Norðurslóð - 16.12.1981, Side 20
Sums staðar í heiminum búa
menn við það, að skilja tæpast
orð^af því sem landar þeirra af
öðrum hornum segja, jafnvel þó
svo heiti, að í landinu öllu sé
talað eitt og sama tungumálið.
Víðast er þó munurinn ekki
meiri en svo, að allir landsmenn
geta með góðum vilja spjallað
saman, án teljandi erfiðleika.
Hér á landi er mjög lítill
mundur á málinu eftir landshlut
um, en hann er þó til og viður-
kenndur sem landshlutamállýsk
ur eða -málvenjur. Allir kannast
við vestfirska a-ið á undan ng og
nk, svo að linmælið syðra,
aðallega í Reykjavík.
Ég er ekki langskólagengin í
íslenskum málfræðum, en þótti
íslenska skemmtilegust af öllu í
skóla. Norðlenskt uppeldi, fjór-
tán ára búseta í Reykjavík og tíu
ára störf með málið sem vinnu-
tæki, ef svo má segja, hefur til
samans gert að verkum, að ég er
næm fyrir íslenskunni og til-
brigðum hennar. Sérstaklega
hef ég husað mikið um þetta
núna, eftir að ég kom aftui
norður og heyri „gamla" málið
mitt af hvers manns munni. Nú
nota ég aftur orð, sem mér voru
töm sem barni og vinir og
kunningjar syðr'a hvá ansi oft í
símann upp á síðkastið.
Jæja, en svo ég komist að
efninu, sem einkum átti að vera
munurinn á íslenskunni í
Reykjavík og svarfdælskunni,
sem ég er alin upp við, er best að
byrja á undirfyrirsögninni héma
ofan við. Fyrir bara 30 árum eða
svo, hefðu þau þótt ótæk (enda
þá líklega ekki til) af þeirri
einföldu ástæðu, að umsvifa-
laust hefðu þau leitt hugann að
málingarverksmiðju. I mínu
ungdæmi var nefnilega talað um
„rauða málið“ og „græna mál-
ið“ og sagt sem svo: „Settu ekki
mál í þig, krakki!“ Með „í þig“
var átt við barnið að utanverðu
og er það önnur norðlensk mál-
venja. I Reykjavík setja börn
ekki málningu í sig nema að
drekka hana.
Þágufallssýki og blaðamenn.
Ótal sinnum hef ég lent í
rökræðum og jafnvel þrasi um
hvort sé réttara, sunnlenska eða
norðlenska og er aldeilis ótrú-
legt, hvað mönnum getur hitnað
í hamsi, án þess að nokkur von
sé um endanlega niðurstöðu.
Iðulega hef ég þá vitnað í máls-
metandi menn, jafnvel úr
Reykjavík, sem haldið hafa
fram, að íslenskasta íslenska á
landinu sé töluð í Svarfaðardal
og nágrenni. Fn það þýðir lítið,
þegar hinn aðilinn segir það
tóma þvælu og heldur að verið
sé að þylja galdraþulu, þegar
honum er lesinn pistillinn á
kjarngóðri svarfdælsku.
Að slepptu gamni, er skoðun
mín sú, að hvorugt sé alrétt og
þar af leiðandi hvorugt alrangt.
Hins vegar verð ég öskuvond,
þegar Reykvíkingur reynir að
afsaka þágufallssýki sína með
því að hún sé mállýska. Hún er
rangt mál, beygingarvilla og
hana nú! Þá finnst mér afskap-
lega hvimleitt að heyra talað um
happadrætti og ungabörn. Hver
tók eiginlega upp á þvi að bæta a
inn í miðjuna? Það fyrrnefnda
komst svo langt að vera marg-
tuggið í auglýsingatíma útvarps-
ins og þegar ég loks náði síma-
sambandi þangað með mínar
skammir, var mér tjáð, að allt
væri að verða vitlaust út af
þessu. Guði sé lof, að fólki er þó
ekki sama! En fari maður að
hugsa um þetta af hreinskilni,
þá eru höppin í fleirtölu í fiest-
um happdrættum nú orðið.
Framburðarmunurinn er
annað mál og ég get vel fallist á
hann sem mállýsku, til dæmis að
segja mjólhk og banhki, þegar
við segjum mjóllk og bannki (ef
mér tekst að koma framburði til
skila í skrifuðu máli). Ég er
20 - NORÐURSLÓÐ
„Orðhengilsháttur"
eða
málmunur - málbreyting - málsmíði
heldur ekki á móti linmælinu,
fari það ekki út í öfgar, til
dæmis, þegar sagt er „dagga“ í
stað „taka“. Það er til, en sem
betur (bedur) fer sjaldgæft.
Blaðamenn hafa verið mikið
skammaðir í daglegu máli í
útvarpinu og það finnst mér allt
í lagi. Tímaskortur þeirra, sem
sífellt er klifað á, er engin afsök-
un. Menn eiga ekki að þurfa svo
mjög að velta fyrir sér venjulegu
máli um leið og þeir skrifa,
annaðhvort hafa þeir móður-
málið á tilfinningunni eða ekki
og myndu gera sömu vitleysurn-
ar, þó tíminn væri nægur.
Fyrirgefðu, en ertu að norðan?
Sem blaðamanni gafst mér olt
tækifæri til að koma norðlensk-
unni að, en viti menn! Það var
bara „leiðrétt" í, próförk. Eins
og allir vita, eru prófarkalesarar
málfróðustu menn, sem til eru
og það mega þeir eiga á gamla
blaðinu mínu, að alltaf vissu
þeir, við hvað ég átti. Það þótti
bar vissara að skrifa bjúgu í stað
sperðla og fress fyrir högna.
Það var fyrir átta árum, eins
og þar stendur, að prófarka-
lesari einn tók sér leyfi til að
breyta orðum og beygingum i
einni af bókunum mínum, til
samræmis við það sem gerðist í
hanssveit. Leikari af norðlensk-
um ættum blánaði í framan,
þegar hann var í miðju kafi að
lesa þessi ósköp i útvarpið og
sagði á eftir: - Snjólaug, ég trúi
ekki, að þú sért svona vitlaus!
Auðvitað trúði ég því ekki
heldur og síðan banna ég að
bækurnar mínar fari á markað
með öðrum vitleysum en mínum
eigin.
Mörg orð og orðatiltæki eru
ekki þau sömu sunnan og
norðan heiða. Ef égsagðist vera
að prjóna leista og hefði tvær
sléttar og tvær snúnar í snún-
ingnum, vissi enginn, hvað ég
var að gera, nema að prjóna.
Þegar ljóst varð, að um var að
ræða hosur meðtveimursléttum
og tveimur brugðnum í stroff-
inu, var ég afsökuð, af því ég var
að norðan.
Öll fjórtán árin mín syðra fór
ég milliveginn og kallaði flíkurn
ar sokka, en forðaðist að nefna
stroff og brugðnar lykkjur, ég,
gat aldrei sætt mig við þau orð.
Svo ég haldi áfram með hann-
yrðamál, má geta þess, að
pinnahekl heitir stuðlahekl
syðra og kann að vera að það
stafi sumpart af því að pinninn
er skammstafaður st. í sænsku
og dönsku heklublöðunum, sem
algengust eru af slíku á mark-
aðnum.
Kettir voru nefndir áðan og
syðra heita kynin fress og læða.
Fressið sætti ég mig illa við, en
samkvæmt málsmekk mínum
ættu þau að heita högni og lkða
um allt land, því bleyða finnst
mér þýða allt annað nú orðið. í
bernsku þótti mér eðlilegt, að
kisan mín væri bleyða, þó hún
sýndi engan bleyðuskap við
að verja afkvæmi sín fyrir
forvitnum krakkaormum.
Hálfdanskan beggja vega.
Iðulega hef ég fengið að heyra
í hópi sunnlenskra „málsnill-
inga“ að fyrir norðan sé allt
hálfdanskt, ekki síst málið. Við
athugun kom þó í ljós, að það er
svona syðra líka, bara hinn
helmingurinn! Hvenær höfum
við talað um pulsur, altan eða
fortó? (pylsur, svalir og gang-
stétt). Nú er fortóið horfið, en
hitt lifir góðu lífi. Vaskahús
heitir líka ákveðið herbergi í
reykviskum húsum, en þvotta-
hús hefur það alltaf verið hér og
hvort er danskara?
Raunar hafa mörg dönsk og
hálfdönsk orð horfið úr málinu
á síðustu árum, en það kom mér
á óvart í vor, að enn er talað um
betrekk hérna. Nú er ég orðin
vön veggfóðri og vona, að næst
þegar kemst i tísku, að hafa slíkt
í híbýlum sínum, verði norð-
lendingar líka farnir að tala um
veggfóður.
Talandi um dönsku ogdönsk
áhrif, dettur mér í hug róin,
þetta litla þarfaþing, sem á að
vera á hinum endanum á
skrúfubolta, svo allt haldi nú. I
ungdæmi mínu á Akureyri hét
þetta „muttering" hvorki meira
né minna og mun vera íslensk
stafsetning á danska orðinu
„mötrik" sem er nákvæmlega
sami hluturinn. Ég ólst upp með
mutteringunni og þótti ekkert
sjálfsagðara.
Ah! Nú var ég nærri búin að
gleyma einu danska orðinu og
ætti þó sannarlcga að muna það',
eftir að þurfa í sumar að skipta
sex sinnum um dekk á einni
viku. Orðið „púnterað" ereitt af
því sem hlegið er að syðra, enda
aldanskt, þar skrifað „punkter-
et“. Þrátt i’yrir þetta, vinnst mér
miklu tilþrifameira að púntera
en bara að springa. Það er svo
margt sem springur, en ekkert
púntcrar nema dekk. Heitirþað
annars ekki hjólbarði?
Hér ætla ég að geta nokkurra
algengra orða, sem ekki eru eins
syðra og hér, án þess að það
valdi misskilningi. Taka skal
tillit til þess, að ég miða norð-
lensku orðin við það sem gerðist
fram til 1967 og gætu þau hafa
breyst síðan. Þau eru framan við
bandstrikið: Snjókúla - snjó-
bolti, rok og rigning - slag-
veður, bréf - pappír, blóma-
pottur - blómsturpottur, galli
- samfestingur, kollur - hnallur
(baklaus stóll), flatsleði - maga-
sleði, framdyr - aðaldyr, bíró-
penni - kúlupenni, krypplað
- krumplað. Orð þessi er miklu
fleiri og gleymi ég áreiðanlega
einhverju, sem er svo algengt, að
ég kem ekki auga á það.
Fjölmiðlar og málbreytingar.
Sjónvarp og útvarp hafa átt
ríkan þátt í breytingum á mál-
fari okkar og jafnvel stuðlað að
samræmingu. Rafhlöður hafa
verið svo mikið auglýstar, að
orðið „batterí" heyrist varla
lengur. Hins vegar gleður það
alltaf mitt gamla hjarta að heyra
JMJ á Akureyri auglýsa stakka.
Sú flík er í hugum Norðlendinga
yfirhöfn, sem nær niður í mitti
eða svo, með teygju eða snún-
ingi að neðan og rennilás að
framan. Það heitir blússa hjá
Reykvíkingum og þá sé ég alltaf
fyrir mér stæðilegan karlmánn í
einhverju blúnduverki, jafnvel
gagnsæju. Til að forðast hlátur
og misskilning, kom ég mér hjá
að nefna þessa flík á nafn.
Stakkur er nefnilega sjóstakkur
eða olíustakkur í hugum Reyk-
víkinga og geta má nærri, hvað
þeir sjá fyrir sér, þegar þeir
heyra auglýsta nælonstakka í
tískulitunum.
Þá hlýnaði mér um hjartaræt-
urnar, þegar ég sá í Degi, að
auglýstar voru „gollur". Svo-
leiðis flík átti maður alltaf sem
barn, en nú er það bara hneppt
peysa, í mesta lagi golftreyja.
Eitt er það ágætis orð, sem ég hef
ekki heyrt í daglegu máli aftur
hér nyrðra, eftir átta mánuði.
Sperðill. Var það fellt niður
vegna Reykjavíkurmarkaðsins?
Við eigum þó eftir magáiinn,
sem ég hef ekki nennt að leið-
rétta sunnlendinga í, að sé ekki
áll, matreiddur á sérstakan hátt.
Mörg orð, sem mér voru
munntöm í æsku, eru alveg
horfín. Snjólaug amma á Skálda
læk sagði til dæmis lykkill. Hún
sagði líka balli og ket og smér
heyrði ég bæði hjá henni og
öðrum. Ekkert af þessu heyrist
nú.
Danska orðið gardínur held-
ur enn velli, bæði hér og syðra.
Þó bregður við, þegar frúrnar
tala um það væntanlega í fínustu
stofurnar, að þær ætli að fá sér
gluggatjöld. I eldhúsum eru hins
vegar alltaf gardínur. Þarna
held ég að sjónvarpið eigi hlut að
málinu með auglýsingum sín-
um.
Ut í veðurfræðina hætti ég
mér ekki langt, en þó veit égeftir
14 ár, að Reykvíkingar vita
ekkert hvað stórhríð er. Versta
veður, sem þeir þekkja, er bylur
og nota það um allt veður, sem
er hvítt á litinn og fylgir einhver
gola.
Ég er farin að ryðga í þessu, en
minnir þó, að í gamla daga hafi
bylur verið kallað það, sem
samsvaraði skúrum. Byl gerði í
frosti, en skúr í hita. Að minsta
kosti sagði mamma stundum:
„Bíddu, þangað til bylurinn er
búinn.“ Mágkona mín á Ak-
ureyri (sunnlensk) fræddi mig á
því, að sér fyndist norðlending-
ar nota orðið hríð um allt hvítt
veður. Hér hríðar, en snjóar
syðra.
Eins ogallirsjá,erégað reyna
að vera hlutlaus og það orð veit
ég að allir skilja, svo og
andstæðu þess, hlutdræg. Ein-
hverjir snillingar hafa ætlað að
bæta enn um betur og fundið
upp orðið hlutlæg, óhlutlæg og
óhlutdræg. Úr þessu er orðin
svo mikil ringulreið,aðekki yrði
ég hissa þó einhverjum yrði
fótaskortur á tungunni og segi
óhlutlaus.
Nýyrði og málsmíði.
Mörg frábærlega snjöll orð
hafa bæst við málið á seinustu
áratugum og bera þar af orðin
þota og þyrla. Fyrirrennarar
þeirra voru, ef einhver man
ekki: þyrlivængja og þrýstilofsts
flugvél. Tölva kom í stað raf-
magnsheila eða elektróniskrar
reiknivélar og það er gott orð, ef
hægt væri að fá fólk til að nota
það rétt. Margir segja nefnilega
talva og það hikstalaust, jafnvel
í útvarp og sjónvarp.
Snælda er að taka við af
kassettu, en hins vegar ætlar
platan að halda velli, þrátt fyrir
skífuáróður um tíma. Nú vantar
orð yfir stereó, vídeo og stúdíó,
svo eitthvað sé nefnt. Mynd-
band nær yfir hluta af vídeó-
æðinu, sbr. tónband, en nægir
þó ekki. Nýlega las ég einhvers
staðar orðið „vídiót“ um þann
sem er orðinn háður þessu.
Nokkuð gott. Um stereó hafa
komið fram margar tillögur,
sem ég hef þó ekki heyrt eða séð
notaðar, t.d. víðóma, tvíóma og
tvírás og finnst mér það síðasta
skást.
Að lokum vil ég skýra aðal-
fyrirsögn þessara vangaveltna.
Éinn af mestu málvísindamönn-
um, sem ég hef kynnst og nafn-
greini ekki, kallaði jafnan allt
þras um íslenskuna „orðhengils-
hátt“. Hann varþeirrarskoðun-
ar, að annaðhvort notaði fólk
málið til að tjá sig eða þegði. Ef
allir hefðu alltaf þagað af ótta
við að tala ekki rétt, væri ísland
ekki einu sinni sjálfstætt. Það
ætti ekki að hengja sig svo fast í
orðin, að málefnið yrði undir.
AUGLÝSING
um innheimtu þing-
gjalda á Akureyri, Dal-
vík og í Eyjafjarðarsýslu
Síðasti gjalddagi þinggjalda 1981 var hinn
1. desember s.l. Er því hér með skorað á alla
gjaldendur þinggjalda á Akureyri, Dalvík og
í Eyjafjarðarsýslu, er enn hafa ekki gert full
skil, að greiða gjöldin nú þegartil embættis-
ins, svo komist verði hjá óþægindum, kostn-
aði og frekari dráttarvöxtum er af vanskilum
leiðir. Dráttarvextir eru nú 4,5% fyrir hvern
vanskilamánuð.
Sömuleiðis eru kaupgreiðendur hér með
minntir á að skila þegar til embættisins
sköttum starfsmanna.
Bæjarfógetinn á Akureyri og Dalvík.
Sýslumaðurinn á Eyjafjarðarsýslu.
3. desember 1981.