Norðurslóð


Norðurslóð - 16.12.1981, Side 18

Norðurslóð - 16.12.1981, Side 18
Framhald af b/s. 5. átti hann mikinn þátt í stofn- un Verkalýðsfélagsins og seinna meir átti hann manna mestan þátt í stofnun sjúkrasamlags Dalvíkur og áfram mætti telja. Hreppstjóri Dalvíkurhrepps. Og áfram hélt sagan og bar í skauti sínu skiptingu Svarfaðar- dalshrepps árið 1945. Þá kom upp sú staða að kjósa þurfti hreppstjóra. Sýslumaður til- nefndi Kristján fyrsta hrepp- stjóra Dalvíkurhrepps, líklega eftir ábendingu sýslunefndar, reglum samkvæmt. Þessu starfi yfirvaldsins gegndi Kristján til 30. júní 1972 Þegar hann sagði því af sér og við tók Jón Stefánsson. Hann vill ekki gera mikið úr þessum þætti æfistarfsins. Játar þó að hann hafi haft af því talsverða ánægju. Það var mikil manna- ferð inn á skrifstofuna hans, sem hann hafði heima hjá sér, og hann kynntist mörgu fólki. En hreppstjórastarfið var hon- um ekki nóg. Hann sýslaði við sitt hvað fleira. Fiskibúð hafði hann í nokkur ár og byggði til þess smáskúr. Hann er nú lyftu- hús uppi í Böggvisstaðafjalli. Fisk keypti hann af togurijm og herti og' hafði harðfiskgerð. Einnig keypti hann alla þá hákarla, sem hann kom hönd- um yfir og verkaði eftir kúnstar- innar reglum, og fengu færri en vildu. Allt flokkast þetta undir brauðstrit af einhverju tagi, og Kristján hefur ekki áhuga á að tala mikið um þessi ár. En svo tók hann talsverðan þátt í félagsmálum, sem ekki flokkast þar undir. Hann nefnir þátttöku í leikstarfsemi á Dal- vík. Undirritaður man reyndar eftir honum í nokkrum hlut- verkum í leiksýningum t.d. Skrifta-Hans í Æfintýri á göngu för og Ögmundi í Skugga- Sveini. „Nei, ég var aldrei neinn leikari, en ég hafði gaman af þessu“ segir hann af sönnu lítil- læti. En Anna, gerði hún þá aldrei neitt? Jú, jú, eitthvað var hún nú alltaf að sýsla og lá ekki á lötu hliðinni. Það var nú t.d. beiting- in. Hún var nefnilega afreks- manneskja á því sviði og líka við að stokka línuna. (Þetta eru reyndar orð Kristjáns en ekki hennar). í afiahrotunum gekk hún skúr úr skúr og beitti. Einu sinni beitti hún 40stokka ístrik- lotu. Það þótti met. (40 sinnum 120 önglar gerir 4800 önglar.) Jafnframt vann hún svo í frystihúsinu, þegar frysting hófst þar og í sláturhúsinu vann hún haust eftir haust þangað til hún var orðin hálfsjötug. Þátók hún að sér skúringar hjá KEA og hélt því áfram í a.m.k. önnur 10 ár. Þetta voru nú reyndar allt saman aukastörf, því aðalstarf- ið hefur verið á heimilinu lengst af, barnauppeldi meðan á því stóð og svo venjulegt heimilis- hald með öllu, sem því tilheyrir. Þetta er ísjálfu sérofur venju- leg saga. Flutiiingur úr sveit að sjó, vinna og aftur vinna frá blautu barnsbeini og fram á elliár. Þetta og*því um líkt hefur verið hlutskipti þess fólks, sem byggði þennan bæ á Böggvis- staðasandi og reyndar aðra bæi allt í kring um land. Anna kvartar ekki yfir því hlutskipti, síður en svo. Þetta hefur verið gott og blessað allt saman og lífið hefur Ijáð þeim hjónum svo miklu meira af blíðu heldur en stríðu. Börnin og yngri afkomendur, sem nú eru u.þ.b. 30, hafa reynst þeim ljómandi vel, segir hún, og nú um nokkurt skeið hefur kona á vegum Dalbæjar, heimilis aldr- aðra aðstoðað þau hluta úr degi og verið þeim ákaflega notaleg. Til að jafna metin við Kristján skal þess getið hér, að heldur ekki Anna hefur rígbundið sig við brauðstritiðeittsaman. Hún hefur verið gleðinnar mann- eskja alla tíð, haft gaman af mannfundum og skemmtunum með dansi og söng. Vel á minnst söng. Hún var með í kórsöng á Dalvík alveg frá uppafi bæði með Tryggva, Jakobi og Gesti og I kirkjukórnum söng hún áratugum saman. Það er nefnilega ekki satt, að lífið í sjávarplássi sé bara fiskur og ekkert annað en fiskur. Það er miklu, miklu meira, 'sam: bland af sætu og súru og öllu þar á milli eins og æfi þeirra Ónnu og Kristjáns er gott dæmi um. „Ferðin frá Brekku“ Nú líður aftur að kaflaskil- um í sögu þeirra Önnu og Kristjáns. Þau hafa selt gamla, góða húsið Brekku ungum hjónum hér í bænum. Og þegar þetta rabb kemur fyrir augu lensenda verða þau vísast fiutt. Ekki langt að vísu, aðeins þennan spöl, sem er upp í Dalbæ. Þegar þau eru spurð, hvort þau kvíði nokkuð þeim um- skiptum, að flytjast úreigín húsi á stofnun eins og heimili aldr- aðra, segja þau bæði, nei alls ekki, við kvíðum engu, í Dalbæ una allir sér vel, því skyldi okkur ekki líða vel þar líka? Og með það sláum við botninn í þessa endursögn af skrafi blaðamanns við þau hjónin. Við þökkum þeim fyrir og óskum þeim gleðilegra jóla og alls góðs á nýja heimilinu. H.E.Þ. rris Framhald af bls. 9. Sérkennilegur reiðtúr. farið í skoðanaferð um götur „borgarinnar", sem líktust frek- ar skítugum kjallaragötum þar sem engin dagsbirta kemst inn. Allt hverfið minnti meira á kolanámu en bústað manna. Þarna búa um 80.000 manns, eða jafnmargir og íbúar Reykja- víkur á svæði sem er aðeins 8,5 ekrur. í þessum myrkraheimi fer einnig fram heiðarleg starf- semi. Þar cru reknar verksmiðj- ur, verkstæði, búðir og ýmiss- konar þjónusta. Eftir þessa áhrifaríku ferð til Veggborgarinnar skrifaði ég eftirfarandi. Það er áreiðanlega vandfundinn sá staður á jarð- kringlunni þar sem manneskjan býr við jafn ömurleg lífsskilyrði. Það má mikið vera ef hægterað komast nær borni mannlífsins og dreggjum þess. Frá Hong Kong v^r svo haldið til Singapore. Penang í Malasíu og Colombo á Sri Lanka, sem hét áður Ceylon. Eftir dvölina á Sri l.anka skrifaði ég í dagbókina mína. „Það var mikill mannfjöldi á götum höfuðborgarinnar. Allir voru í mjög svo skrautlegum Fljótandi heimili í Hong Kong. fötum - aðallega pilsum, sem voru í öllum regnbogans litum. Þarna var allt fullt af útimörk- uðum og beljum dragandi vagna, svo og geitum, sem voru spásserandi í miðri umferðinni. Það sem einkenndi þessa borg, eins og reyndar fiestar borgir Asíu er sambland af gömlu og nýju, nútíð og fortíð. Við ókum síðan í gegnum nokkur sveitaþorp úti á lands- byggðinni. Þar iðaði allt af mannlífi. Fljótlega vorum við svo komin" inn í frumskóginn. Jarðvegurinn þarna er með eindæmum frjósamur og gróð- urinn fjölbreytilcgur - pálmatré í stórum stíl, alls kanæfcávexta- plöntur, hrísgrjónaakrar og hundruð skrautblömategundir. Það var margt skemmtilegt, sem bar fyrir augu okkar í þessari ferð, en það scm vakti kannski mesta undrun okkar, var að mæta fólki á þjóðveginum ríð- andi á fílum. Síðar um daginn fengum við svo tækifæri til að reyna þetta nýstárlega farar- tæki, (sjá mynd). Eftir þessa heimsókn var stefnan tekin áleiðis til Afríku og var þá siglt yfir miðbaug. (Framhald i nœsta blaöi). Miöi í happdrætti SIBS gefur góöa vinningsvon, nær2/3hlutar veltunnar fara í vinninga, og meira en f jórði hver miöi hreppir vinning. Þar að auki á hver seldur miöi þátt í því að aðrar vonir rætist. Vonir þeirra sem þurfa á endurhæfingu aö halda — endurheimta afl og heilsu meö þjálfun og störfum við hæfi. Árlega fá nær 600 manns þjálfun og vinnu aö Reykjalundi og 40 öryrkjar starfa að jafnaði á Múlalundi. Og enn er átak framundan: ný þjálfunarstöö að Reykjalundi og nýtt húsnæöi fyrir Múlalund. Almennur stuðningur landsmanna er lykillinn að árangursríku starfi SÍBS___________________ Happdrætti SIBS 18 - NORÐURSLÓÐ MIÐAVERÐ AÐEINS 30 KR Hæsti vinningur 150.000 kr.

x

Norðurslóð

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.