Norðurslóð - 16.12.1981, Qupperneq 16
__ AUGLÝSINGASTOFA KRISTÍNAR HF. 83.36
Þessar standa fyrir sínu...
Minningar, sagnir,
kímnisögur og þjóðsögur
AF JÖKULDALSMÖNNUM OG
FLEIRA FÓLKI eftir sagnaþulinn
Þorkel Björnsson frá Hnefilsdal er
óvenju skemmtileg syrpa þjóðlegs
fróðleiks í upprunalegustu merk-
ingu þess orðs, sagnir og minni sem
varðveist hafa í munnlegri geymd
kynslóðum saman.
AF JÖKULDALSMÖNNUM OG
FLEIRA FÓLKI eru skemmtilegar
frásagnir sem fólk mun lesa sér til
ánœgju, hvar sem er á landinu. All-
margar myndir prýða bókina.
iÐUNN
MANA
Skuggsjá íslensks
mannlífs
Eitt vinsœlasta ritsafn sem út
kemur hér um þessar mundir. íþað
velur Gils Guðmundsson sýnishorn
úr íslenskum sjálfsœvisögum og
minningaþáttum. Hann er jafnan
fundvís á skemmtilegt efni og hefur
dregið fram margt hugtœkt sem
grafið er í gömlum ritum og fáir
þekkja. MÁNASILFUR geymir ýmsar
perlur íslenskrar frásagnarlistar að
fornu og nýju.
Fágætlega vel
samdir þættir
EF HÁTT LÉT í STRAUMNIÐ
HÉRAÐSVATNA, minningar Ólínu
Jónasdóttur, er bók sem allir unn-
endur íslenskrar alþýðlegrar frá-
sagnarlistar og þjóðlegra frœða
munu kunna að meta. Ölína Jónas-
dóttir var Skagfirðingur og segirfrá
mannlífi þar. Líka er skemmtilegur
kafli um Laxamýri í Suður-Þingeyj-
arsýslu, œskuheimili Jóhanns Sigur-
jónssonar skálds.
Bókin er prýdd allmörgum
myndum.
Bræðraborgarstíg 16 Pósthólf 294
121 Reykjavik Simi 12923-19156
r
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
»
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
Auglýsing frá stjórn verka-
mannabústaða á Dalvík
Áformað er að byggja verkamannabústaði nk. sumar og er því hér með auglýst
eftir væntanlegum umsækjendum um íbúðir. Umsóknareyðublöð fást á skrif-
stofu Dalvíkurbæjar. Rétt til kaupa á íbúðum eiga þeir sem hér segir:
A. Eiga lögheimili á Dalvík.
B. Eiga ekki íbúðir né eign í öðru formi.
C. Hafa haft meðaltekjur pr. ár þrjú síðast liðin ár áður en úthlutun fer
fram eigi hærri upphæð en sem svarar kr. 59.520 hjá einhleypingi eða
hjónum og kr. 5.260 fyrir hvert barn á framfæri innan 16 ára aldurs.
Ekki mega vinnustundir á ári vera f'ærri en 516 ('/2 staða).
Kaupskilmálar:
Kaupandi greiði 10% af verði íbúðar sem greiðist í tvennu lagi. 90% er lánað til
42 ára með 0.5% vöxtum og að fullu verðtryggt.
Umsóknum sé skilað fyrir 24/12 1981 á Bæjarskrifstofuna þar sem einnig eru
veittar allar nánari upplýsingar.
Dalvík 3/12 1981
F.h. stjórnar
Helgi Jónsson
Rafn Arnbjörnsson
1
I
Frá Hitaveitu Dalvíkur
Samkvæmt reglugerð Hitaveitunnar er stillingu
rennslihemla einungis breytt um áramót og þurfa
beiðnir þar að lútandi að berast hitaveitustjóra eða
skrifstofu Dalvíkurbæjar fyrir 1. janúar 1982.
Hitaveitustjóri.
J
Innheimta bæjarsjóðsgjalda
Þeir fáu sem ekki hafa enn staðið að fullu skil á álögð-
um gjöldum ársins 1981 og/eðaeldri gjöldum eru vin-
samlegast beðnir að gera skil sem allra fyrst. Athygli
skal vakin á því að 31. desember 1981 verða reiknaðir
4,5% dráttarvextir á öll vanskil til Bæjarsjóðs Dalvík-
ur. Á það við um útsvör, aðstöðugjöld og fasteigna-
gjöld. Bæjarskrifstofan verður lokuð á aðfangadag
en 30. desember verður opið til kl. 18 og frá 9-12 á
gamlársdag.
Bæjarritari.
16 - NORÐURSLÓÐ