12 - NORÐURSLOÐ NORÐURSLOÐ - 13

x

Norðurslóð

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.